Verslunartíðindi - 01.08.1935, Blaðsíða 30

Verslunartíðindi - 01.08.1935, Blaðsíða 30
106 VERSLUNARTÍÐINDI fyrstu þarf samt ekki að þýða það, að þeir hafi alls ekki verið trygðir. Fer fjarri, að svo hafi verið. Má því til sönnunar í fyrsta lagi benda á það, að enda þótt atvinnulíf landsmanna hafi þá verið fáþætt og óbrot- ið, þá var fyllilega rjettmætt að ætla, að eðlilegri gjaldmiðilsþörf viðskiftanna væri ekki ofboðið með hálfrar miljón króna seðlaumferð. I öðru lagi mæla stofnlög Landsbankans svo fyrir, að seðlarnir eigi að vera gjaldgengir með fullu ákvæðisverði í landssjóð og alla opinbera sjóði. Verð- ur einmitt þetta ákvæði að teljast hin mik- ilvægasta trygging, sjerstaklega þegar þess er gætt, að seðlafúlgan, sem um var að ræða, var Iítið hærri en allar tekjur lands- sjóðs í þann tíma. Þegar þessi tilhögun á stofnun íslenska gengisins er höfð í huga, er það næsta vel skiljanlegt, að um hana hefir á sínum tíma staðið talsverður styr, og margir bor- ið kvíðboga fyrir, að hjer væri á sandi bygt, svo mikil sem trú manna var þá á gullgengi. Það kom samt snemma í ljós, að raunveruleg gjaldmiðilsþörf landsins sam- fara gætilegri fjármálastjórn rjeðu mestu um öryggi þessara mála. Landsmenn fengu og brátt fult traust á þessum seðlum, og varð þar á engin breyting, þótt útgáfa þeirra yrði aukin upp í 750 þús. krónur nokkrum árum síðar. Breytingar þær, sem orðið hafa á ákvæð- um þeim, sem á hverjum tíma hafa gilt um seðlaútgáfu Landsbankans, verða ekki raktar hjer. Hefir það verið gert á öðrum stað í blaðinu, svo og frá því skýrt, hvern- ig þeim málum er nú skipað. Hinsvegar er það ekki úr vegi að tilfæra hjer yfirlit yfir seðlaútgáfu beggja bankanna og Landsbankans sjerstaklega, frá þeim tíma, að Landsbankinn varð aftur aðalseðlabanki landsins. Yfirlit þetta er sýnt með eftirfarandi línuriti: Úr yfirliti þessu má lesa margþætta sögu. Segir hún ekki einungis frá vexti og eflingu Landsbankans sjálfs síðustu 50 ár- in, heldur einnig frá því, hvernig tekist hefir að greiða úr þeim vandamálum, sem bankanum var ætlað að leysa, sem sje að auka peningaviðskiftin í landinu og styðja að framförum atvinnuveganna. Ber hvoru- tveggja vott um mikla sigra, sem unnist hafa í lífsbaráttu þjóðarinnar. En línuritið hjer að ofan ber þess einn- ig órækan vott, hve starfsemi bankans á þessu sviði er nátengd æðaslögum og hin- um minstu hræringum alls viðskiftalífs í landinu. Það er engin tilviljun, að seðla- útgáfan tekur þær sveiflur, sem línuritið sýnir. Við nánari athugun kemur greini- lega í ljós, hvernig þær svo að segja end- urspegla gang viðskiftanna, og jafnvel segja til um eðli og háttu búskaparins í landinu. Hinar reglubundnu sveiflur seðla- umferðarinnar frá einum ársfjórðungnum til annars, ár hvert, sýnir sanna og ein- kennandi mynd af árstíðabúskap þjóðar- innar og segir til um þenslu og samdrátt viðskiftanna á hverjum tíma. En einnig hinar löngu bylgjur línuritsins hafa sína sögu að segja. Þær sýna vöxt og þróun at- vinnulífsins frá ári til árs. Meðal annars

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.