Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.04.1981, Side 11

Víkurfréttir - 09.04.1981, Side 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudaaur 9. apríl 1981 11 Sökk í Sandgerðishöfn Mánudaginn 30. marz sl. vildi það óhapp til í Sandgerðishöfn, að lítill þilfarsbátur, Hjörtur NS 98, sökk í höfninni. Bátur þessi, sem er 9tonn að stærð, varsmíð- aður í Stykkishólmi 1978 og var nýlega keyptur frá Vopna- firði af tveimur ungum mönnum á Vatnsleysuströnd, og höfðu þeir verið daginn áður að steina niður netin og voru því ekki farnir í fyrsta róður, er óhappið átti sér stað. Orsök óhappsins eru talin þau, að leki hafði komið með botn- ventli og fylltist báturinn því af sjó og sökk, en honum varsíðan náð upp samdægurs. Ljóst er að þó nokkurt tjón varð á honum, skipta þarf um öll tæki og raf- lögn auk þess sem hreinsa þarf upp vél o.fl. Kvikmyndaleiga stofnuð í Keflavík Nú nýlega stofnaði Hólmar Magnússon, Vesturgötu 15 í Keflavík kvikmyndaleigu, sem leigir út 8 mm filmur svo og sýningarvélar. Filmur þessar eru tilvaldar til afnota í barnaaf- mælum, svo og til afþreyingar, t.d. nú um páskana. Sýningartími á filmum þeim sem á boðstólum eru, eru frá 10 mínútum og upp í 1 klukkustund hver mynd. En meðal efnis eru, ýmsar barnamyndir s.s. bæði teikni- og gamanmyndir þá eru myndir fyrir fullorðna t.d. sannar heimildamyndir, sakamála- myndir og þöglar myndir t.d. myndir með Chaplin og ýmsum öðrum frægum leikurum. Kosninga- skjálfti En eins og lesendum er kunnugt um hefur verið hægt að fá á leigu snældur fyrir myndsegulbandstæki og hefur það verið mjög vinsæl þjónusta og því er ekki að efa að þessi nýja þjónusta, kvikmyndaleiga á eftir að verða einnig mjög vinsæl meðal fólks. Húsbyggjendur, athugið Tökum aö okkur sérsmíði á timburhúsum, eftir hugmyndum hvers og eins. Erum einnig með staðlaðar teikningar. Gerum föst verðtilboð. Trésmiðja Þórðar, Vestmannaeyjum. Uppl. í síma 98-1756 og á kvöldín í símum 98-2057 og 98-2102. Útivistar- tími barna Samkvæmt lögum um útivistartíma barna á tíma- bilinu 1. maí til 1. september, er börnum 12 ára og yngri ekki leyfilegt að vera á almannafæri eftir kl. 22, nema í fylgd með fullorðnum. Sömuleiðis er börnum yngri en 15 ára óheimil úti- vist eftir kl. 23, nema í fylgd með fullorðnum eða á heimleið frá viðurkenndri æskulýsstarfsemi. Barnaverndarnefnd Keflavíkur NJARÐVlK Fasteigna- gjöld Ekki er laust við að íbúar hér syðra sjái fram á að kosninga- skjálfti sé kominn í stjórnmála- flokkana hér. Allavega virðast flokkarnir vera farnir að vakna og leggja mikla áherslu á að koma út málgögnum sínum eins og gert er fyrir kosningar. Alþýðuflokkurinn reið á vaðiö og hefur nú gefið út 3 tölublöð af Alþýðublaði Keflavíkur, og næstu daga er von á Ármanni, blaði Alþýöubandalagsins. Bíöa menn nú spenntir eftir því að verkiö verði fullkomnað og hinir flokkarnir komi sínum málgögn- um út, þannig að ekkert vanti á nema sjálfar kosningarnar. Annar gjalddagi fasteignagjalda af þremur var 15. marz sl. 15. apríl n.k. falla þau í eindaga og verða þá reiknaðir 9.5% dráttarvextir á alla skuldina. Greiðið reglulega til að forðast kostnað og frekari innheimtuaðgerðir. Bæjarsjóður - Innheimta

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.