Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.6. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Það virðist samt engin tilkynningarskylda eða brot á lögum ef hundurræðst á fólk eða önnur dýr,“ sögðu foreldrar fimm ára gamalsdrengs í viðtali í Morgunblaðinu í fyrradag. Drengurinn hefur frá því að hundur af Alaskan Malamute-kyni réðst á hann þurft að gangast undir þrjár aðgerðir, þrisvar verið svæfður. Hann mun líklega þurfa að fara í að minnsta kosti þrjár slíkar aðgerðir í viðbót og glímir við sálrænar afleið- ingar. Reglur í kringum hundahald á Íslandi virðast vera hinar furðulegustu. Meðan dýrin mega nú fara í strætó, á kaffihús og ýmislegt hefur verið gert til að gera samfélag dýra og manna í borg sem best er einhver grautargerð á hinum endanum, þar sem hafa þarf eftirlit með hættulegri hunda- kynjum. Því þótt svona atvik séu til allrar hamingju sjaldgæf gerir það þau atvik sem verða ekki betri. Alaskan Malamute er til að mynda listaður sem einn hættuleg- asti hundur heims, hann er sums staðar bannaður, hefur orðið valdur að dauða barna, og til að hann njóti sín og geti verið yndislegur, eins og hann hefur fulla burði til, þarf hann að fá mikla útrás og halda þarf sér- staklega vel utan um hann. En hvað tryggir það hérlendis að dýr af slíkri gerð fái örugglega þannig umönnun? Það virðist ekkert eftirlit vera með því og því spyr maður sig af hverju að leyfa slíkar tegundir ef það er ekki hægt að tryggja það. Í þessu finnst manni ábyrgðinni of mikið varpað á þá sem fyrir árásum verða. Það er einfaldlega ekki hægt að kyngja þeim málflutningi að fólk þurfi bara að læra að nálgast dýrin, kenna þurfi börnum að vaða ekki í hunda, þá sé öllum óhætt. Það er ekki hægt að færa ábyrgð yfir á lítil börn sem eru enn að læra á umhverfið. Það er líka spurning hvort ekki ætti að skylda eigendur hunda til að sækja þjálfunarnámskeið meðan þeir eru enn hvolpar því oft er þetta þekkingarleysi eigenda á eiginleikum hundanna og þjálfun sem getur varpað öllu um koll. Hundarnir sjálfir eiga það líka skilið að búa við gott atlæti þar sem þeir fá að blómstra og sýna sínar bestu hliðar. Þetta ákaflega óskýra ferli, um hvernig taka skal á árásum hunda á fólk, er ómögulegt. Það virðist mun skýrara ef um er að ræða hávaða frá hundum eða hollustuhætti. Einn vísar á annan, heilbrigðiseftirlitið á Matvælastofn- un, Matvælastofnun á lögreglu. Og þeir sem hafa áhyggjur af árásarhneigð dýrs í nágrenninu, eins og foreldrar drengsins, fá engar leiðbeiningar um hvernig þau geti snúið sér, það virðist þurfa átak í að samstilla viðbrögð. Dýrkeypt eftirlitsleysi Pistill Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’Þetta ákaflega óskýraferli, um hvernig takaskal á árásum hunda áfólk, er ómögulegt. Það virðist mun skýrara ef um er að ræða hávaða frá hundum eða hollustu- hætti. Einn vísar á annan. Magnea Gunnarsdóttir Nei, því miður hef ég ekki gert það en það kemur alveg til greina. SPURNING DAGSINS Gefur þú blóð? Arnar Óskarsson Nei. Ég er alltaf á leiðinni. Jasmina Crnac Nei, því miður má ég það ekki. Jóhann Halldórsson Ekki upp á síðkastið en ég hef gert það. Ég ætti að gera meira af því. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Hvað er 13 13? 13 13 er þrettán daga tónleikaferðalag hring- inn í kringum landið þar sem við spilum á sex- tán tónleikum á þrettán stöðum. Svo erum við samhliða því að framleiða þætti sem birtast á netinu. Hugmyndin er að nýta tækifærið til að ferðast hringinn um landið og njóta þess að vera til. Við reynum að velja staði sem eru í uppáhaldi hjá okkur og eru líka fallegir fyrir augað. Hvar verðið þið um helgina? Við erum að spila á Ísafirði á laugardaginn og á sunnudaginn verðum við í Flatey. Svo endum við túrinn á Rifi á Snæfellsnesi. Hvernig er andrúmsloftið í hópnum? Andrúmsloftið í hópnum er mjög skrítið. Það eru allir ennþá vinir, en það er vissulega farið að segja aðeins til sín hvað við erum búnir að vera lengi í bílnum saman. Þetta er farið að rugla smá í mönnum, við erum að klippa sam- an þátt sem gerðist í gær, taka upp þátt fyrir morgundaginn en samt reyna að lifa í núinu þannig við erum eitthvernveginn í for- tíðinni, framtíðinni og núinu á sama tíma. Hvað hefur staðið upp úr á ferðalaginu? Maturinn á Slippnum í Vestmanneyjum var algjört ævintýri fyrir bragðlaukana, en ég held að tónleikarnir í Jarðböðunum á Mývatni hafi verið hápunkturinn hingað til. Hvað tekur við hjá þér í sumar? Ég er að fara að opna hamborgarastað í júlí í Vesturbænum sem heitir Hagavagninn, við hliðina á Vesturbæjarlauginni, þannig ég er að fara beint eftir þennan túr að vinna í honum. Svo er ég líka að vinna í plötu, þannig það er ekkert frí þegar við komum til Reykjavíkur. Ég held að ég sé samt spenntastur fyrir að fara heim og knúsa konuna og börnin. Það verður fyrsta verkefnið. Ljósmynd/Emmsjé Gauti Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Emmsjé Gauti ferðast nú um landið ásamt fríðu föruneyti, spilar á tónleikum og tekur upp netþætti. Hægt er að fylgjast með 13 13 túrnum á emmsje.is og á Youtube síður Emmsjé Gauta. EMMSJÉ GAUTI SITUR FYRIR SVÖRUM Sextán tónleikar á þrettán dögum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.