Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 10
86
VERSLUN ARTlÐINDI
Drættir úr sögu Landsbankans.
Eftir dr. Magnús Jónsson.
Svo hefir verið talið, og er letrað á hús
Landsbankans í Reykjavík, að hann sje
til orðinn 1885, og er þá miðað við kon-
ungsstaðfestingu fyrstu Landsbankalag-
anna, nr. 14, 18. sept. 1885. En til starfa
embættinu. Gæslustjórar, kosnir sinn af
hvorri deild þingsins, voru þeir Jón Pjet-
ursson og Eiríkur Briem. Tveir voru
starfsmennirnir, Sighvatur Bjarnason,
bókari, og Halldór Jónsson, fjehirðir. End-
tók hann, var fyrst opnaður 1. júlí 1886,
og fór ekki meira fyrir þeim viðburði en
það, að hans var lítið eða alls ekki getið
í blöðum. Ekki var heldur geyst úr garði
riðið, því að bankinn var í upphafi ekki
opinn nema tvo daga í viku, á þriðjudög-
um og föstudögum, tvo tíma hvora dag.
Lárus Sveinbjörnsson var bankasr.jóri og
hafði það að aukastarfi með yfirdómara-
urskoðandi var Jón Jensson. Bankinn átti
heima í steinhúsi, sem þá var nýreist, og
nú er Herbertsprent. Hét gatan áður Bak-
arastígur, en skifti nú um nafn og heitir
síðan Bankastræti.
Eins og nærri má geta, fæddist ekki
svona merkilegt barn án viðeigandi fæð-
ingarhríða. Hafði árum saman verið um
málið skrifað og talað, rifist og ráðslagað,