Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 14
90
VERSLUNARTÍÐINDI
Bankastjórar Landsbanka Islands.
Hjer á eftir er getið helstu æfiatriða þeirra, sem hafa gegnt banka-
stjórastöðu við Landsbanka íslands í þau 50 ár, sem liðin eru frá
stofnun hans. Eru þeir 7 alls, sem hafa fengið veitingu fyrir þessari
stöðu, en auk þess eru þrír, Benedikt Sveinsson, Oddur Gíslason og Jón
Gunnarsson, sem voru settir bankastjórar nokkurn tíma.
Rúmsins vegna verður þetta aðeins örlítið ágrip, og því stiklað á
því helsta, þó vitanlega væri margs fleira að minnast, þar sem segja
má, að allir bankastjórarnir sjeu þjóðþektir menn, sem hafa int marg-
vísleg störf af höndum.
Lárus E. Sveinbjörnsson, 1886—1893.
Fyrsti bankastjóri Landsbankans var Lárus E.
Sveinbjörnsson. Hann er fæddur 31. ágúst 1834; út-
skrifaður úr Reykjavíkurskóla 1855; las lög við há-
skólann í Kaupmannahöfn og lauk prófi 1863. Árið
1866 var hann settur sýslumaður í Árnessýslu, en
veitt Þingeyjarsýsla 1867. Árið 1874 varð hann bæj-
arfógeti í Reykjavík og samhliða sýslumaður í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. Landsyfirrjettardómari varð
hann 1878 og háyfirdómari 1889.
Lárus E. Sveinbjörnsson sat á alþingi sem konung-
kjörinn frá 1885—1897, og er Landsbankinn tók til
starfa 1886 varð hann bankastjóri og gegndi því
starfi til 1893. Hann andaðist í Reykjavík 7. jan. 1910.
Tryggvi Gunnarsson, 1893—1909.
Er fæddur 18. október 1835. Hann stundaði landbún-
aðarnám í Noregi og gerðist eftir það bóndi í Suður-Þing-
eyjarsýslu í nokkur ár. Þegar Gránufjelagið var stofnað
1870 var hann fenginn til þess að taka að sjer stjórn þess
fjelags, og gegndi hann því starfi í rúm 20 ár. Árið 1893
ljet hann af verslunarstjórastarfinu, er honum var veitt
bankastjórastaðan við Landsbankann, er hann hafði á
hendi í 16 ár eða til 1909.
Tryggvi Gunnarsson var alþingismaður í mörg ár; var
fyrst kosinn á þing 1869 og sat samtals á 15 þingum. Af
mannvirkjum, sem hann hafði umsjón með, má telja brýrn-
ar á Skjálfandafljóti og Ölfusá, sú fyrnefnda bygð árið
1884, hin síðari 1891. Tryggvi Gunnarsson ljest árið 1917.