Verslunartíðindi - 01.08.1935, Page 9

Verslunartíðindi - 01.08.1935, Page 9
'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiMiiiiiiin; VERSLUNARTIÐINDI MÁNAÐARRIT. GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRÁÐI ÍSLANDS Verslunartíðindi koma ut einu sinni i mánuði, venjul. 12 blaðsíður. Árgangurinn kostar kr. 4.50. — Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Verslunarráðs íslands, Eimskipafjelagshúsinu. Talsími 3691. Pósthólf 514. — Prentstaður: ísafoldarprentsmiðja h.f. Illlllllllllllllillllllllllllllllllllllillllllllillllllillllllllllllllllllllllllllllllllllll 18. ár Ágúst-September 1935 8-9. tbl. LANDSBANKINN «50 ÁRA, Með sjerstöku hefti Verslunartíðindannci, vill Verslunarráð íslands minnast svo merkilegs viðburðar í viðskiftasögu landsins sem 50 ára afmælis Landsbanka íslands. Hefti þetta er svo úr garði gert, að ýmsir málsmetandi menn frá hinum einstöku atvinnustjettum, lýsa afskiftum Landsbankans hver af sinni stjett, og þýðingu þeirri, er hann hefir haft fyrir þróun stjettarinnar og gengi. Á þennan hátt kemur best í Ijós, hver lyftistöng Landsbankinn hefir verið fyrir viðskiftalíf þjóðarinnar, og hverja fyrirgreiðslu hann hefir veitt hinum einstöku at- vinnustjettum í starfi þeirra. Verslunarstjettinni er öðrum fremur skylt að minnast hálfrar aldar afmælis Landsbankans. Að vísu hafa fyr og síðar heyrst raddir um, að bankinn hafi ekki greitt svo úr fjárþörf verslunarinnar, sjerstaklega utanríkisverslunarinnar, sein æskilegt hefði verið. En þótt raddir þessar hafi við rök að styðjast, má ekki gleyma því, að efling annara atvinnugreina landsmanna kemur auðvitað verslunarstjett- inni að notum, þótt óbeint sje. Hins ber þá og að minnast, að fjármagn það, sem einstakir kaupsýslumenn hafa veitt til landsins, fyrir tilstilli þess lánstrausts, sem þeim hefir tekist að afla sjer erlendis, hefir orðið Landsbankanum drjúgur Ijettir um eflingu hinna annara atvinnugreina. Hvort sem menn leggja meiri eða minni áherslu á mikilvægi þessara atriða, þá er óhætt að fullyrða, að verslunarstjettin viðurkennir nú öll hina ómetanlegu þýð- ingu, sem bankinn hefir haft fyrir viðskiftin í landinu. Þarf í því sambandi ekki annað en að minna á, að það tvent sem mesta þýðingu hefir fyrir alian verslunar- rekstur hjer á landi, er órjúfanlega tengt við stofnun Landsbankans. Hið fyrra er sú staðreynd að með stofnun Landsbankans voru sköpuð skilyrði til að koma á peningaviðskiftum í landinu, og hið síðara stofnun íslenska gengisins. Blandast engum hugur um, hve mikilvægt þetta er fyrir öll viðskifti þjóðarinnar. Jeg vil að endingu bera fram þá ósk fyrir hönd Verslunarráðs Islands, að Lands- bankinn megi eflast og dafna á komandi árum, og að honum megi takast að skapa heilbrigt og þróttmikið athafnalíf með hag alþjóðar fyrir augum. HALLGRÍMUR BENEDIKTSSON. .siiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniil

x

Verslunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.