Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 5. nóvember 1981 9 Komast ungliöar i þessa stóla eftir næstu kosningar? Gunnólfur Árnason, formaður FUJ: -- — „FUJ er ekki sterkt afl innan Alþýðuflokksins“ - Margir sýna nýja framboðinu áhuga Gunnólfur var spurður sömu spurningar, þ.e. hvort hann hefði orðið var við áhuga ungs fólks innan Alþýðuflokksins á hinu nýja framboði. Sagði hann svo vera, og bætti siðan við að þeir væru að meta það. Þá spurðum við hvað hann ætti við með því að þeir væru að meta það? „Bara svona að athuga okkar gang með þetta framboð. Það hafa verið viðræður frá okkur við ákveðna aðila um þettaframboð. Þetta er búið að vera í deiglunni í tvö ár, þó svo að engin afstaða hafi verið tekin. Umræður þessar hafa fyrst og fremst snúist um samtryggingu þeirra þriggja flokka sem sitja i bæjarráði. Til dæmis er Ijóst að allar lýðræðis- legar kosningar eru út r hött, þvi að bæjarráðsmennirnir þrír og embættismenn ráða öllu. Hinir sem kosnir eru í bæjarstjórn og nefndir í lýðræðislegum kosn- ingum, hafa í raun engin völd. Þetta er að verða mikiö og stórt vandamál." Má kannski búast viö þvi aö þiö fariö saman i framboö meö ungum framsóknarmönnum? „Við höfum nú ekki rætt þetta við þá sem heild. Hinu er ekki hægt að leyna, að meðal okkar eru menn sem hafa áhuga á þessu, þó ekki sé nema að kanna vandlega á hvaða grundvelli þetta framboð verður." Þaö má sem sagt ráöa af þinum oröum, Gunnólfur, aö meöal ungra jafnaöarmanna sé mikill áhugi fyrir aö taka þátt í þessu framboöi? „Ja, ég get bara endurtekið það sem ég sagði áðan, að við erum ekki hrifnir af þessu kerfi Það eru bæjarráðsmennirmr þrir sem ráða öllu i Keflavæk. Nú, og svo má benda á það bákn sem SSS er að verða. Ég vil síðan í leiðinni mótmæla þvi, að FUJ sé sterkt afl innan Alþýðuflokksins, eins og Vilhjálmur Ketilsson var að segja í síðasta blaði. Reyndar er þetta einkennilegt hjá blaðinu að vera að tala við mann sem starfar ekki innan FUJ og sem aldrei hefurstarfað þar. FUJ hef- ur engin áhrif eða völd innan Al- þýðuflokksins í Keflavik. Okkur er úthlutað einni nefnd, 17. júní- nefnd, og síðan eru þetta bara ættir sem fá þettaog þessir menn sem eiga flokkinn. Þetta stefnir einfaldlega í samtryggingu. Það skiptir ekki máli í hvaða flokki menn eru, það sést enginn munur á þeim flokkum sem sitja í bæjarráði, eða ég sé það alla vega ekki.“ Erf þú þar meö aö segja aö ungt fólk sé útilokað frá starfi i Alþýðuflokknum? ki ekki, það má náttúrlega benda á að þeir í flokkseigendafélag- inu hafa komiö með ungt fólk úr sinum ættum. Við sem erum hins vegar ekki tengdir þessum mönnum komum aldrei neinum málum fram. Hins vegar geta menn endalaust deilt um það, hvort ekki sé bara um frekju í okkur að ræða." Að lokum vildi Gunnólfur undirstrika, að hann teldi nauð- synlegt að skoða þessi mál vand- lega, m.a. pólitiskan grundvöll framboðsins, áður en ákvörðun um framboðs-samkrull yrði tekin. AUGLÝSINGASlMINN ER 1760 Elías Jóhannsson, Sjálfstæðisflokki: „Þetta er bara fýlupokaframboð Framsóknarmanna“ Elias svaraði því strax til, að hann vissi ekki um neina aðila innan Sjálfstæðisflokksins sem hefðu áhuga á þessu framboði. Sagðist síðan halda að þetta væri eitthvert fýlupokaframboð þeirra sem eru óánægðir innan Fram- sóknarflokksins. Siðan sagði Elli: „Frá mínum bæjardyrum séð þá snýr dæmið þannig í pólitík, að sé maður flokksmaður og styður flokkinn dyggilega, þá sættir maður sig oft við það sem flokkurinn gerir og kyngir því, þó maður sé ekki alltaf sammála. Hvort maðuráað vera svo heitur, að þegar ekki er farið eftir því sem maður vill „prívat", að eina lausnin sé að stofna til illinda við flokkinn og skemma fyrir honum. Það er mun betra að draga sig út úr starfi og fara bara út i horn í fýlu. Þannig er flokknum best refsað með því að hann missir starfs- krafta." Að lokum spurðum við Ella hvort einhverjar viðræður hefðu átt sér stað milli einhverra aðila innan Sjálfstæðisflokksins hér í Keflavík og ungliðanna innan Framsóknarflokksins. Sagðist hann ekki kannast við neinar slikar viðræður, a.m.k. ekki siðan hann byrjaði að starfa innan flokksins fyrir nokkrum árum. Keflavík: Halli á fjárhagsáætlun Bæjarráð hefur unnið að endurskoðun fjárhagsáætlunar 1981. Ljóst er að rekstrargjöld bæjarins hækkaum rúm 11%eða kr. 2.888.474, og tekjur um tæp 5% eða kr. 1.813.048, miðað við áætlun 1981. Einnig er gert ráð fyrir að gjaldaliðir eignabreyt- ingareiknings hækki um 2%, eða kr. 264.881, og tekjur hækki um 59%, eða kr. 963.000. Miðað við ofangreint verður 377.307 kr. halli á fjárhagsáætlun bæjarins. Hins vegar er Ijóst að ekki verður lokið öllum framkvæmd- um sem gert er ráð fyrir í áætlun á þessuári, og mun þaðvega upp á móti hallanum. FATAVAL Vinsældalistinn 1. (10) DANCE, DANCE, DANCE - Ymsir 2. (1) CLASSIC ROCK - Rock Classics 3. (2) HEAVY METAL - Ýmsir 4. (4) FIRE OF UNKNOWN ORIGIN. - Blue Öysters Cult 5. (5) GHOST IN THE MACHINE - The Policej 6. (9) 7 - Madness 7. (-) NINE TONIGHT - Bob Seger 8. (-) ROCKIN ROLL - Greg Kian Band 9. (2) SHAKY - Shaki’n Stevens 10. (7) SONGS IN THE ATTIC - Billy Joel TIL SÖLU 1. Tvær fokheldar hæðir að Hafnargötu 23. Frábært útsýni yfir allan bæinn. Samtals 500 fermetrar. 2. Fasteignin Hafnargata26,ásamtviðbygg- ingu og bílskúr. Hagstættverðef samiðer strax. Upplýsingar í símum 92-2012, 92-1187, eða á skrifstofu Nýja Bíós, Hafnargötu 23, II. hæð.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.