Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 3

Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 3
^Illllllllllll!lllllllllillllllllllll>!!llllllllllllllll!llllllllllllllllll!lllillllll!llllll!ll!lllllll!llllll!:il!ll!llll!ll!!lllll!llllllllllllll|!ll!ll!lll)lll!lllllll!!llllllllllllllllllllllllllllll!lir| VERSLUNARTÍÐINDI | MÁNAÐARRIT. GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRÁÐI ÍSLANDS Verslunartiðindi koma út einu sinni í mánuði, venjul. 12 blaðsíður. = Árgangurinn kostar kr. 4.50. — Ritstjórn og afgreiðsla: s= Skrifstofa Verslunarráðs íslands, Eimskipafjelagshúsinu. ES Talsími 694. Pósthólf 514. — Prentstaður: ísafoldarprentsmiöja h.f. ð ^lllimillllllllllllllllllllillllllllillllllllllllllllllllllilillllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllirr; 14. ár Júní—Júlí 1931 6.-7. tbl. Kreppan. Árið 1929, og jafnvel þegar síðari hiuta ársins 1928, þóttust erlendir fjár- málamenn sjá fram á verulega fjárhags- örðugleika og spáðu því, að nú steðjaði að ægilegri fjárkreppa en áður hefði þekst í heiminum. Flest allar þjóðir Norðurálfunnar áttu enn í höggi við af- ltiðingar heimsstyrjaldarinnar miklu, og sýnilegt var, að langir tímar hlytu enn að líða áður en þann öldugang lægði, sem hún hafði reist á yfirborði og lengst tók niður í djúp athafna og hugsanalífs þjóðanna. Svo var talið, að af þjóðum þeim, sem beinan þátt tóku í heimsstyrjöldinni, hefðu Bandaríkin í Norður-Ameríku bor- ið óskarðastan hlut frá borði. Þangað streymdu þegar frá öndverðu gull-lindir Norðurálfuþjóðanna og þar hrúguðust auðæfin saman. Og þangað leituðu þær þjóðir, sem í þröng voru, um aðstoð. Það kom því mörgum á óvart, að ein- mitt þar brutust einkenni f járkreppunnar fyrst út, geypilegt hrun verðbréfa, at- vinnu- og viðskiftatruflanir og ægilegt atvinnuleysi. En þegar svo fór um hið græna trjeð, mátti nærri geta, hversu um við visna færi, enda leið eigi á löngu áður en sömu skelfingarnar dundu yfir þjóðir Norðurálfunnar, og er eigi enn- þá sjeð, hvenær eða hversu úr rætist. Alt fram um miðbik síðastliðins árs má svo segja, að vjer hjer, á hala ver- aldar, yrðum lítt eða ekki varir þeirra þrenginga, sem yfir heiminn gengu. —- Vjer nutum þá eindæma góðæris til lands og sjávar og má ví'st segja, að í raun og veru stæði hagur vor á þessum tíma með meiri blóma en nokkru sinni hafði áður verið. En þegar halla tók að miðju ár- inu 1930, fóru að berast á oss brotsjóir heimskreppunnar. Vegna kaupmáttar- levsis neysluþjóðanna, fjellu markaðs- vörur vorar geypilega í verði og urðu jafnvel lítt seljanlegar. Kom þá og enn í Ijós eins og stundum áður, að vjer er- um ennþá á gelgjuskeiðinu að því, er kemur til fjármálaþroska og fyrir- hyggju.. Þrátt fyrir verðhrunið á fram- leiðsluvörum vorum, gerðum vjer lítt að því að takmarka innflutning og neyslu erlendra vara og afleiðingin var afar ó- liagstæður verslunarjöfnuður og geypi- leg au.kning skulda, opinberra og ein- svakra maniia svo að til fárs horíir. Og nú er kreppan yfir oss með öllum sínum öm niegu fylgifiskum, fjár.ikorti, athafnalcysi, atvinnu- og viðskictatrufl- unum, atvinnuleysi og ef til vill, almeno- um skorti og neyð. Vér íslendingar eig-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.