Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 13

Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 13
VERSLUNARTÍÐINDI 55 og einstök, sem hafa gefið tiltölulega mikinn ágóða, hafa getað það eingöngu vegna þess, að þau hafa átt varasjóð eða mikið burðarmagn í hlutfalli við hlutafjeð. Þó að nú tekjur af siglingum hafi þannig lækkað að miklum mun, er því miður, ekki hægt að segja það sama um gjöldin, sem yfirleitt hafa haldist óbreytt, og þess vegna er mun meiri pro- sentvis af þeirri brúttófragt sem inn hef- ir komið, heldur en 1929. Skipasmíði í heiminum er einnig minst á í skýrslunni, og tekið fram, að 1930 er meira smíðað af mótorskipum en eim- skipum. Árið 1927 voru nýsmíðuð mótor- skip 31.7 pct., sem jókst upp í 43.8 1928, 45,5 1929 og 54,8 1930. Smíði skipa, sem kynda olíu, hefir samt einnig aukist, með því' að 1930 voru sett á flot 552.000 ton á móts við 410.000 on 1929. Þegar litið er á Danmörku, þá voru smíðuð skip þar sem námu 137.230 B. R. T. 1930 á móts við 111.46 1929, og það er þess vert að taka það fram, að aðeins 5 lönd smíðuðu fleiri, nefnilega Stóra- Bretland, U. S. A., Þýskaland, Holland og Japan. Flest voru það mótorskip, sem smíðuð voru í Danmörku, nefnilega 120.262 B. R. T. og þar af voru 67.017 B. R. T. smíðuð handa Noregi. Blaðið „Fair play“ segir, að skip af nánar tiltekinni stærð og útbúnaði kosti í árslok 1930 ca. 49.000 £ en í byrj- un ársins kostaði það 58.000 £, og áður en verðfallið kom 1929 kostaði það 62.000 £. — Samt sem áður hafa skipa- smíðastöðvar bæði í Danmörku og út- löndum fengið sárafáar pantanir á nýj- um skipum þetta ár. Finanstidende. Pólland. Blaðið „Svensk Export“ birtir nýlega grein um verslunarviðskifti í Póllandi og hefir eftir pólsku blaði: „I Póllandi borgar einungis sá, sem vill borga“, er yfirskriftin á greininni, sem fjallar um það, að sýna fram á, að koma þurfi á gagngerðri lögvernd fyrir skuld- ai’eigendur, ef Pólland ætli nokkurntíma að gjöra sjer vonir um, að fá fje utanað. Rjettarfarið pólska er hörmulegt. Dóm- gæslan í einka- og verslunarmálum er næstum því aðeins nafnið eitt. Kröfur er ekki hægt að innheimta lengur laga- veginn. Vilji skuldari ekki borga, þá er ekki hægt að þvinga hann til þess á venjulegan hátt. — Þegar málið kem- ur fyrir dómstólana verða menn að bíða í marga mánuði eftir því að málið verði tekið fyrir; skuldari hreyfir þá ástæðu- lausum mótbárum, sem rannsaka þarf áður en málið er tekið fyrir að nýju — máske 10 eða fleiri mánuði. Því næst er áfrýjað, sem í besta falli er á enda kljáð eftir eitt ár og loksins kemur fjárnámið. En nú steðja ný og ótrúleg vandræði að. Kröfuhafi sjer alla fyrirhöfn sína orðna að engu, með því að skuldari sret- ur komið í veg fyrir að dóminum verði fullnægt. Smámsaman hefir skapast ný tegund málflutningsmanna, sem hafa lag á því að fá allar fjárnámsgjörðir ónýttar. Einkum er þetta illt viðureignar í Kongress — Póllandi, sem áður var. Hjer um bil 95% af fjárnámsgerðunum lýkur með því, að fógetinn lýsir því yfir, að ekkert geti orðið af uppboðinu vegna bess að kaupendur vanti. Þar með er þessum langa og dýra málflutningi lok- ið. Sækjandinn verður að gefast upp við, að fá sitt fje, og þetta hefir orðið til þess

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.