Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 24

Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 24
130 VEKSLUNARTÍÐINDI vöruverðinu gengur að laga sig eftir geng- inu. Annars eru skýrslurnar í sama sniði eins og að undanförnu. Ef verðið á öllum þeim vörum, sem yf- irlitið tilgreinir, er talið 100 í júlímánuði 1914, eðu rjett áður en stríðið byrjaði, þá hefur það verið 460 í október 1920, 312 í október 1924, 292 í júlí 1925, 279 í októ- ber 1925 og 273 i nóvember 1925. í síð- astliðnum októbermánuði var verðið þann- ig að meðaltali rúml. 4% lægra heldur en í júlimánuði og rúml. 11% lægra heldur en i október í fyrra, en 179% hærraheld- ur en rjett fyrir stríðið. í byrjun nóvem- bermánaðar var verðið um 2% lægra held- ur en í október, 67a% iægra heldur en í júlí og 127a% lægra heldur en í fyrra, en 173% hærra heldur en rjett fyrir striðið. Hagtíðindii. Reglugjörð um innkaupsreikninga fyrir erlendan varning. 1. gr. Frá 1. febr. 1926 að teija skal á sjerhverjum innkaupsreikningi yfir vörur, sem fiuttar eru hingað til landsins, og sýna ber lögreglustjóra eða póstmanni vegna tollgreiðslu, vera tilgreind tegund umbúða, stykkjatala, merki á stykkjunum og þyngd stykkja fyrir vörusendingu þá, er reikn- ingurinn hljóðar um. Á reikningnum skulu vera taldar allar þær vörur, sem sendar eru i stykkjum þeim, er tilgreind eru á honum og þær skulu allar taldar með fullu því verði, sem kaupanda eða móttakanda ber að greiða fyrir þær. Á reikningum skal vera vottorð seljanda, undirritað af honum sjálfum eða af ein- hverjum þeim, er samkvæmt lögum í landi sendanda hefur rjett til að rita firma hans, um að stykki þau, er þar eru talin, hafi ekki aðrar eða meiri vörur inni að halda en þær, sem reikningurinn hljóðar um, og að allar vörur á reikningnum sjeu taldar með fullu því verði, sem kaupanda eða móttakanda ber að greiða fyrir þær. 2. gr. Brot gegn ákvæðum þes3arar reglugjörðar varðar móttakanda vörunnar frá 10 til 1000 kr. Reglugjörð þessi er sett samkvæmt lög- um nr. 3 frá 1. apr. 1924 um bráðabirgða- verðtoll á nokkrum vörutegundum, vegna framkvæmdar á þeim lögum, og birt til eftirbreytni öllum, sem hlut eiga að máli. Kosning íil Verslunarráðs fslands. Samkvæmt lögum Verslunarráðs íslands fór fram í ár kosning tveggja fulltrúa, tveggja varafulltrúa, endurskoðunarmanns og varaendurskoðunarmanns. 1. okt. voru atkvæði talin og fór kosningin á þessa leið: Fulltrúar: Kaupm. Garðar Gíslason (e.k.) með 89 atkv. Kaupm. Jón Björnsson (e.k) með 89 atkv. Varafulltníar: Bankastjóri L. Kaaber (e k.) með 87 atkv. Kaupm. Þórður Bjarnason (e.k) með 58 atkv. Endurskoðunarmaður: Bóksali Pjetur Halldórsson (e k.) með 93 atkv. VaraendursJcoðunarmaður: Kaupm. Árni Jónsson (e.k.) með 90 atkv. Alla voru greidd 102 atkv,

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.