Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 5. nóvember 1981 Keppnisliö júdó-deildar UMFK. Finnski þjálfarinn er annar frá hægri í fremri röð. Júdódeildin með finnskan þjálfara Júdódeild UMFK var stofnuö 1974 og síðan þá hefur það verið eitt stærsta mál hvers vetraraðfá hæfan þjálfara. Nú i veturþjálfar deildina finnskur þjálfari, en á vinabæjamótinu sem haldið var hér sl. sumar tókust mjög góð kynni meðlima deildarinnar og hinna finnsku keppenda. Að beiðni forráðamanna júdó- deildar UMFK tóku þeir aðsérað athuga með þjálfara frá Finn- landi, þar sem erfitt er að fá hæfan íslenskan þjálfara. Útveg- uðu þeir þjálfara að nafni Reino Fagerlund, 28 ára, frá Pori Finn- land, og er hann mjög hæfur þjálfari. Jafnframt sem hann er keppnismaður og í landsliði Finna. Hann hefur 5 sinnum orðið finnskur meistari undir 65 kg, varð þriðji í þýska opna júdó- mótinu 76, í fyrsta sæti á breska opna '80 og keppti á síðustu olympíuleikum og hafnaði þar í 7. sæti. Þar eð dýrt er að fá þjálfara erlendis frá hafa júdó-deild UMFK og júdó-deild Grindavíkur sameinast jm þjálfarann og þjálfar hann tvisvar í viku í Grindavík og þrisvar í viku í Keflavík Frádráttarbærar gjafir frá skatti Ríkisskattstjóri hefur nýlega veitt 11 félagasamtökum á Suð- urnesjum heimild til að gjafir til þeirra verið frádráttarbærar frá skatti vegnaársins 1981. Félaga- samtökin eru: Sóknarnefndir Hvalsnessókn- ar, Innri-Njarðvíkursóknar, Ytri- Njarðvíkursóknar, Kálfatjarnar- sóknar, Keflavikursóknar, Kirkju vogssóknar og Útskálasóknar. Hvitasunnusöfnuður kirkju krossins. Keflavik, Sálarrann- sóknarfélagi Suðurnesja, Styrkt- arfélagi aldraðra á Suðurnesjum og Þroskahjálp á Suöurnesjum. AUGLYSIÐ I VlKUR-FRÉTTUM Þátttakendum fer ört fjölgandi og eru tímar fyrir alla í Ungó, jafnt byrjendur sem framhalds- meðlimi. Á næstunni fara mót vetrarins að byrja og er það von deildar- innar að hún eigi eftir að standa sig vel. Eitt mót var haldið 25. okt., svokallað Tropicana-mót. Þarer keppt undir + 71 kg. Stóðu keppendur frá UMFK sig vel, en þar vann Ómar Sigurðsson þriðja sigur sinn i þvi móti og vann bikar til eignar. ( 2. sæti varð Sigurbjörn Sigurðsson UMFK. (lok mánaðarins verður haldið í Gautaborg í Sviþjóð Opna Skandinaviska mótið, og keppa tveir meðlimir deildarinnar þar, þeir Ómar Sigurðsson og Sigur- björn Sigurðsson. Einnig mun þjálfarinn keppa þar fyrir Finn- lands hönd. Þeir sem ætla að æfa í vetur geta skráð sig í Ungó á kvöldin eða mætt í eftirfarandi tíma: Judo-deild UMFK 1981-’82 ÆFINGATAFLA Kl. Mánudag Kl. Miðvikudag Kl. Föstudag 17.20 17.20 15.30 til 8-I0 ára til 8-10 ára til Framhald 18.20 18.20 17.00 keppenda 18.20 18.20 17.00 til 10-13 ára til 10-13 ára til 10-13 ára 19.20 19.20 18.15 19.20 19.20 18.15 til Framhald til Framhald til 14-20 ára 21.00 keppenda 21.00 keppenda 19.45 21.00 21.00 til 14-20 ára til 14-20 ára 22.15 22.15 Nýtt vörumerki frá Svíþjóð. Verslunin BARNIÐ Hafnargötu 35, Keflavík Sími 3618 KRisrw* OKimM jWKsm [BUSTOÐ T ■ $>mi 3377 TILBOÐ Svefnbekkur, dýna og 3 púðar Verð kr. 1.920 tp o o m Viðarteg.: Eik/brún - Eik - Fura. Fimm litir ákiæða.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.