Verslunartíðindi - 01.08.1935, Page 28
104
VERSLUNARTÍÐINDI
var eini bankinn hjer og jafnan síðan, hefir
því jafnframt verið óbeinn stuðningur við
iðnaðarstarfsemi í landinu, og hann drjúg-
ur. Er vonandi, að bæði Landsbankanum,
sem seðlabanka og aðalbanka landsins, og
öðrum peningastofnunum, takist að halda
útgerðinni í því horfi, að iðnaður hennar
vegna aukist og eflist hröðum fetum í ná-
inni framtíð.
Loks virðist rjett að minnast þess, að
megnið af efnivörum til íslensks iðnaðar
er aðflutt frá útlöndum. Það er vitanlega
mjög mikilsvert atriði fyrir iðnaðinn, að
sú verslun gangi vel og greiðlega, hvort
sem hún er í höndum verslunarmanna eða
iðnaðarmanna sjálfra. Nokkuð af veltufje
verslunarinnar mun vera lánsfje frá
Landsbankanum og hefir hann því komið
mjög við sögu í þessum kafla um þróun ís-
lensks iðnaðar, eins og öðrum. Yfirleitt er
ekki hægt annað að segja, en að það hafi
gengið vel og greiðlega að fá efni, og íán
til þess að kaupa það til þess að vinna hjer
úr, þangað til innflutningshöft og gjald-
eyrisskömtun kom til greina. Þeir, sem þá
skömtun hafa haft með höndum, virðast
ekki hafa haft fullan skilning á því, að
efni til atvinnu í landinu eigi ekki að sitja
á hakanum, þegar úthlutað er gjaldeyri til
innkaupa og leyfum til innflutnings.
Það er vonandi, að hjer eftir þurfi það
ekki að koma fyrir, að atvinnuvegir
iandsmanna bíði hnekki við það, að ekki
fáist innflutt efni til þess að vinna úr,
vegna gjaldeyrisvöntunar.
Hlutverk Landsbankans til stuðnings at-
vinnuvegum landsins er mikið og göfugt,
og jeg vona og óska, að bankanum megi
auðnast að inna það af hendi í framtíðinni
eins vel og honum hefir tekist það á und-
anförnum 50 árum.
A víð og dreif um Landsbankann.
Starf Landsbankans og áhrif hans á
athafnalíf þjóðarinnar koma hvergi betur
í ljós en með því að athuga reikninga og
ársskýrslur bankans frá upphafi.
Með samanburði á hinum einstöku lið-
um reikninganna frá ári til árs, má lesa
um næstum látlausan vöxt og efling þess-
arar elstu peningastofnunar landsins.
En þar má einnig sjá annað og meira.
Þessi yfirlit tala einnig sínu máli um
hina stórfeldu byltingu, sem orðið hefir
í búskap og atvinnuháttum þjóðarinnar
síðustu 50 árin og bera vott um hin vold-
ugu átök, sem hjer hafa orðið á næst-
um öllum sviðum.
Það væri ofmælt, að Landsbankinn
hefði einn valdið þessari byltingu eða
borið uppi þær framfarir og kjarabætur,
sem unnist hafa. Hitt er sannmæli, að
Landsbankinn hefur átt sinn þátt í að
leysa athafnalíf þjóðarinnar úr læðingi
og greiða fyrir þessum framförum.
Kemur þetta glögt fram í greinum
þeim hjer að framan, þar sem lýst er við-
horfi hinna ýmsu atvinnustjetta til Lands-
bankans. En einnig í skýrslum og reikn-
ingum bankans má finna þessu stoð, eins
og fyr er getið. Starfsemi bankans, sem
þar er tölum skráð, talar svo ómyrku
máli um framfarir síðustu ára, að á betra
verður ekki kosið.
Verður hjer á eftir skýrt frá nokkrum
atriðum úr reikningum bankans og
skýrslum, og sýna þau þá jafnframt hina
margvíslegu þýðingu þessarar stofnunar
fyrir atvinnulíf þjóðarinnar.