Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 4

Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 4
46 VERSLUNARTÍÐINDI um þó því láni að fagna, að trauðla verð- ur talið að yfir oss vofi hætta á raun- verulegu hallæri og hungursneyð eins og á sjer stað með ýmsum öðrum þjóðum. Gæði lands vors til sjávar og sveitar eru svo mörg og mikilvæg, að vjer getum jafnan satt hungur vort, ef sæmileg fyr- irsjá og dugur er til. En einhæft og lítt við unandi mun núlifandi kynslóð þykja að neyta einvörðungu kjöts, fiskjar, jarð- arávaxtar og mjólkur, og telja fullkomið hallæri og neyð, áður allt annað hyrfi, sem nú er talið og með nokkurum sanni má telja lífsnauðsynjar. Og eins og hög- um vorum nú er háttað, mundi um skeið eigi að vænta mikillar menningarlegrar þróunar vorrar, ef til slíks þyrfti að taka. Siðmenning vor mun trauðla svo djúp- sett enn, að munnur og magi eigi um sinn rjeði yfir andanum og knýðu hann meira til matfangaverka en menningarstarfs. Fyrir því er skylda hvers og eins, sem íslendingur vill heita, hvers í sínu lagi og allra í senn, að leggja allan hug og krafta í það að vinna bug á þeim örð- ugleikum, sem að steðja og ógna með því að hefta árás vora á efnalegri og menningarlegri þróunarbraut vorri, og spara þar ekkert til. — Útlendingar, sem hjer koma, töldu löngum svo, að eitt hið furðulegasta og íríðasta þjóðareinkenni vort væri það, að stjettaskifting væri hjer engin, sem í öðrum löndum var títt. Mætti svo að orði kveða, að hjer væri konungurinn og kot- ungurinn jafnokar, og væri slíkt vottur þess, að þrátt fyrir alt og alt væru hjer frjálsir menn í frjálsu landi. Það var og svo, að þrátt fyrir ólík lífskjör og að- stæður voru öllum jafn opnar leiðir til menningar og dáða svo sem dugur, greind og drengskapur unnust til. Að vísu er þetta að mestu svo enn, að minsta kosti á ytra borði. En á hinn bóginn er eigi í grafgötur um það að fara, að á síð- ustu áratugum hafa óheillavættir ís- lensks þjóðernis gerst til þess að tæla landslýðinn til sundrungar og mannspill- ingar með því að lokka hann til sjer- greiningar eftir atvinnuháttum, bygðar- lögum og jafnvel lífsskoðunum og efna- hag, og etja síðan hópunum saman til að vinna hver öðrum tjón. Er svo komið, að bólað hefir á þeirri trú, að rjettmætt væri að neyta hverskonar tækja og tii- þrifa, sem handbær væru, til þess að yf- irbuga þá, sem eigi vilja fylla hóp þeirra eða hinna, sem á einn eða annan hátt eru sjergreindir fyrir sig. Það er gamalt sannmæli að hvert það ríki tortímist, sem er sjálfu sjer sundurþykt, enda þarf enga djúpsæi til að skynja þau sannindi. Og á tímum slíkum, sem nú eru yfir oss, er hætta í meira lagi á, að hneigðir til og togstreita um sjerskoðanir og sjerhags- muni kunni að leiða til algerar glötunar á sjálfstæði og tilveru ríkisins. Það er því orð í tíma talað að eggja hvern og einn, sem íslendingur vill vera, lögeggjan til þess um sinn að fella niður allan ríg og óvild vegna sjerskoðana og sjerhneigða, en rjetta þeim, sem næstur er hendina til friðsamrar og eindreginnar samvinnu um að afstýra og ljetta þeim örðugleik- um, sem að vífa og á eru skollnir með hverjum þeim ráðum, sem tiltækileg eru. Reynsla liðinna ára þúsunda hefir kent það, að friður, eindrægni og sjálfsafneit- un eru þau vopn, sem alla örðugleika bíta. Viljum vjer íslendingar vera, ber oss nú fremur en nokkru sinni að leggjast á eitt um þetta og mun þá úr rætast, þó óvænlega horfi. Þótt sameiginlegt átak allra landsbúa um sjálfsafneitun, sparneytni og gagn- kvæma hjálpfýsi sje óbrigðult ráð til þ essað vinna bug á yfirstandandi og að-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.