Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 17

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 17
VERSLUNAHTlÐINDI 27 athuga olíumálin í samráði og samvinnu með fulltrúum olíuiðnaðarins. Forsetinn segir þar meðal annars: »Skort á brensluoliu, smurningsoliu og einkum gasolíu verður, að forðast, ef iðnaðurinn hjá oss á ekki að verða fyrir óbætanlegu tjóni. Olían ryður sjer meira og meira til rúms í stað kolanna, en olíuforði vor er takmarkaðnr. Stjórnin og iðnrekendur verða því að hefjast handa til að athuga þetta þýðingarmikla mál, þó meir sje þar unnið fyrir fjarlægari framtið.c Úr brjefi frá Noregi. Febrúar. Þorskaveiðarnar fara nú að byrja. En tíðin hefur verið slæm, svo að jafn storma- sarat hefur ekki verið í mörg ár á allri strandlengjunni eins og nú hefur verið siðasta mánuðinn. Þar af leiðandi hefur ekki verið hægt nema aðeins endrum og eins að leyta til fiskjar, en í þau fáu skifti hefur orðið vel fiskvart. Fiskgæðin hvað hvað snertir stærð, þunga og lifur er nokk- uð mismunandi á hinum ýmsu veiðistöð- um en virðist yfir höfuð vera svipað og í fyrra. Þó er lýsisprocentan ef til vill dálitið lægri. Vegna gæftaleysins var aflinn 31. jan. ekki nema 95.000 stk., en var 900.G00 stk. á samá tíma í fyrra, og gufubrætt lýsi 174 hl, en 2422 hl. árið áður. Vegna þess hve hátt verð er gefið fyrir þorskinn — nú sem stendur frá kr. 2 — 2.20 fyrir stk. — má telja víst að þátttaka í þorskaveiðum muni verða óvenjulega ínikil í ár. Bernh. Petersen Rcykjavík. Simar: 598 og 900. Simnefni: Bernhardo. Kaupir allar tegundir af lýsi hæsta verði. Móttekið á hvaða höfn sem er. — — Greitt við útskipun. Fryst kjöt á Italíu. Hjá fiskkaupmönnum hlýtur það að vekja eftirtekt, er Iönd þau er neyta saltfiskjar fara að framleiða frosið kjöt, því aukin neysla á frosnu kjöti, hlýtur aðallega að verða á kostnað saltfiskjarins. Þeir sem versla með frosið kjöt, hafa upp á siðkastið snúið athygli sinni að ítalska markaðinum og notað Genúa sem aðalstöð. Hversu vel það hefur hepnast sjest best á vaxandi innflutningi þessara vörutegunda árið 1924, yfir 100,000 tonn á móts við 20,000 tonn 1923 og minna undanfarin ár. Þessi mikla aukning staf- ar aðallega af því, að kjötútflytjendum hefur loks hepnast, að framleiða og verka kjötið. svo að Itölum falli það í geð, en þeir vilja kjötið svo magurt sem unt er, þar sem áður hafði verið sent kjöt með venjulegum hlutföllum af fitu. Athugandi er einnig, að kjötútflytjendur hafa fengið stuðning í samkepni sinni í hinu háa fisk- verði undanfarið. Frosið kjöt hefur þann kost fram yfir fisk frá sparnaðarejónarmiði að hægt er að búa til tvo rjetti úr því í einu með sömu kolaeyðslu, þar sem aftur á móti er um fisk að ræða, verður að hella soðinu burtu og nota olífuolíu með, sem er dýr, öll helstu frystikjötsfjelög hafa útibú í Genúa og töluverðu fje er varið til bygg- inga, svo sem íshúsa o. fi. Það bendir þvi

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.