Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 6

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 6
16 VERSLTJNARTlÐINDI ejerstökum lögum, og nema umframgreiðsl- urnar, samtala 1 milj. 410 þús. kr. Tekjuafgangur, eftir því, sem enn er fram komið nemur lVa niilj. kr., og af því hefur verið greitt milli 600 og 700 þús. kr. upp í ríkisskuldir rikissjóðs, þær er voru í árslok 1923. Þá mintist fjármálaráðherra á afkomu ársins 1924, Utflutningur nam um 80 milj. kr., Bem er mun meira en verið hefur áður. Bankarnir greiddn um 8 milj. kr. í laus- um skuldum erlendis og hafa safnað jafn hárri inneign. Skuldir einstakra mannal hafa einnig minkað. | öengi ísl. krónunnar var í árabyrjun 53,8% af gullverði. Varð lægst 46,8%. en hæst um áramótin 63,1%. Meðalgengi yfir árið um 53%. Seðlaumferð var í ársbyrjun um 6 milj. kr. hjá báðum bönkunum, en komst 1. apríl niður í 51/* milj. kr. En vegna gjaldmiðilsþarfa veitti stjórnin Landsbank- anum heimild til að gefa út 3% milj. kr. Hámark seðlaumferðarinnar var i nóv. 101/* öiilj. kr. RikisBkuldirnar námu í árslok 1923 rúml. 18 milj. kr. Af þeirri upphæð voru um 4% milj. kr., lausar skuldir. Sú upphæð minkaði á árinu um % milj. kr. Þessar lausaskuldir vildi fjármálaráðherra láta borga sem fyrst, eða breyta þeim í samn- ingsbundin afborgunarlán. Væru lausa- skuldirnar greiddar á næstu þremur árum, þá mundu ríkissjóðsskuldirnar ekki vera meira en 10 milj. kr. í árslok 1927, og mundi þá verða útgjaldaljettir um 2 milj. króna, er verja mætti til margvislegra framkvæmda eða skattaljettis. Manntjónið 7.-8. íebr. 1925. Þann 7—8. febr. s. 1. gerði norðanveð- ur mikið, sem olli hjer meira manntjóni á sjó, í einu, en áður hefur komið fyrir. Voru þá allmargir af togurum á veið- um á hinum svonefndu Halamiðum, sem liggja all-langt út af Vestfjörðum. Komust þeir illa leiknir að landi, þegar veðrinu fór að slota, að undanteknum 'tveimur, er ekkert hefur spurst til síðan, þrátt fyrir langa og ítarlega leit, bæði varðskipsins danska og allfiestra togar- anna, þeirra, er sjófærir voru. Annað þessara skipa var íslenakt, »Leif- ur heppni*, eign útgerðarfjelagsina Th. Thorsteinson & Co. hjer í bæ, en hitt enskt »Fieldmarschal Robertaon«, eign Hellyer Bros Ltd., Hull, en gert út frá Hafnarfirði. Skipstjóri á »Leifi heppna* var Gísli M. Oddsson. Var hann maður um fertugt, en var þegar búinn að fá orð á sig sem einn hinn vaakasti og fengsælasti á meðal togaraskipstjóranna. Fórust þar auk hans 32 íslendingar. Skipstjóri og meiri hluti skipshafnar- innar á enska skipinu voru Islendingar, aðeins 6 Bretar af þeim 35 er á skipinu voru. Skipstjóri var Einar Magnússon, er einnig þótti mætur maður í sinni stjett. í þessu sama veðri fórst einnig ísfirski vjelbáturinn »Sólveig« og með honum 5 meDn. Var formaður hans Björn H. Guð- mundsson frá Isafirði. Þann 10. mars fór fram minningarathöfn í tilefni af þessu manntjóni, bæði í Reykja- vík og víðar. öll umferð var stöðvuð í 5 mínútur, er kl. var 2 og kl. 3 minn*

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.