Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 5. nóvember 1981 VÍKUR-fréttir Skóbúðin er flutt að Hafnargötu 37. Formleg opnun verður á morgun, föstudaginn 6. nóvember. Viðskiptavinir og aðrirvandamenn velkomnir. Takmarkið er: SKÓR Á ALLA. Laust starf Starf í afgreiðslu okkar er laust frá 1. janúar 1982. Einhver enskukunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt kjarasamningi STKB og Keflavíkurbæjar. Umsóknir sendist bæjarstjóranum í Keflavík fyrir 23. nóvember. Sérleyfisbifreiöir Keflavíkur BAHÁ’Í trúin verður kynnt í FESTI, Grindavík, þriðjudag- ana 10. og 17. nóvem- ber kl. 21 báða dagana. Bahá’íar, Njarðvík IÐNAÐARMANNAFÉLAG SUÐURNESJA Aðalfundur félagsins verður haldinn í húsnæði félagsins, fimmtudaginn 12. nóvember kl. 20.30. Athugið breyttan fundartíma frá áður útsendu fundarboði. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf Skýrslur lífeyrissjóða og iðnaðarmannatals Önnur mál. Stjórn I.S. íbúð til sölu Glæsileg 3ja herbergja íbúð til sölu við Faxa- braut 32. Afhendist á næsta ári tilbúin undir tréverk. öll sameign frágengin að utan og inn- an. - Upplýsingar í síma 1420 - 1303. Meira um klofnings framboð ungra framsóknarmanna Hugmynd ungra framsóknarmanna um sérframboð í næstu bæjarstjórnarkosningum hefur vakið töluverða athygli. Ef til vill ekki síst vegna yfirlýsinga þeirra þess efnis, að væntanlegur fylgisgrund- völlur þeirra næði inn í alla stjórnmálaflokka. Til þess að grenslast fyrir um gildi þessarar staðhæfingar höfðum við samband við ungliða úr öðrum flokkum, og spurðum þá hvort þeir hefðu orðið varir við flótta yfir í hið nýja framboð. Ekki hafa fullyrðingar ungra Framsóknarmanna um ólýðræðisleg vinnubrögð innan Framsóknarfélagsins i Keflavík síður vakið athygli. Hafa margir velt fyrir sér hvað felist nákvæmlega í þessari fullyrðingu. Það verður til dæmis að teljast alvarleg ásökun á hendur forystu- manna félagsins, sem jafnframt sitja sem fulltrúar í bæjarstjórn, að þeir viðhafi ólýðræðsileg vinnubrögð sem ekki samræmist stefnu Framsóknarflokksins. Til þess að leita skýrari svara höfðum við samband við Jón Á. Jónsson, formann ungra Framsóknarmanna i Keflavík. Jón Á. Jónsson, formaður FUF:=== —= „Við erum undir feldi“ Til að byrja með er rétt að benda á að FUF hélt fund sl. sunnudagskvöld. Eftir fundinn' hringdum við í Jón Á. Jónsson og spurðum hann m.a. um merk- ingu áðurnefndrar yfirlýsingár varðandi ólýðræðisleg vinnu- brögð innan Framsóknarflok.ks- ins. Sagðist hann hvorki vilja skýra þetta né taka afstöðu til þessarar yfirlýsingar. Síðan sagði hann: ,,Málið er nú á um- ræðustigi, og meðan svo ervilég ekkert um það segja." Teljið þið að forystumenn Framsóknarflokksins hér hafi staðið sig illa í bæjarmálunum? ,,Ég svara því ekki.“ Hvaða málefni teljið þið brýn- ast að setja á oddinn? Er til dæm- is eitthvað sem þið getið nefnt, sem núverandi bæjarstjórnar- meirihlúti hefur trassað og þiö viljið bæta sérstaklega? ; „Nei, ég vil bara ekki segja neitt á meðan málin eru til umræðu. Við erum að ræða þetta vítf og breitt og þangaö til niöur- 'stáða liggur fyrir munum við ekkert hafa að segja. Hins vegar 'mún þetta liggja fyrir mjög fljót- lega.“ Að lokum vildi Jón ekki stað- festa að viðræður hefðu farið -fram milli ungra Framsóknar- manna og ungra Jafnaðar- manna.. Sagði að félagsskapur ungra Framsóknarmanna væri undir feldi. Jóhann Geirdal, Alþýðubandalagi: .— „Málefnaleg afstaða hlýtur að ráða ferðinni“ Jóhann var fyrst spurður að því, hvort hann hefði orðið var við áhuga fólks úr Alþýðubanda- laginu á hinu nýja framboði. Svaraði hann því strax neitandi. „Hins vegar hef ég oröið var við að fólk sýnir þessu áhuga sem hverjum öðrum pólitískum hrær- ingum, en ekki að það hafi áhuga á að taka þátt í þessu. Nú, auð- vitað höfum við áhuga á að fylgj- ast með því sem er að gerast í öðrum flokkum, en þetta vanda- mál með að ungir menn fái ekki Kynningarfundur AA-samtakanna verður haldinn laugardaginn 14. nóv. n.k. kl. 14 í Safnaðar- heimili Innri-Njarðvíkur. AA á Suðurnesjum að spreyta sig, er ekki til staðar hjá okkur. Til dæmis get ég bent á, að í síðasta tölublaði Víkur- frétta var Rag nar Karlsson yngst- ur þeirra sem rætt var við. Ragnar er hins vegar formaður flokksfélagsins í Keflavík. Ég undirstrika það, að hann er ekki formaöur neinnar ungliðadeild- ar, heldur formaður flokksfé- lagsins." Um framboð þetta að öðru leytisagði Jóhann: „Égtekundir þau viðhorf, aö ungir menn hafi verið atkvæðalitlir í bæjarstjórn, hins vegar er þaö ekki aldurinn einn sem skiptir máli. Það erekki síst málefnaleg afstaða. Þess vegna er álika rangt aö koma með framboð á grundvelli aldurs og framboð á grundvelli kynja- skiptinga Málefnaleg afstaða hlýtur að ráða ferðinni."

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.