Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 15

Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 15
VERSLUNARTTÐINDI 91 Björn Kristjánsson, 1910—1918. Er fæddur 26. febrúar 1858 í Hreiðurborg í Fióa; ólst upp hjá foreldrum sínum til 6 ára aldurs, en fluttist síð- an til Eyrarbakka og var þar þangað til hann var 14 ára; 17 ára gamall fór hann til Reykjavíkur og nam þar skó- smíðaiðn. Við þá iðn undi hann þó ekki lengi, því árið 1878 sigldi hann til Kaupmannahafnar til þess að nema söngfræði, og var, eftir að hann kom heim, 1—2 ár, söng- kennari og organleikari við kirkjuna á Akureyri, en fór svo aftur til Kaupmannahafnar 1882 til frekara náms í hljóðfæralist. — Árið 1883 settist hann að í Reykjavík, og var fyrstu árin verslunarmaður þar, en setti sjálfur upp verslun 1888, sem ennþá er rekin undir sama firmanafni. Björn Kristjánsson var þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu frá aldamótum og þar til fyrir fáum árum, að hann gaf ekki lengur kost á sjer til þingsetu. Honum var veitt bankastjórastaðan við Landsbanka Islands árið 1910 og gegndi hann því starfi til 1918; var settur fjármálaráðherra 4. janúar 1917, en fjekk lausn frá því em- bætti eftir beiðni 30. ágúst s. á. Björn Kristjánsson er mjög fjölhæfur maður. Auk aðalstarfans og þjóðmálastarf- seminnar hefir hann haft mikinn áhuga fyrir hljómlist og efnafræði og unnið tals- vert á báðum þessum sviðum. Björn Sigurðsson, 1910—1914. Er fæddur 29. október 1856. Hann byrjaði ung- ur á verslunarstörfum og vann að þeim á ýmsum stöðum sem verslunarþjónn, þar til hann byrjaði að versla fyrir sjálfan sig, tæplega þrítugur að aldri. Skömmu eftir aldamótin stofnaði hann um- boðs- og heildsölu í Kaupmannahöfn, og rak hana til ársins 1910, er hann var skipaður bankastjóri Landsbankans. Árið 1916 fór hann til London og dvaldi þar í 4 ár sem erindreki ríkisstjórnarinnar. Þegar hann kom heim aftur, gegndi hann aðeins örstutta stund bankastjórastöðunni, en sagði henni því næst lausri, og var eftir það nokkra mánuði skrifstofustjóri hjá Verslunarráði Islands. Snemma á árinu 1922 fór hann til Kaupmanna- hafnar og dvaldi þar þangað til sumarið 1925, að hann kom heim aftur. Björn Sigurðsson Ijest í janúar 1930.

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.