Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 32
108
VERSLUNARTÍÐINDI
fje. Mun sú aukning að einhverju leyti
standa í sambandi við breytingar þær, sem
þá voru gerðar á gildandi ákvæðum um
Landsbankann. Drógu þær mjög úr tiltrú
almennings til Islandsbanka, og misti hann
fyrir þá sök talsvert af sparifjárinnistæð-
um. Með stofnun Útvegsbanka Islands h.f.
breytist þetta og fær hann talsvert aftur
af því fje, er Islandsbanki misti á sínum
tíma. Um líkt leyti er Búnaðarbankinn
stofnaður og veldur það einnig einhverju
um lækkun sparifjárinnistæðna í Lands-
bankanum 1931.
Síðustu þrjú árin hefir þróunin verið
alveg eðlileg að sjá.
Víxillán Landsbankans.
Fátt sýnir betur breytta atvinnuhætti
þjóðarinnar og vinnubrögð í viðskiftum,
en einmitt ýms lánastarfsemi Landsbank-
ans. Af yfirliti yfir víxlaeign bankans á
ýmsum tímum, er t. d. ekki einungis hægt
að fylgjast með stuðningi hans til handa
atvinnuvegunum, eða einstökum greinum
þeirra, heldur má einnig ráða af þessu yf-
irliti einu, hverjum stakkaskiftum fram-
leiðsluhættir landsmanna og viðskiftavenj-
ur, hljóta að hafa tekið á þeim tíma, sem
um ræðir.
Víxlaeign bankans hefir verið sem hjer
segir (í lok hvers árs):
Ár Þús. kr. Ár Þús. kr.
1887 — 4 1916 — 5.102
1890 — 24 1918 — 11.761
1895 — 47 1920 — 17.557
1900 — 155 1922 — 23.330
1905 — 900 1925 — 26.243
1910 — 1.131 1928 — 27.855
1914 — 2.683 1929 — 25.739
Eftir og með árinu 1930 eru reikningar
hinna þriggja deilda bankans aðskildir. En
í árslok 1934 er víxlaeign sparisjóðsdeildar
bankans kr. 21.736 þús. kr., en víxlaeign
seðlabankans kr. 13.649 þús. kr.
Þetta yfirlit sýnir, að þegar Landsbank-
inn hóf starf sitt fyrir 50 árum, þá eru
víxillán svo að segja með öllu óþekt fyrir-
brigði hjer á landi. Það er að segja, sú
tegund lána, sem einn aðalatvinnuvegur
landsmanna, sjávarútvegurinn, styðst nú
hvað mest við, þekkist ekki, að heita má,
fyrir 50 árum. Þetta kemur ekki að óvör-
um. Á öðrum stað hjer í blaðinu er á það
bent, hvernig umhorfs var í útvegsmálum
þjóðarinnar, er Landsbankinn tók til
starfa. En ef þetta er haft í huga, getur
engum blandast hugur um, hve starfsemi
bankans hefir verið nátengd þeim framför-
um, sem orðið hafa á aðalatvinnuveg þjóð-
arinnar, og þeirri hugsun verður ekki var-
ist, að einmitt Landsbankinn hafi átt sinn
þátt í þeim.
Víxlaeign bankans á hinum ýmsu tím-
um ber að sjálfsögðu einnig vott um stuðn-
ing bankans við aðra atvinnuvegi. Þannig
er það t. d. alveg víst, að ekki hefði tekist
að draga verslunina úr höndum útlendinga
á svo skömmum tíma, ef Landsbankans
hefði ekki notið við. Gildir þetta engu að
síður, þótt lánfjárþörf verslunarinnar hafi
á ýmsum tímum verið meiri, en bankinn
gat fullnægt.
Hjer að framan hefir lauslega verið
drepið á ýms atriði í sambandi við 50 ára
starfsemi Landsbankans og þá þýðingu,
sem hann hefir haft fyrir alt atvinnulíf
þjóðarinnar. Enda þótt hjer hafi verið
stiklað á stóru, dylst engum, að Lands-
bankinn hefir á þessu tímabili verið sá afl-
gjafi, sem flestar efnalegar framfarir þjóð-
arinnar verða að einhverju leyti raktar til,
beint eða óbeint. Megi svo enn verða á
ókomnum árum.