Verslunartíðindi - 01.08.1935, Page 25

Verslunartíðindi - 01.08.1935, Page 25
VERSLUN ARTÍÐINDI 101 sveitafólkinu raunverulega og þá vitan- lega enn meira hlutfallslega, svo að ætla mætti, að landbúnaðurinn hefði gengið saman. Svo er þó ekki, eins og eftirfarandi tölur um búfjáreign og jarðarafurðir sýna. Búfjáreign: Ár Sauðfje Nautgripir Hross 1880 501200 21000 38000 1890 445900 20900 31300 1900 469500 23600 41700 1910 578600 26300 44800 1920 578800 23500 50600 1930 690000 30100 48900 1932 706500 30000 46300 Gleggra yfirlit yfir búfjáreignina, í hlut- falli við tölu þeirra manna, sem landbún- að stunda, gefa eftirfarandi tölur, er sýna búf járeign á mann árin 1910, 1920 og 1930: Ár Sauðfje Nautgripir Hross 1910 13,3 0,61 0,97 1920 14,2 0,58 1,25 1930 17,7 0,77 1,25 Jarðarafurðir: Ár Taða Úthey Kartöflur Rófur hestar hestar tn. tn. þús. þús. 1901—05 609 1252 18800 17060 1911—15 667 1423 24700 13800 1921—25 751 1307 24800 9520 1926—30 928 1291 38800 14400 19321) 1045 1090 44500 16500 Sje 5 ára meðaltölunum 1911—15, 1921 —25 og 1926—30 jafnað niður á tölu þeirra, sem taldir eru að stunda landbún- að árin 1910, 1920 og 1930, á sama hátt og búfjáreigninni, þá verður jarðargróði á mann þessi: 1) Hjer er hestburðurinn talinn 100 kg., en áður eftir hreppstjóra-skýrslum. Ár Taða Úthey Kartöflur Rófur hestar hestar tn. tn. 1910 15,4 32,8 0,57 0,32 1920 18,5 32,2 0,61 0,23 1930 23,8 33,1 1,00 0,37 Þessar niðurjöfnuðu tölur sýna það, að menn búa nú við stærri bústofn en áður og að töðu- og kartöfluframleiðslan hefir vax- ið allverulega í hlutfalli við fólksfjöldann í sveitunum. Við þetta er þó það að athuga, að töluvert af töðu og kartöflum er fram- leitt af kaupstaðabúum. Þó er enginn vafi á því, að afrakstur af erfiði manna við framleiðsluna í sveitum er nú meiri á mann en áður var, vegna fullkomnari vinnu- áhalda, betri vinnubragða og bættrar ræktunar o. fl. Einnig er meðferð bú- fjárins betri nú en áður var og gagnsemi mun meiri af kúm. Mestar eru þó framfar- irnar í jarðræktinni, vegna þeirra tiltölu- lega miklu jarðabóta, sem gerðar hafa ver- ið, einkanlega nú síðasta áratuginn, síðan jarðræktarlögin komu til sögunnar, enda nemur dagsverkatalan á þeim tíma rösk- lega 5 miljónum. Þá er á margan hátt ólíkt að litast um í sveitunum nú hjá því sem áður var, og skal hjer aðeins nefna samgöngur, póst, síma, útvarp, og miklum stakkaskiftum hafa húsakynni manna tekið, þótt þar sje enn mikið verk óunnið, og mörg heimilisþæg- indi eru nú ólíkt meiri en áður var, þar á meðal má nefna rafmagn á 300—400 sveitaheimilum. Samkvæmt fasteignamatinu, sem fór fram árin 1916—1918, var: Landverð jaría ................. kr. 20.400.000 Húsaverð í sveitum ............. — 11.718.000 Umbætur síðustu 10 ára ......... ■— 1.503.000 Samtals ...... kr. 32.621.000 En samkvæmt síðasta fasteignamati var:

x

Verslunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.