Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 15

Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 15
VÉRSLUNARTÍÐINDI 57 sjálfar hafa einnig verið færðar niður um 6°/0. Dag vinna . . Lit. 42.30 (45.00) Hálfur dagur . — 23.75 (25.00) Nætur vinna . — 65.80 (70.00) Hálf nótt. . . — 35.20 (37.50) Þetta gjald ber að skoða sem lágmarks- kaup á eyrinni og greiðist, ef verkamaðurinn af ástæðum sem hann á ekki sök á, getur ekki innunnið sjer nægileg daglaun á eyrinni. Undir sjerstökum atvikum, þar sem eyr- arvinna er álitin óhentug, af þar til bærum embættismanni, skal borga eftirfarandi dag- laun: Dag vinna . . Lit. 38.00 (40.00) Hálfur dagur . — 23.75 (25.00) Nætur vinna . — 57.00 (60.00) Hálf nótt . . — 33.25 (35.00) Yfirvinna að degi til er nú Lit. 6.50 um tímann á rúmhelgum dögum og Lit. 7.50 á sunnudögum. Þeir sem vinna við dráttar- vinduna fá Lit. 38.00 á dag en Lit. 47.00 fyrir næturvinnu og sunnudagsvinnu. Menn hafi i hyggju, að eigendur eiga ávalt heim- tingu á að fá frum kvittunina fyrir vinn- una stimplaða af hafnarstjórninni, og af henni geta þeir nákvæmlega sjeð, hve mikið þeir hafa goldið fyrir vinnu, jafnt almenna vinnu og yfirvinnu. Akkerisgjöld hafa hækkað. Akkerisgjöld í Genúa hafa hækkað úr Lit. 3.00 í Lit. 3.60 per M.R.T., þegar það er athugað, að sannvirði pappíslirunnar er ca. '/4 á móts við það sem hún var fyrir stríðið. Ef skipin gjalda fyrir fram 3var sinnum Lit. 3 ða Lit. 9 þar M.R.T. eru þau undantekin þessu gjaldi í 12 mánuði eptir komudaginn. Verslunarfloti Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Skýrsla frá Norska Veritas sýna afstöðu þessarra þriggja landa í árslok 1930 og til 30. júní 1931. Nettóaukningin árið 1930 er þessi: Tala skipa Tala smál. Noregur................ 98 443.573 Svíþjóð................ 17 85.238 Danmörk................ 22 58.878 Heildartala skipa (yfir 100 tons) og smá- lestatala verzlunarflota þessara þriggja landa var í árslok 1939: Noregur 1,966 skip, 3,808,018 smál. Sví- þjóð 1,432 skip, 1,643,646 smál. Danmörk 734 skip, 1,123,086 smál. Hvað Noreg snertir þá bættust við verslunarflotann árið 1930, 154 skip 542,667 smál. að stærð, þar af 80 eimskip 124,515 smál., 72 mótorskip, 417,897 smál. og 2 seglskip 255 smál. 41 þessara skipa var smíðað í Noregi 46,956 smál., 81 skip var smíðað erlendis 432,014 smál., en 32 gömul skip, 62,697 smál. voru að keypt. Norski verslunarflotinn minnkaði árið 1930 um 65 skip 99,094 smál. þar af 47 eimskip (83.491 smál), 8 mótorskip (15,234 smál.) og eitt seglskip 1369 smál. Smálestafjöldi norska verzlunarflotans í árslok 1930 var 1.290.000 smál. hærri en í stríðsbyrjun 1914 og hlutfallslega hafði smálestatala Noregs borið saman við önnur lönd heimsins aukist úr 4,37 per. cent 1914 upp í 5,59 per. cent í árslok 1930. Nettóaukningin, sem af er þessu ári, er þessi: Tala skipa Tala smál. Noregur................ 28 218,096 Svíþjóð................. 9 40.156 Danmörk................. 6 24.050 Verslunarfloti Noregs jókst þessa 6 mán. um 45 skip sem báru 245,119 smál. þar af 13 eimskip (23.282 smál) 32 mótorskip

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.