Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 17

Verslunartíðindi - 01.11.1925, Blaðsíða 17
ÝERSLUNA'RTIÐINÍ)! Garðar Gíslason stórkaupm. gat þess að isl. kaupmenn yrðu ekki varir við neina erfiðleika, þó ísl. krónan væri ekki skráð, og gætu því trúað gengisnefndinni fyrir því máli. Aftur á mótí kvað hann þörf á breyíingura viðvíkjandi póstávísauasend- ingum frá Islandi til útlanda, en það mál mætti sennilega semja um. við póststjórn- ina. Magnús Sigurðsson bankastjóri taldi skrán- ing isl. krúnu fyrst um sinn talsvert við- sjárverða og kvað stjórn Landsbankans hafa falið sjer að geta þeas á fundinum, að hún væri hikandi viðvíkjandi skrán- ingunni nema rneð samþykki Islendinga. Bankastjórinn þakkaði að lokum Henriksen þingm. fyrir vingjarnleg ummæli hansum ísl. kaupmennina og sagði að Islendingar mundu muna þau. Frummœlandi Aage Berléme beindi að lokurn orðum sínum til isi. fulltrúanna, a.ð þeir ljetu ekki þetta mál falla i gleymsku, heldur athuguðu það og Ijetu döusku kaup- mennina vita um hvað gerðist. Síðasta mál á dagskránni var simasam- bandið við ísland og tók þar fyrstur til máls Bjarne stórkaupm. Nielsen, og var ræða hans á þessa leið: Auk þess sem skipaferðir þurfa að vera sem greiðastar á milli Danmerkur og ís- lands eins og minst var á hjer í gær, þarf símasambandið einnig að vera sem örugg- ast og símgjöldin sem lægst. Arið 1906 komst ísland í simasamband við útlönd, þá lagði stóra norræna ritsíma- fjelagið, er fengið hafði einkaleyfi til 20 ára, sæ8íma frá Shetlandseyjum til Seyðis- fjarðar. Frá Seyðisfirði er svo síminn lagð- ur víðsvegar um landið og til Reykjavík- ur. Þar sem Reykjavík hefur tekið svo mikl- um framförum síðustu árin og einkum þar sem megnið af botnvörpuskipaaflanum er i2á lagt þar á land, hefði mátt gjöra ráð fyr- ir að sæsíminn hefði verið lagður þangað. Yrnsir voru einnig þeirrar skoðunar, en varð þó ofan á að hann var lagður til Seyðisfjarðar vegna þess að vegalengd þangað var mun minni. Fyrir 1906 urðu menn að útkljá við- skifti sín brjeflega og fiskflutningsskipin urðu t. d. að koma við á einhverri breskri höfn til þess að fá símleiði3 fyrirskipun um hvert halda skyldi með farminn. Má því nærri geta hve miklar breytingar urðu á viðskiftasviðinu er símasambandið komst á Síminn var smámsaman meir og meir notaður og t. d. má geta þess aðsímskeyti til útlanda voru 18000 árið 1910, en 1922 voru þau um 90,000. Arið 1910 voru 87 ritsima og talsíma- stöðvar á Islandi, en 1922 voru þær orðn- ar 184 og þar af 5 loftskeytastöðvar. Af þessum 18 þúsund símskeytum 1910 voru 7 þús. til og frá Danmörku. Tveim árum síðar hafði þessi tala tvöfaldast og 1922 voru þessi skeyti um 38 þús. Allar likur eru til að simskeytum fjölgi eftir því sem erlend viðskifti fara vax- andi. Við og við kom það fyrir, einkum fyrst í stað, að sæsíminn bilaði og olli það mikl- um óþægindum í viðskiftum, er sambands- laust var í marga daga. En smámsaman fækkaði slitunum, viðgerðir gengu betur og síðar var hægt að koma þráðlausum skeytum yfir Noreg, þó eigi væri slikt á- valt fullnægjandi. Einkaleyfi Norræna ritsímafjelagsins er nú úti á næsta ári og spurningin því nú hvernig samningar fara um símasamband- ið framvegis, og vjer vonum að það verði betra og greiðara en undanfarið. Því verður ekki neitað að í skeytum koma stundum fyrir skekkjur, sem setja þann í vanda, er við á að taka og valda ýmsum ruglingi í viðskiftunum.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.