Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.04.1981, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 09.04.1981, Qupperneq 14
l^Z^TBTTTIK | Fimmtudagur 9. apríl 1981 SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suðurnesjamanna. Nýtt ferðaskrifstofuumboð í Keflavík: <rrc<wri* Nýtt umboðferðaskrifstofunn- ar Atlantik hóf starfsemi sína í Keflavík í lok marz sl. Umboðs- maður Atlantik ÍKeflavíkerPétur Jóhannsson, og er umboöið staðsett að Vatnsnesvegi 14, III. hæð, sími 2900. Atlantik Travel var stofnsett í ársbyrjun 1978 af Böðvari Val- geirssyni, sem er aðaleigandi skrifstofunnar. ( fyrstu sá Atl- antik um móttöku á erlendum ferðamönnum, sem komu í hóp- ferðum og einnig með skipum til (slands, og sér ferðaskrifstofan um ferðir þeirra hér á landi. T.d. koma um 5-6 þúsund Þjóðverjar til (slands með skipum i sumar, og gefst íslendingum einnig kostur á að ferðast með lúxus- skipinu Maxim Gorki, sem siglir um Svalbarða, Noreg og Þýska- land. Einnig hefur ferðaskrifstofan Atlantik séð um Mið-Evrópu- ferðir með langferðabílum, sem reynst hafa mjög vel, kynnt Jersey, Ameríkuferðir, Norður- lönd o.fl. Atlantik sér um alls konar út- vegun á farseðlum, svosem fyrir Flugleiðir hf., hefureinnig IATA- leyfi, og hefur því umboðsskrif- stofu fyrir öll helstu flugfélög í heimi. í vetur var ákveðið að hefja sólarlandaferöir til Mallorca, og er dvalið í nýju, glæsilegu íbúða- hóteli, Royal Playa de Palma. Hótelið er við ströndina Playa de Palma, sem er um 8 km við Palma, og er milli Arenal og Can Pastilla. Fyrsta ferðin hefst um Veigar Óskarsson fararstjóri í páskana, þ.e. 15. apríl, og er þeirri ferð. Á umboðsskrifstofu Atlantik i Keflavik. Margrét Sigrún Jóhannsdóttir (Lóló), og Pétur Jóhannsson, umboðsmaður. Mismunandi húsnæðis- aðstaða í stofnunum S.S.S. Fá sveitarfélög á landinu geta státað af því að hafa eins mikinn sameiginlegan rekstur og sveit- arfélögin hér á Suðurnesjum. En þrátt fyrir það góða samstarf sem hér á sér stað, hefur það vakið at- hygli ýmissa, hve mikill mismun- ur er gerður varðandi húsnæði þessara stofnana. Þær stofnanir sem komnar voru á fót áður en SSS var stofn- að og starfa að öryggismálum, virðast eiga mun erfiðara upþ- dráttar hjá ráðamönnum varð- andi aðstööu fyrir starfsfólk m.a. Er hér einkum átt við Brunavarnir ( síðasta blaði var rætt um að- komumannskapinn á Dagstjörn- unni, sem nýlega er búið að kaupa til Njarðvíkur. ( blaðinu kom fram, samkv. viðtali við út- gerðarmann skipsins, að fyrir hvern aðkomumann sem hætti yrði heimamaður ráðinn. Vegna þessara orða útgerðar- mannsins hafði maður einn sam- band við blaðið og benti á að þarna væri ekki farið með stað- reyndir, því er skipið átti að fara í fyrstu veiðiferðina var leitað til Suðurnesja og Heilsugæsluna, en báðar þessar stofnanir eru komnar í hálfgerð vandræði vegna aðstöðuleysis starfsfólks til að sinna þeim ýmsu verkefn- um sem þeim ber, svo og vegna þrengsla almennt. Svona vandamál viröast vera svo til óþekkt í öðrum stofnun- um SSS eða alla vega í miklu minna mæli. Er því beint til ráða- manna SSS sem þarna eiga hluí að máli aö þeir kynni sér þessi mál eöa all vega geri tilraun tilaö samræma þetta milli stofnana. 1780 tonna minni marzafii I Keflavfk í ár en I fyrra Frá áramótum til marzloka hef- ur af li landaður í Kef lavík verið 67 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Afli marzmánaðar er hins vegar 1781 lest minni nú en á sama tíma árið áður, en vertíöin nú er ein sú lélegasta sem komið hefur um árabil, þó það komi ekki fram í þessum tölum varð- andi heildarafla frá áramótum, því í þeim tölum er afli sem t.d. bátar frá Grindavík lönduöu hér í * ársbyrjun. Þannig að fleiri bátar hafa landað hér en gerðu í fyrra. Aflahæstu bátarnir nú eru Helgi S. með 577,2 tonn og Pétur Ingi með 544,8 tonn frá áramót- um. Varðandi Pétur Inga þá er því við að bæta, aðað hann hefur til viðbótar þessu landað um 30 tonnum í Sandgerði og Grinda- vík í vetur. Enn um aðkomumennina á Dagstjörnunni manns í Keflavík varðandi stýri- mannspláss á skipinu, en er við- komandi maður kom til skips, var búið að ráðaannan mann í pláss- ið og var þar um að ræða að- komumann eins og fyrr. Við athugun blaðsins á skips- höfninni þessa veiðiferð kom fram, að af 19 manna áhöfn eru 12 búsettir í Reykjavík, 2 í Kópa- vogi og einn af hverjum eftir- taldra staða: Akureyri, Seltjarn- arnesi, Reykhólasveit, Búðardal og Hafnarfirði. Enginn skipverji er heimamaður og væri óskandi að útgerðarmaðurinn stæði við orð sín varðandi ráðningar á skipið, eins og vera ber. „Það er kominn gestur“ Leikfélag Keflavíkur frumsýnir leikritið ,,Það er kominn gestur, n.k. laugardag, 11. apríl kl. 21 í Félagsbíói. Myndin er af Þór Helgasyni og Rósamundu Rúnarsdóttur í hlutverkum sínum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.