Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 11

Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 11
VERSLUNARTÍÐINDx 53 af því salti, sem flutt er til íslands og Nor- egs fer í saltfiskinn, sem svo aftur er flutt- ur til Spánar. Hinn aukni kostnaður við saltið veldur máske ekki neinum tilfinnanlegum mismun á verði fiskjarins, en í heild sinni þá eru upphæðir þær, sem hjer um ræðir engan vegin litlar. Við ihugun þessa máls þá er ekki of hart að orði komist, þó sagt sje að fram- koma spænskra saltútflytjenda sje miður vingjarnleg, og hún er tilraun til að ábat- ast á erfiðleikum annara, að ekki sje nefnt að framkoma þeirra sje beint fjandsamleg hagsmunum þeirra eigin lands, — þótt í litlu sje. Þessu ber að mótmæla harðlega. Ef eigendur jafnt og neytendur ýmissa landa, sem hjer eiga hlut að máli mót- mæltu því að svona sje farið með þá og ef afstaða þeirra getur orðið til þess að minna flytjist út af salti frá Spáni, þá væri hægt að koma spænskum sendendum í skilning um að þeir tapa við að hundsa skoðanir þeirra, sem flytja og kaupa salt- ið af þeim. Rússneska steinolían. Þrátt fyrir það þótt rússneska ráðstjórn- in haff tekið rússnesku steinolíulindirnar í sínar hendur, hafa þó fyrri eigendur fengið þaðan drjúgan skilding. Þessir fyrri eigend- ur hafa í mörg ár barist fyrir rjetti sínum til þessara rússnesku oliulinda, og náðist að lokum samkomulag milli þeirra og ensk- amerisku steinolíuhringanna annars vegar og ráðstjórnarinnar hins vegar. Fyrir 10 árum liðnum, þegar menn bjugg- ust við að rússneska ráðstjórnarríkið myndi ekki eiga langan aldur, snjeri því Henry Deterding sjer til fyrverandi olíu- kónganna frá Kaukasus, sem höfðu leitað sjer hælis í París og bauð þeim 12 milj. sterlingspund fyrir olíusvæðin, sem þeir höfðu haft yfir að ráða. Átti þessi upphæð að greiðast þegar ráðstjórnin væri farin frá völdum. En fyrirframgreiðsla var þá ákveð- in 750 þús. sterlingspund og var því fje jafnað á milli rússnesku steinolíukónganna: voru á meðal þeirra þekkt nöfn frá keis- aratímanum, svo sem Mantascheir, Guk- assow og Terakopow, sem áttu um skeið ógrynni íjár. En þegar sú von fór að dofna að ráð- stjórninni yrði komið frá, var samningur- inn upphafinn á milli Deterdings og Rúss- anna, með því skilyrði að fyrirframgreiðsl- an væri þeirra eign. Þegar rússneska steinolían fór að koma á markaðinn varð hörð barátta um hana og vildu steinolíuhringarnir ekki viður- kenna hana og töldu hana stolna verslun- arvöru, og fór mikið fje í þessa baráttu, en að lokum fór svo að Royal, Dutch, Shell og Standard Oil komu sér saman um að viðurkenna hana, síðan hefur flutst mik- ið af rússneskri olíu til Englands, Þýska- lands, Ítalíu, Spánar og Frakklands, og er nú talið að ráðstjórnin fái nú 120—150 milj. gullrúbla á ári fyrir þennan útflutning. Nýlega var þess getið í franska þinginu, að til franska sjóliðsins færi á ári hverju rússnesk olía fyrir 500 milj. franka, og sparaðist við þau kaup 100 milj. frankar á ári. Alþjóðasamband kaukasiskra steinolíu- eigenda hefir gert margar tilraunir til þess að fá þessa vöru tildæmda sjer jafnskjótt og hún kom á markaðinn, þar sem hér vœri um þá rjettu eigendur að tala. Sýndi sambandið s vo mikla þrautseigju í þessu máli, að Deterding vann það til að eftir- láta því 5°/0 af söluverði olíunnar til þess að fá frið, og nemur sú upphæð ca. 26 milj. gullfr. á ári. Þetta eru miklar tekjur af eignum, sem

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.