Víkurfréttir - 09.04.1981, Page 12
12 Fimmtudagur 9. apríl 1981
VÍKUR-fréttir
Fjölbreytt hátíðarhöld 1. maí
Undirbúningur stendur nú yfir
á fullu að 1. maí hátíðarhöldun-
um í Keflavík og nágrenni. Ekki
er dagskráin mjög frábrugöin því
sem verið hefur undanfarin ár,
þó eru helstu breytingarnar nú
þær, að dansleikur dagsins verð-
ur að kvöldi 1. maí í Stapa, þar
sem sá dagur er nú á föstudegi.
Aðrar breytingar eru þær, að nú
er samtökum fatlaðra eða við-
komandi Alfa-nefndum boðiö að
koma fram í hátíðinni vegna al-
þjóðaárs fatlaðra. Þá verðuropið
hús og kaffisala í hinu nýja fé-
lagsheimili Verslunarmannafé-
lags Suðurnesja að hafnargötu
28 í Keflavík.
Sömu verkalýðsfélög standa
nú að deginum og undanfarin ár,
að því frátöldu, að nú kemur hið
nýja Starfsmannafélag Suður-
nesjabyggða í hópinn..
ÚTBOÐ
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í lagn-
ingu fimmta áfanga dreifikerfis á Keflavíkurflug-
velli. í fimmta áfanga eru 0 20 - 0 250 mm víðar
einangraðar stálpípur í plastkápu. Allt kerfið er
tvöfalt og er lengd skurða alls um 7,8 km.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu
Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, og Verk-
fræðistofunni Fjarhitun hf., Álftamýri 9, Reykjavík,
gegn 1000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suður-
nesja miðvikudaginn 22. apríl 1981 kl. 14.
Nú þegar er frágengið að dag-
skráin veröur í þessum þáttum.
Um morguninn hefst merkjasala,
eftir hádegi fer fram kröfuganga,
með Lúðrasveit Tónlistarskóla
Njarðvíkur í fararbroddi, og
síðan hátíðar- og baráttufundur í
félagsbíói. Enn hefur ekki verið
ákveðið hver verður aðal ræðu-
maður dagsins, en hann verður
valinn úr hópi ýmissa valin-
kunnra manna. Síðan fer fram
dagskrá fyrir börnin, kaffisala í
húsi verslunarmanna, eins og
áður sagði, samsöngur um
kvöldið hjá Karlakór Keflavíkur,
og dagskránni lýkur svo með
dansleik þar sem Pónik sér um
fjörið með aðstoð Einars Júlíus-
sonar.
( næsta blaði, sem kemur út
30.apríl, verður greint nánar frá
hátíðarhöldunum.
Björgunarbáturinn Þor-
steinn stendur á berangri
Á fyrstu árum Slysavarnafélags (slands þótti þaö mikill áfangi þegar
björgunarbáturinn Þorsteinn kom til landsins og hann afhentur
Sandgerðingum til afnota. Því er ömurlegt til að vita að þessi merkis-
bátur fær ekki legustað innan dyra, heldur er hann geymdur á ber-
angri fyrir ofan Sandgerði. Varla getur það verið ástæðan, að ekki sé
til hús til að geyma þennan merka bát?
UTGERÐARMENN - SKIPSTJÓRAR
Sýnishorn af vörulager:
Stálvír, 4-24 mm
Vírmanilla, 14-20 mm
Benslavír
Landfestatóg
Marlintóg
Blýteinatóg
Flotteinatóg
Allar gerðir af tógi
Nylongarn
Troll- og nótagarn
Bindi- og sísalgarn
Ábót
Sökkur
Færaönglar m/gervibeitu
Girni
Baujubelgir, 30”, 50”, 60”
Línubelgir, 30”, 40”, 50”, 60”
Baujuljós
Endurskinshólkar
Bambus- og plaststangir
Flögg
Vimpla og línuflögg
Goggar
Hakajárn, 3ja og 4ra krækju
Trio blakkir, einf. og tvöf.
Trio kastblakkir
Skrúflásar, H- og D laga
Patentlásar
Vírstrekkjarar
Vírklemmur
Sigulnaglar
Kóssar
Vasahnífar
Stál- og steinbrýni
Flatningshnífar
Troll- og netanálar
Vír- og tóg melspírur
Björgunarhringir
Línubalar
Spyrðubönd
Trollkúlur
Sjó- og regngallar
Gúmmí- og vinnuvettlingar
Terlin teinatóg
Blý og flot
Loðnunet
Síldarnet
Trollnet
Eigum til humar- og
fiskitroll á lager.
Erum umboðsmenn fyrir
Hampiðjuna hf.
Höfum vírpressu.
NETAVERKSTÆÐI
SUÐURNESJA
- VEIÐARFÆRADEILD -