Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 5. nóvember 1981 VÍKUR-fréttir l^Z^fCÉTTIC Ritstjórn og ábyrgöarmenn: Elias Jóhannsson, sími 2931 Sigurjón Vikarsson, simi 2968 Emil Páll Jónsson, sími 2677 Steingrímur Lilliendahl, simi 3216 Páll Vilhjálmsson, sími 2581 Einar Páll Svavarsson Ritstj. og augl.: Hringbraut 96, Keflavik, sími 1760 Setning og prentun: GRÁGÁS HF , Keflavík Trésmiðja Keflavíkur sf. Bolafæti 3, Njarðvík Símar 3516, 3902 og 1934 Sérsmíðum ELDHÚSINNRÉTTINGAFt, BAÐINNRÉTTINGAR FATASKÁPA og SÓLBEKKI. Föst verðtilboð - Vönduð vinna - Hagstætt verð. KEFLAVÍK Útsvör Aðstöðugjöld Fjórði gjalddagi eftirstöðva útsvara og að- stöðugjalda var 1. nóvember sl. Gerið skil á gjalddögum og forðist þannig dráttarvexti og önnur óþægindi. Innheimta Keflavíkurbæjar Höfum hin frábæru SEMPERIT radial-vetrardekk Einnig aórar tegundir nýrra og sólaóra dekkja. AÐALSTÖÐIN h.f. Bílabúð — Sími 1517 Valur hefur farið tvisvar á dag í „biáa lónið" „Það eru efni í vatninu, sem vinna bug á sjúkdómnum“ -segir Valur Margeirsson, psoriasis-sjúklingur sem hefur baðað sig í „bláa lóninu“ í Svarts- engi og fengið mikla bót á sjúkdómi sínum Eins og fram kom i Víkur-frétt- um 8. okt. sl., hefur „bála lónið" svokallaða við orkuverið í Svarts- engi fengið þann orðróm á sig fyrir að vera heilsulind fyrir psoriasis-sjúklinga. Blaðið frétti af einu slíkum sjuklingi, Vali Mar- geirssyni í Keflavík, sem hefursl. 3 vikur stundað böð í lóninu dag- lega og stundum tvisvar á dag, jafnframt því að stunda Ijósböð á eftir, og fengið mikla bót á sjúk- dómi sínum. Valur hefur haft þennan sjúk- dóm síðan hann var 11 ára gam- all, eða i rúm 20 ár. Hann hefur tvisvar lagst á sjúkrahús vegna hans, 6 vikur í hvort skipti. Eftir tyrri meðferðina tókst að halda sjúkdómnum niðri í 3 ár. Árið 1970 tór hann í síðara skiptið, ,,og síðan hefur þetta gengið svona upp og niður," sagði Valur. Hann hefur ávallt þurft að nota dýr smyrsl við þessu og nefndi hann sem dæmi, að áður en sjúkrasamlagiö fór að greiða þessi lyf að fullu, fóru 50-60% af tekjum han til greiðslu þeirra. „Árið 1975 fór ég til sólar- landa, þá varég mjög slæmur, og fékk þá mikla bót, og svo aftur núna í sumar, en þá hvarf þetta á 3 vikum. Það dugði hins vegar ekki nema í 1V4 mánuð, þá gaus þetta upp og hefur aldrei verið verra sl. 11 ár. Ég fórtil læknis 29. sept. sl. og fékk hjá honum meðul, sem ég notaði jafnframt Ijósböðum. Þá minnkaði þetta aðeins, en kláði og óþægindi voru jafn mikil." Eftir að greinin birtist í Vikur- fréttum ákvað Valur aö prófa að baða sig i lóninu, með samþykki forráðamanna Hitaveitu Suður- nesja, sem allir voru að vilja gerðir að veita honum alla þá aðstoð sem hann þurfti. Við hjá Víkur-fréttum höfum fengið að fylgjast með Vali þessar 3 vikur og getum dæmt um það, að árangurinn er undraverður, og eru Ijót útbrot sem voru um líkama hans allan, að mestu horfin. „Það er alveg klárt mál, að það eru þarna í lóninu efni, sem vinna á þessum sjúkdómi." Fyrir nokkru fóru tveir úrstjórn psoriasissamtakanna ásamt Vali og Ingólfi Aðalsteinssyni, fram- kvæmdastjóra H.S., á staðinn til að skoða aðstæður og athuga hvar best væri að koma upp húsi til bráðabirgða, með tilliti til þess að fleiri sjúklingar gætu prófað þetta og einnig til þess að ganga úr skugga um hvort þetta hefði sömu áhrif á fleiri en væri ekki aðeins einstaklingsbundið, þannig að ekki yrði farið út í stór- ar framkvæmdir án þess að það kæmi fleirum að gagni. „En þó að um bráðabirgðaað- stöðu verði að ræða fyrst um sinn, þyrfti þó að gera hana þannig úr garði að sem flestir geti notfært sér hana,“ sagði Valur að lokum. Bannsvæði Vegna beiðni Útvegsmannafé- lags Suðurnesja og að fenginni umsögn Fiskifélags Islands, hefur Sjávarútvegsráðuneytið, eins og undanfarin ár, gefið út reglugerð um sérstakt línu- og netasvæði út af Faxaflóa. Samkvæmt reglugerð þessari eru allar botn- og flotvörpuveið- ar bannaðar á timabilinu 1. nóv. 1981 til 15. maí 1982ásvæði útaf Faxaflóa sem að sunnan markast af línu sem dregin er réttvísandi vestur af Sandgerðisvita, að vestan markast svæðið af 23 gráðum 42'0 V og að norðan af 64 gráðum 20’0 N Á undanförnum árum hefur veruleg aukningorðiðá línuveiö- um á þessu svæði yfir haust- og vetrarmánuðina

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.