Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 3

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 3
VERSLUNARTÍfllNGI MÁNAÐARRIT GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRAÐI ÍSLANDS PrentaO 1 IsafoldarprentsmltJJu. 8. ár. Febrúar— mars 1925. Nr. 2-3 V erglnnartiðindi koma út einu Binni i mánnði venjul. 12 blaðsíður. — Árgangurinn kostar kr. 4.50 Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Yerslunarráðs Islands, Eimskipafjelagshúsið. Talsími 694. Pósthólf 514 Erindi til Alþingis. Að vanda liggja ýms mál fyrir Alþingi, er snerta verslun landsins, og eru sum þeirra svo mikilsverð, að Verslunarráðið hefur ekki getað látið hjá líða að láta álit sitt um þau í ljósi í erindum til Alþingis, og er hjer getið þeirra helstu. Eitt af stjórnarfrumvörpunum, er lögð voru nú fyrir Alþingi var frv. til laga um verslunaratvinnu. I athugasemdum um lagafrumv. þetta er þess getið, að það sje öamið upp úr frv. því til atvinnulaga, er lagt var fyrir Alþingi 1922, en upp í það tekið úr frv. er Verslunarráðið hefur samið, er fært hafi þótt. Þetta umrædda frv. Verslunarráðsins er tekið upp í 6 árg. Verslunartíðinda og þar itarlega skýrt. Verslunarráðinu þótti þetta stjórnarfrum- varp að ýmsu gallað, og vart til bóta frá núverandi fyrirkomulagi, ef það næði fram að ganga óbreytt. Ritaði því Verslunar- ráðið Alþingi brjef með allmörgum breyt- ingartillögum og ósk um að alþingi sæi 8jer fært að taka þær til greina í öllum aðalatriðum. Að þessu sinni verður ekki hægt að tara nánar út í þetta efni, þar sem þessar hreytingar eru bæði margar og víðtækar, enda mun þessa máls getið síðar, ef frum- varpið nær að verða að lögum. Þá er annað mál, er verslunina varðar, og vakið hefur talsverða óánægju innan verslunarstjettarinnar og það eru verðtolls- lögin. Lögin um bráðabirðaverðtoll á allmörg- um vörutegundum voru afgreidd frá Al- þingi 1924. Var með þeim lagt aðflutnings- gjald. á þessar vörur, er nemur 20 °/o af innkaupsverði þeirra. Til þeirra töldust fyrst og fremst þær vörur, er komast má af án, og í öðru lagi þær vörur, sem nægar birgðir þætti af í landinu. Lög þessi er upphaflega áttu að giida til ársloka 1925, vildi stjórnin nú fram- lengja til 1. apríl 1926. Þe8si hái verðtollur hefur að ýmsu þótt ósanngjarn og ekki þótt koma rjettlátlega niður, enda erfitt um framkvæmdir, þegar greina á á milli nauðsynja- og ónauðsynja- vara, og ennfremur álitamál um takmörkin, þegar dæma á um vöTuforðann. Verslunarráðið ritaði því Alþingi og ljet þá skoðun í ljósi, að þó einstaka vöruteg- und gæti þolað jafnháan toll eða jafnvel hærri, þó gætu allflestar það ekki. Virtist Verslunarráðinu það eðlilegast, að vörur þær, er rjett þætti að leggja verðtoll á, væru flokkaðar í fleiri flokka og lögð á- kveðin tollhæð á hvern flokk. Ennfremur benti það á þá hættu, er hár verðtollur hefur i för með sjer, bæði er snertir smygl- un og ýmiskonar yfirskinsreikninga, og

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.