Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 14

Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 14
120 VERSLUNARTÍÐINÐI legan kaupmann, sem nú er dáinn, en áð- ur fyr seldi megnið af ísl. kj&tinu, er hingað fluttist. Þegar skip er komu frá íslandi voru affermd, kom hann sjálfur kl. 7 á morgnana niður að skipinu og sá um að vagnarnir væru tilbúnir til þess að flytja kjötið, til þess að kostnaðurinn yrði sem minstur. Kjöttunnunum var svo ekið beina leið til járnbrautarstöðvanna eða til skipa, er áttu að flytja það til annara bæja. Áður hafði hann unnið kapp- samlega að því að koma kjötinu út og hafði til þess reynda umferðasala og um- boðssala. Auðvitað borgaði hann kjötið sjálfur við móttöku og lagði fje fram til þess að kaupmennirnir gætu féngið greiðslu- frest. Islendingar kunna sjálíir að meta per- sónulegt sjálfstæði og þeir vita að áhætt- an er minni þegar einhver viss maður stendur að baki, en þegar eiga á við ein- hvern og einhvern óþektan. Jeg vona að áheyrendum sje ljóst af þessum hugleiðingum mínum að verslun- arstjettin hjer hefur næga þekkingu og nægan áhuga til þess að hafa sölu ísl. afurðanna á hendi. Bærinn heitir á ís- lensku Kaupmannahöfn og vjer viljum vona að háttvirtir kaupmenn noti meira þessa höfn kaupmanna framvegis en þeir hafa gjört síðustu árin. Fyrsta skilyrðið er að þeir áliti OS3 góða kaupmenn, og það vona jeg að þeir gjöri. I öðru iagi að þeir treysti oss til að mæla með vörunni. Þetta höfum vjer að að nokkru leyti gjört hingað til og það án endurgjalds. En jeg bið yður þó að minnast þess, að kaupmennirnir hafa ekki einir hag af því að selja vöruna með sem bestu verði, heldur öllu heldur framleið- endurnir. Kaupmaðurinn getur einnig haft nokkurn ágóða af annars flokks vöru þótt verðið sja lágt. Jeg hygg að íslendingar hafl ekki fy>' meir kunnað að meta, það til fulls að var- an var kynt erlendís. Það er ekki nóg að hafa góða vöru á boðstólum, heldar þarf fólkið að vita um vöruna og viður- kenna gæði hennar og getur það oft verið nógu erfltt. Besta hjálp veita blöðin í þessu efni. Vjer þurfum að hafa þetta stórveldi á voru bandi og nota auglýsinga- dálka þess. Á íslandi hafa orðið svo marg- hliða framfarir, að menn þar kunna vafa- laust að meta vald augiýsinganna. En auk auglýsinganna er ýmislegt fleira sem styður viðskiftin svo sem gott álit verslunarvenjur og sambönd. Verslunar- samböndin finnum vjer ágömlu kauphöllinni Kristjáns IV. Kaupmannaráðið sjer um að gömlum verslnnarvenjum sje haldið í heiðri, og þar sem það er frumkvöðull að þessu móti, má telja vist að hjer sje göml- um venjum haldíð og því öllu vel tekið, er stutt getur að samvinnu milli Danmerk- ur og Islands. Einn aðalþátturinn i öllum viðskiftum eru fjárframlögin og áhættudreifingin. Og ánægjulegt er að sjá hvernig Islend- ingar kunna að haga fjármálum sínum við atvinnureksturinn, þannig að þeir geti staðist erfiða tímann og lagt aftur fram fje þegar fer að lagast og tækifærið kern- ur á ný. En ættjörð Tietgens á einnig for- sjála og framsýna menn, sem gæta þarfa verslunarstjettarinnar og skilja þýðingu hennar fyrir þjóðfjelagið. Það er gulivæg meginregla að deila á- hættunni en leggja ekki alt undir i einu, Þessarar góðu gömlu verslunarreglu er getið i einni af ísl. bókum frá 12 öld- inni, sem heitir »konungsskuggsjá«. I henni er þetta meðal annars. »En ef þú átt allmikið fé í kaupferðum, þá skiptu því í þrjá hluta; legg einn hlut í félag við þeim mönnum, er jafnan sitja í kaupstöðum ok sé þar tryggvir ok kunnj

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.