Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 5

Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 5
VERSLUNARTÍÐINDÍ sí^andi erfiðleikum, verður jafnvægið þó stinunnið, eins og komið er. Er því bestu og vitrustu mönnum þjóðai'innar skylt að leggja sjerstaklega fram krafta sína og hyggjuvit til þess að finna ráð til að ljetta landslýðnum átakið. Hljóta allir þar fyrst og fremst að hvarfla augum og huga til Alþingis, sem nú situr, og ríkisstjórnarinnar. Mörgum hefir þótt óviturlega og gá- lauslega vera um fjárfar ríkisins und- anfarandi ár og hafa þeir víst nokkuð til síns máls. Og engum dylst að all-óvæn- lega horfir um fjárhagsafkomu ríkisins, einmitt nú, þegar mest á ríður um styrka hönd til þess að styðja atvinnuvegi lands- manna yfir kviksyndi kreppunnar. En eigi skal sakast um það, sem orðið er, heldur treysta því, að þeir nýju kraftar, sem Alþingi hefir öðlast og ríkisstjórnin mun öðlast, finni úrræði til fjáröflunar til óhjákvæmilegra þarfa og nauðsyn- legra framkvæmda ríkisins, önnur en þau, sem hingað til hafa venjulegast ver- ið að mergsjúga atvinnuvegi og einstak- linga þjóðfjelagsins með gamalli og nýrri skattaskrúfu. Það, sem enn er kunnugt um ráðstafanir núverandi stjórnar í þessu efni, spáir að ví'su engu góðu um ljetti núverandi skattabyrðar, en væntan- lega vinna nýju kraftarnir, er þeir koma til, bug á eldra sleyfarlagi, ef um slíkt kann að hafa verið að ræða. Bómullariðnaður Englendinga. Hagfræðisskýrslur um utanríkisversl- un Stóra-Bretlands fyrra missiri þessa árs eru nýútkomnar, og var ekki búist við neinni sjerstaklega góðri útkomu á þessum krepputímum, sem nú ráða í heiminum. Harðast hefir kreppan kom- ið niður á atvinnuvegum heimsins og þá 47 sjerstaklega á enska bómullariðnaðin- um, sem mestmegnis hefir þrifist af út- lenda markaðinum. Bómullarútflutning- urinn nam hjer um bil 28 milj. £ fyrra missiri þessa árs og hefir honum hrr.k- að um 23% milj. £ samanborið við fyrra missirið í fyrra. Að vísu er aðstaðan ekki eins slæm og i fljótu bragði sýnist, ef athugað er, hve allar vörur hafa lælck- að í verði, en líti menn á, hvað útíiutt er af álnavöru, er útkoman alt annað en glæsileg. Sannleikurinn er sá, að fyrstu 6 mánuði ársins 1931 voru fluttir út 848 milj. kvaðrat-yards af öllum tegundum af álnavöru, en 1930 voru fluttir út 1487 miljónir. Það er þess vert að athuga, hvernig þessi lækkun verkar á gildi bómullar- hlutanna. Enska vikuritið „Investors Chronicle and Money Market Review“ hefur safnað ýmsum drögum, sem sýna hversu slæmt árferði tvö síðustu ár- in í bómullariðnaðinum, og vonin um að úr mundi rætast undanfarnar vikur, hafa verkað á hlutfjármarkaðinn. — Samfara þessari von er það mikilvægt atriði, að vísitala heildsöiuverðsins hækkaði, í fyrsta skifti í marga mánuði, í lok júní- mánaðar. Ofannefnt vikurit hefur unn- ið yfirlit úr 176 verðbrjefum, sem ná bæði yfir iðnaðarhlutabrjef og góð skuldabrjef og metið markaðsgildi þeirra í lok desember 1923 á 100 points. Sam- kvæmt þessum útreikningi var gildi vefnaðarhlutabrjefa (mestmegnis bóm- ullarhlutabrjef, (en silki er ekki talið með), 100 í lok 1923. í árslok 1924 var það 124, 1925 122, 1926 102, 1927 aft- ur 100, 1928 87, 1929 41 og sömuleið- is 41 árið 1930. Eftir síðustu töluna, nfl. í desember 1930, var maímánaðartalan 28 lægst, en í lok júní var hún komin upp í 33. Þessi lækkun stafar, að líkindum að

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.