Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 16
l^Z^rCÉTTIC | Fimmtudagur 5. nóvember 1981 SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suðurnesjamanna. Ólga í Fjölbrautaskólanum Nemendur í vígahug - Kennarar sömuleiðis Verður öldungadeildinni slátrað? Undanfarið hefur risið upp mikil úlfúð í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. ( fjölmiðlum hefur hver deilan á fætur annarri fengið rækilega umfjöllun. Höfuðóvin- ir skólans þessa dagana eru ráðuneytin tvö, sem fara með menntamál og fjármál. Við hjá Víkur-fréttum munum nú reyna að glöggva lesendur á þeirri óöld sem nú ríkir í F.S. Nemendur fengu fyrir nokkru reglugerð, sem menntamála- ráðuneytið ætlar að þröngva upp á alla framhaldsskóla landsins. Við þessu var brugðist á þann veg, að nemendur kölluðu saman fund þar sem samþykkt voru mótmæli gegn reglugerð- inni og skorað á ráðherra að draga hana til baka, áður en gripiö yrði til róttækra að- gerða. Reglugerðin er í fáum orðum sagt, tilraun ráðuneytis- ins til að auka miðstýringu og hefta sjálfstæði skólanna. Vel flestir skólar hafa hafnað þessari reglugerð, og voru þeir með samræmdar aðg'erðir í vikunni, sem nemendur F.S. tóku þátt í. Kennarar berjast á mörgum vígstöðvum þessa dagana. Þeir hafa, sumir hverjir, ekki fengið laun sín greidd á tilskildum tíma. ( fréttatilkynningu frá 26. okt. segja þeir: „Kennarar krefjast þeirra sjálf- sögðu mannréttinda að fá laun sín greidd á réttum tíma eins og aðrir launþegar, og lýsa því hér með yfir að þeir telji ekki lengur ástæðu til að hlusta á aðskiljan- legar útskýringar ýmissa fulltrúa ríkisvaldsins á hinum ólikleg- ustu stöðum." Nú er búið að leysa hluta vand- ans, en alls ekki allan. Ennþá eiga kennarar inni laun fyrir kennslu í öldungadeild. Ráðu- neytið hefur upp á sitt einsdæmi fellt úr gildi þá launasamninga, sem giltu fyrir kennslu í öldunga- deild og skammtar nú laun eftir eigin geðþótta. Kennarar hafa því lagt niður kennslu við öldungadeildina og bíða þess að fá mál sín leiðrétt. Nemendur I vígahug Auk þess að deila um laun sín eru flestir kennarar á móti áður- nefndri reglugerð. Nemendur öldungadeildar FS eru að sjálfsögðu vonsviknir með þróun mála. Þeir sjá fram á að geta ekki haldiö námi áfram og jafnframt að nám þeirra í haust fari í súginn. Vegna þessa ástands boðuðu nemendur til fundar með Ingólfi Halldórssyni, aðstoðarskóla- meistara, og kennurum deildar- innar. Ingólfur sagði það „illa Framh. á 14. siðu Kennsla i öldungadeild, meöan allt lék i lyndi Verða þetta skreiðarskemmur framtíðarinnar? ömurleg sjón, eða hvað finnst þér, lesandi góður? Fyrir nokkrum árum voru öll þessi frystihús starfrækt af fullum krafti og í kringum þau iðaði allt af lífi, en hvert er þeirra hlutskipti í dag? Aðeins eitt af þessum húsum er rekiðaf fullum krafti. Fram til þessahefurfólki hérveriðsagt að fiskveiðar og fiskiönaöur séu undirstaða alls lífs í landinu, en þessir atvinnuvegir hafa farið mjög halloka hér á undanförnum árum og ástandið vægast sagt orðið frekar bágborið, þar sem hvert frystihúsið hefur lokað á fætur öðru og ein og fyrr segir er aðeins eitt af þessum húsum í gangi í dag. Það þjóöfélag, þar sem undirstöðuatvinnuvegirinir þrífast ekki lengur, hlýturaðeigavið mikil bágindi að etja. Við héráSuðurnesjum höfum á undanförnum árum orðið þess heiðurs aðnjótandi, aö ýmsar nefndir hafa veriö skipaðar til að „kanna mál okkar“, og ekki fær maöur betur séð en að árangur af starfi þeirra sé ENGINN, a.m.k. fyrir Keflvíkinga og Njarðvíkinga. Það eina sem ráöamenn síðustu ára hafa afrekað er að þeir hafa komið í veg fyrir að atvinnutækifærum á flugvellinum hafi fækkað, en að einhver ný atvinnutækifæri hafi skapast hér í bæjunum, er af og frá. Nú velta menn því fyrir sér hvort að öllum okkarfrystihúsum verði breytt í skreiðarskemmur, þar sem skemmurnar í heiðinni eru aö hverfa fyrir nýju íbúðarhúsahverfi, og einnig velta menn því fyrir sér hvað orðið hafi um allt fólkið sem vann í þessum frystihúsum. Þar vinnur ekki lengur nema lítill hluti þess sem áður var og samt er hér sama og ekkert atvinnuleysi. Því skyldi þó ekki veraekið til vinnu í nágrannabyggðar- lögin? Til skamms tima var alltaf talaö um höfnina sem aðal lífæð bæjarins, en eins og allir vita þá er ekki hægt aö segja að blóðrásin sé þar beint hröð og það hlýtur að vera álitamál, hvort lífsmark sé þar að finna. Það er engu líkara en að skipafélögin forðist að láta skip sín sigla hingað, þau virðast frekar kjósa að láta aka öllu um blessaða Reykjanesbrautina, einshættuleg og hún erorðin. Það hlýturaðveraorðið umhugsunar- efni fyrir heimamenn að reyna að fara að flytja sjálfir út sínar afurðir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.