Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 16
58 VERSLUNARTÍÐINDÍ
(221.837 smál.) Á sama tíma mínkaði hann
um 17 skip, sem báru 12,871 smál. Þar af
12 eimskip (15,152 smál.) og 5 mótorskip
(12,871 smál).
1. júlí 1931 var óhleypt af stokkunum í
Noregi 23 skipum, sem báru hjer umbil
23.700 smál.
Bannlögin í Bandaríkjunum.
Eftir því sem erlend blöð skýra frá, hefir
komið fram frumvarp þess efnis að afnema
bannlögin í Bandaríkjunum að nokkru leyti
og er þess getið, að 57 af 48 ríkjafulltrúum
Bandaríkjanna muni vera frumvarpinu fylgj-
andi. Á eftir því frumvarpi að Ieyfa tilbún-
ing á ljettu öli og þrúguvínum, en sterkir
drykkir og víninnflutningar bannaðir
eftir sem áður. Ekki á þessi tilslökun á
bannlögunum rót sína að rekja til hinna
venjulegu raka þeirra, sem andvígir eru
banni yfirleitt, heldur er hún nokkurskonar
neyðar ráðstöiun, til þess að ráða einhverja
bót á því atvinnuleysisástandi, sem nú
ríkir í stórum stíl jafnvel meira í Banda-
ríkjunum en víða annarsstaðar, þótt auð-
söfnun sje þar meiri. — Er svo talið, að ef
þetta frumvarp gengur í gegn, gæti nokk-
ur hundruð þúsund manna fengið atvinnu,
þar sem bæði öl- og víniðnaðurinn yrði
þá að byggjast alveg upp að nýju. Er þar
ekki aðeins að tala um áhöld og verkfæri,
heldur hafa einnig öl- og víngerðarhúsin
verið tekin til einhverrar annarar notkun-
ar. Við þetta bætist ennfremur, að til þessa
iðnaðar fer mikið af korni, en af því ligg-
ur nú mikið ónotað í kornforðabúrunum.
Fiskveiðar
á miðum Nýja Englands.
Oft er talað um það, að bestu fiskímið í heimi
sjeu í Norður höfum, einkanlega við strendur ís-
lands, við Lofoten, Newfoundland og víðar. En
ágætis fiskimið eru mjög víða um heim, ekki síst
á norðurhveli jarðar, þótt sennilega sjeu þau,
sem að framan eru nefnd, heimsins frægustu fiski-
mið. — Ein þeirra jijóða sem stundar fiskveiðar
af miklu kappi eru Bandarikjamenn, og eru það
einkanlega íbúarnir á ströndum Nýja Englands
(New England), sem þær stunda. En nyrstu
Atlantshafsríkin (t d. Massachusetts, Maine o. fl.),
sá hluti Bandaríkjanna, sem Englendingar fyrst
settust að í, voru upphaflega kölluð New Eng-
land, og helst það nafn á þessum hluta Banda-
ríkjanna enn þann dag í dag. Boston í Banda-
ríkjunum (Massachusetts) er fræg fyrir margt
annað en það, að vera mest menningarborg í
Bandaríkjunum (Cambridge þar sem Harvard-
háskólinn frægi er, er nú samvaxin Boston).
Boston er liklega enskust allra borga Bandaríkj-
anna, hvað mál, hugsunarhátt og alla menningu
snertir. En Boston er líka fræg fyrir annað. Hún
er t. d. miðstöð útgerðar Nýja Englands í Massa-
chusetts er líka lítill en frægur fiskibær Gloucester.
Þar hefur lengi verið litil íslensk nýlenda, og ís-
lendingar sem þar eru, stundað sjómennsku. Mun
eitthvað af íslensku fólki enn vera í Gloucester.
Og í Boston mun nú vera eitthvað íslenskra sjó-
manna, sem ráðist hafa þangað á botnvörpunga
á seinni árum.
Útgerðarmenn í Nýja Englandi eru stöðugt að
færa út kvíarnar. Þeir auka fiskiskipastól sinn
jafnt og þjett, og margir menn fá atvinnu í þess-
ari grein. í tíu stærstu fiskibæjum Nýja Englands
voru fyrir 10 árum síðan 650 fiskiskip, en nú tæp-
lega 800. Þannig jókst fiskiskipafloti Boston á
þessum áratug, úr 104 í 226, Newport, Rhode
Island, úr 77 í 89. New London, Connecticut úr
16 í 64. í Gloucester, Nantucket og Rockland,
Maine, jókst fiskiflotinn einnig, en á nokkrum
stöðum fækkaði skipum lítils háttar. í Massachusetts
hafa 10 þúsund manns atvinnu við útgerðina. Árið
1929 var afli Bostonskipanna 254.216.162 lbs., en
264.795.800 lbs. 1930. Makrílveiðin er ekki inni-
falin í framangreindum tölum. Hún nam 1929
42.540.295 lbs. en í fyrra 42.806.378 lbs. — 87 skip
stunduðu sverðfisksveiðar. — Verðmæti fisks, sem
á land kom i Boston árið sem leið var 10.868.671
dollar, en 10.730.403 í hitt eð fyrra.