Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 17

Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 17
'VERSLUNARTÍÐINDI 59 En um leið og aflinn hefur aukist, hefur verið komið á stórfeidum urnbótum, bæði að því er kælingu og frystingu snertir, umbúnað og flutn- ing, en nýjar að'erðir til þess að koma ferskum fiski óskemmdum í hendur neytenda hefur mjög aukið eftirspurnina, auk þess sem stöðugt er unnið að þvi að finna upp nýjar aðferðir til að matbúa fisktegundir á sem fjölbreyttastan hátt. Breytingar þær sem leitt hafa til þess, að nýjum aðferðum er beitt við fiskveiðarnar, hafa leitt það af sjer, að allur fjöldi fiskiskipstjóranna eru nú tiltölulega ungir menn, þótt enn sjeu nokkrir gamlir sjóhrafn- ar af gamla skólanum, sem enn sigla sínum gömlu sætrjám til veiða. Og um sjómannalifið við strend- ur Nýja Englands, er sömu sögu að segja og við- ast hvar annarsstaðar, þar sem menn sækja sjó. Ægir gefur — og tekur. Tuttugu og þrjú fiskiskip fórust við strendur Nýja Englands 1929, en nítján í fyrra. (»Ægir«). Markaðsfrjettir. Samkvæmt skýrslu Fiskifjelagsins var fiskafli á öllu landinu 1. ág. 385.995 þur skpd., en var á sama tíma í fyrra 402.174 skpd. Birgðir voru taldar 1. ág. 317.892 þur skpd., en á sama tíma í fyrra 254.271 skpd. Verð á stórfiski undanfarið, hefir ver- ið um kr. 88 pr. skpd., en lítið hefir ver- ið selt. Hefir ástandið á Spáni ekki breyst til batnaðar, og pesetinn haldið áfram að falla. Eru horfurnar því nú all ískyggi- legar með fisksöluna. Eitthvað hefir selst af labra fyrir ca. kr. 60 pr. skpd. Síðustu skeyti frá Miðjarðarhafslönd- unum, dags. 30. júlí telja fiskbirgðir í Barcelona 12000 smál. og verðið þar fyr- ir 1. flokks fisk 104—110 pes. pr. 50 kg. Á sama tíma voru fiskbirgðir taldar þess- ar í Bilbao: 250 smál. af dönskum (fær.) fiski og 650 smál. af ísl. Verðið var þá 104 pes. pr. 50 kg. fyrir danskan og 101 pes. fyrir ísl. fisk. í Genúa er markaður talinn slæmur og verðið heldur niður á við. Eftirspurn lítil. Verðið var um mánaðarmótin júlí og ágúst 215 1. pr. 100 kg. fyrir ísl. labra- dor........, fyrir ísl. þvegin og pressað- an þorsk 185 1., fyrir ísl. smáan saltfisk 170 1. og fyrir stóran ísl saltfisk 185 1. Meðalalýsi 1. fl. hefir verið selt á 75 aura pr. kg. og aðrar tegundir hlutfalls- lega lægra, en salan var lítil. í ullina hefir ekkert boð komið ennþá. Yfir höfuð er fátt að segja um sölu á ísí. afurðum, þar sem saman hefir farið afar lágt verð og mjög lítil eftirspurn, og þar við bætist að ekki er útlit fyrir að neitt birti hjer upp 1 bráðina. Gengi erlends gjaldeyris. Reykjavlk •0/7 17/7 24/7 31/7 Pund sterling kr. 22.15 22.15 22.15 22.15 Danskar kr. (100) 121.94 121.94 121.94 121.94 Norskar kr. (100) 122.00 122.00 122.00 122.00 Sænskar kr. (100) 122.21 122.22 122.27 122.18 Dollar .... 4.55V2 4.57V2 4.57Y 1 4.56 V2 Franskir fr. (100) 17.97 18.11 18.05 18.02 Belga (100) 63.63 63.75 63.71 63.72 Svissn. fr. (100) 88.44 88.96 89.09 89.14 Lirur (1C0) 23.96 23.96 24.05 24.00 Pesetar (100) 43.90 43.90 42.37 41.46 Gyllini (100) 183.70 184.55 184.43 184.19 Mörk (100) 108.16 108.13 108.13 108.13 Tjeckosl. kr. (100) 13.54 13.54 13.58 13.57 Kaupmannahöfn 9h »6/7 23/7 30/7 Pund sterling kr. 18.16V2 I8.I6V2 ! 18.16V2 18.16V2 Norskar kr. (100) 100.05 100.05 100.05 100.05 Sænskar kr. (100) 100.22 100.23 100.27 100.16 Dollar .... 3.735/» 3.75 3/s 3.75 >/2 3.743/s Franskir fr. (100) 14.74 14.85 ' 14.80 14.78 Belga (100) 52.18 52.28 52.25 52.26 Svissn. fr. (100) 72.53 72.95 73.06 73.10 Lírur (100) 19.65 19.65 19.72 19.68 Pesetar (100) 36.00 36.00 34.75 34.00 Gyllini (100) 150.65 151.35 151.25 151.05 Mörk (100) 88.71 88.68 88.68 88.68 Tjeckosl. kr. (100) ’ 11.10 11.10 11.14 11.13

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.