Verslunartíðindi - 01.08.1935, Síða 20

Verslunartíðindi - 01.08.1935, Síða 20
96 VERSLUNARTÍÐINDI inn um nokkurt skeið í skugga hins nýja, fjársterkara banka, sem dró til sín við- skifti hinnar upprennandi framleiðslu og verslunar. Erlendu verslunarfyrirtækin hjer á landi týndu smátt og smátt töl- unni og komust í hendur íslendingum, og mun Landsbankinn hafa átt drjúgan þátt í að svo varð. Á styrjaldarárunum gekk hjer alt úr skorðum eins og víðast annars staðar, og á þessum árum varð mikil breyting á verslun landsmanna. Verðgildi raskaðist og viðskiftaveltan margfaldaðist. I fjár- mála- og viðskiftalífinu íslenska slógu tvö hjörtu, nokkuð sitt með hvorum hætti, Landsbankinn og íslandsbanki. Hinn fyr- nefndi hafði enn það stofnfje aðeins, sem honum var lagt til um aldamótin, 750 þús. kr., en stórum aukið sparisjóðsfje. Hann starfaði rólega og hjelt sjer að miklu leyti frá þeirri þenslu lánsviðskifta, sem ófrið- arárin komu hvarvetna af stað. Þess vegna komst hann heill að mestu úr því fjárhags- hruni, sem kom eftir ófriðinn og lagði marga stórbanka í rústir. íslandsbanki, sem meiri hafði fjárráðin, haföi örar veitt fé til framleiðslu, framkvæmda og verslunar fram yfir ófriðarlokin. Hrunið varð honum þungbært og hann rétti ekki við eftir það. En upp úr ösku þessara umbrotaára reis Landsbankinn sterkari en áður og má segja að 1924 hafi hann fyrst tekið við hlutverki sínu sem þjóðbanki landsins, þegar seðla- útgáfurjettur hans var aukinn. En til hlýt- ar var frá þeim breytingum gengið, þegar bankanum var fenginn einkarjettur t.il seðlaútgáfu 1928. Þegar heimskreppan skall á 1930, var bankinn því kominn á þann grundvöll, sem aðalpeningastofnun landsins hæfði, og er furða hvað sú þróun hefir verið seinfara. Þó er ekki víst, að til meiri gæfu hefði orðið, ef fyr hefði verið. Efnaleg þróun er venjulega því aðeins var- anleg, að þjóðinni veitist hún í sveita síns andlitis, en fái hana ekki upp í hendurnar erfiðislaust í byltingum óvenjulegra tíma. Þegar kreppan skall á, var bankinn því að ýmsu leyti undir það búinn, að sinna því erfiða hlutverki, sem kreppan hefir knúð í fang honum og þjóðinni yfirleitt. Þegar litið er yfir sögu bankans í stórum dráttum og þróun íslenskrar verslunar, er athyglisvert, hversu framför og vöxtur beggja hefir haldist í hendur. Ekki er það af því, að verslunin hafi frá öndverðu ver- ið sjerstakt óskabarn Landsbankans, held- ur af því, að þroskaskilyrði beggja eru að ýmsu leyti nátengd. Yöxt verslunarinnar frá stofnun bankans, má sýna ljósast með nokkrum tölum: 1885 vovu um 80—90 verslanir, þar af 50 erl. 1901 — — 300 — 48 — 1914 — — 500 — 43 — 1920 — — 700 — 36 — en 1933 voru verslanirnar alls um 1100, og þar af voru 4 eign útlendinga. Um það bil sem bankinn hafði að öllu leyti tekið að sjer forustu í peningamálum þjóðarinnar, var verslunarstéttin að enda hálfrar aldar baráttu um yfirráðin í verslunarmálunum við erlenda keppinauta. Það ber við eigi allsjaldan hjer nú á dög- um, að ráðist sje með níði og sleggjudóm- um að verslunarstjettinni og starfi hennar í þjóðfjelaginu. Er helst látið í veðri vaka, að hún eigi sjer engan tilverurjett í þessu landi gamallar og nýrrar verslunareinok- unar. Svo fávíslegt hjal er ekki svaravert. Þjóðinni ber að þakka þeim, hvort sem eru kaupmenn eða kaupfjelagsmenn, sem með dugnaði, framsýni, drengskap og trú- mensku hafa lagt sinn skerf til að lyfta því grettistaki, að gera verslunina innlenda og koma á fót verslunarháttum sem fulllcom- lega standa annara þjóða á sporði. I dag, þegar bankinn lítur yfir hálfrar aldar starf, getur verslunarstjettin íslenska líka horft yfir margra áratuga baráttu,

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.