Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 12

Verslunartíðindi - 01.06.1931, Blaðsíða 12
54 VERSLUNARTÍÐINDI hafa verið gerðar upptækar, og er þetta farið að Ieiða til allmikils fjárgróðabralls. Hefir sjerstakur steinolíubörs verið mynd- aður í París, og eru þar mikil viðskifti með meira og minna vafasamar stenolíulindir í Rússlandi og eignarrjett á þeim. Eru það Englendingar, Amríkanar og jafnvel ind- verskir furstar, sem bjóða í þessi verð- brjef. Er fyrirsjáanlegt að það verður all flókið að skifta þessum miljónum á milli allra þessara eigenda. Siglingar Dana. Skýrsla er nú komin út um siglingar Dana 1930. Við flotann hefir bætst það ár 58 skip, 66,394 b.r.t., og er hann þá nú sam- tals 1997 skip, 1,157,479 b.r.t. Á síðustu árum hefir tala mótorskipa farið vax- andi, gufuskip staðið nálega í stað, en seglskipum hefir mikið fækkað. Af eft- irfarandi yfirliti má sjá, hverjum breyt- ingum flotinn hefir tekið á síðustu ár- um: — Gufuskip pct. tala b.r.t. 1. jan. 1927 29.4 21.2 1. — 1928 29.0 68.9 1. — 1929 28.4 65.0 1. — 1930 27.9 64.4 1. — 1931 27.3 60.9 Nótorskip Seglskip tala b.r.t. tala b.r.t. 51.4 24.1 19.2 4.7 53.9 26.9 17.1 4.2 56.8 31.2 14.8 3.8 59.8 32.5 12.3 3.1 63.8 36.9 8.8 2.2 Samanborið við önnur lönd hafa Dan- ir tiltölulega mörg mótorskip, og eins er þorri skipanna tiltölulega nýr, því að í fyrra voru 23,8 pc. af skipastólnum undir 6 ára gamall við lok ársins, en skipastóll heimsins 16,5 pc.t. Með því að árið 1929 var mjög hag- stætt fyrir skipaeigendur, tóku þeir að Útvega sjer fleiri skip, og er það ein or- sökin til þess, að burðarmagnið jókst mjög árið 1930, þótt það á hinn bóginn komist hvergi nærri til jafns við aukn- inguna í Noregi og Svíþjóð, en hún var þar 87000 og 457.000 B. R. T. En vonir þær, sem menn höfðu gjört sjer um að fragtin hjeldi áfram svo að svaraði vöxtum, brugðust algjörlega. — Það er enginn minsti vafi á því, að þeg- ar minst verður á árið 1930 í sögu sigl- inganna, þá er það al-erfiðasta og flókn- asta árið sem komið hefir í manna minn- um. — Orsakirnar eru margar og mikil- vægar. En líti menn nánar á þá einstöku markaði, og athugi gaumgæfilega hvað gjörðist árið 1930, þá munu þeir furða sig á, að það skyldi þó ekki verða enn- þá verri afkoma — að minsta kosti þeg- ur um er rætt, hve mörgum skipum var lagt upp. í byrjun febrúar var lagt upp 27.445 tons. d. w., sem jókst smám saman, en þó í sveiflum, fram í september, að kom- ið var upp í 175.254 tons d. w., og við iok ársins voru það 150.824 tons. d. w.; en, því miður, hefir síðan verið lagt upp ennþá fleiri skipum, og á árinu sem nú er að líða, hafa bætst svo mörg við, að mönnum stendur stuggur af. Burðarmagn Hlutafje Hlutaágóði ágóði pr. b.r.t. B.R.T. 1000 kr. 1000 kr. kr. 11.4 1929 495.006 73.598 5.664 1930 515.576 72.611 3.383 6.6 Til þess að fá heildartöluyfirlit yfir rekstursárangur ársins hafa eimskipa- fjelögin gert neðantaldan samanburð á árságóða 13 stærstu og þýðingarmestu eimskipafjelaganna árin 1929 og 1930. Af þessu má sjá, að ágóðinn 1930 hefir, bæði í hlutfalli við hlutafjeð og burðarmagn, minkað um ca. helming á móts við það sem hann var 1929. Mörg fjelög hafa yfirleitt engan ágóða gefið,

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.