Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 10

Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 10
52 VERSLUNARTÍÐINDI námsskeið gangi 10 menn, en taki svo við sem ljensleiðbeinendur 1932 og hafi þeir þá að launum af ríkisfje 20 þús kr. Að lokum leggur nefndin til, að stofnaður sje 100 þús. króna lánssjóður, til þess að styðja að alifuglarækt og ennfremur að veittar sjeu 15 þús. krónur til þess að glæða sölu á þessum vörum. Saltfarmar frá Spáni. Hleðslukostnaður eykst. Það er venja hjá þeim, sem versla með salt á spænskum höfnum, að koma sér saman um að gjalda fast verð fyrir smál. til þess að hafa upp í kostnaðinn við hleðsluna í höfn. Þetta gjald var þangað til nýlega 2,85 Pesetar per tonn i Santa Pola og V9 per tonn í Torrevilja. í báðum þessum höfnum hefur gjaldið aukist; í Santa Pola er það nú per tonn og í Torrevieja 2/6 per tonn, og er sama gjaldið komið á einnig í Ibiza, en í Cadiz hefur sama gjaldið verið í gildi um nokk- ur ár. Gjaldið þekur allan þann kostnað, sem fellur á í þeirri höfn, sem hlaðið er í þ. e. a. s. auk sjálfs hleðslukostnaðarins einnig allan flutningskostnað sjóleiðis, hafnargjöld, hafnsögumanns og festarkostnað, tollgjöld og útskipun. Vörusendendum þykir það betra að vita hvað skipin eigi að gjalda í staðinn fyrir að færa þeim ýmsan kostnað til skuldar. Þessi rök væru skynsamleg ef ekki kæmi til hjer sú staðreynd að hinn mismunandi kostnaður er ekki eins alvarlegur og vöru- sendendur vilja vera láta. Hin sanna skýr- ing er sú, eins og oss hefur verið bent á, að gjaldið er ætlað að þekja margt annað, svo sem þóknun til vörusendenda og með- alkostnað í biðpeningum, sem vörusend- andi greiðir skipum. Það er nokkuð óvenju- legt að láta öll skip taka þátt í biðdaga- kostnaði, sem kann að koma fyrir sum skip. Þó svo væri þá mætti halda að spánsk- ir saltsalar væru hvorki betri nje verri en farmsendendur í sumum greinum öðrum, sem einnig áætla lauslega það, sem fer fram úr raunverulegum kostnaði, og þess- vegna sje ekki rjettlátt að láta það koma eingöngu niður á spænskum sendendum. En það sem einkum er skaðlegt við þeirra aðferð, er að þeir hafa að ástæðu- lausu aukið gjöldin á sama tíma og þeirra eigið land á við örðugleika að stríða á lækkandi gengi, og þegar verslun jafnt og siglingar yfirleitt eru að berjast við alvar- lega kreppu. Vjer getum ekki fallist á t. d., að aukinn kostnaður rjettlæti hækkunina frá Vs—2k í Torrevieja. Sendendur halda því fram að laun og kostnaður við hleðslu jafnframt yfirvinnu hafa aukist um 30°/0 og að ný hafnargjöld hafi verið lögð á. Síðari kostn- aðurinn er að vísu 10 sentimos per tonn, en launahækkun manna og yfirvinna er goldin í pesetum og jafnast gengislækkunin á við það sem því munar. Sendendur hafa verið beðnir um að sanna þá staðhæfingu að 2/6 per tonn í Torrevieja sje hæfilegt gjald, og að hinn raunverulegi kostnaður sje stundum meiri stundum minni. Þeir gátu hæglega gjört það með því að gefa upp nægilega mörg tilfelli þar sem kostnaðurinn hafi far- ið fram úr 2/e per. tonn, en þeir hafa ekk- ert gefið um það. Það er engin ástæða til þess að synja skipaeigendum um slíkar upplýsingar, með því að þeir, eins og allir aðrir sem hlut eiga að máli eiga heimtingu á að vita, hvað þeir eru að borga fyrir. Saltið, sem flutt er frá Spáni, fer mest- megnis til Svíþjóðar, Noregs, íslands, Stóra Bretlands og einnig nokkuð til Þýskalands, og þarf að keppa við salt frá öðrum lönd- um, sem flytja út þessa vöru. Mjög mikið

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.