Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 18
VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.6. 2018 Í Perlunni er erill og hópar af ferðamönn- um bíða spenntir eftir að fá að komast út á útsýnispallinn. Erindi mitt er hins veg- ar að hitta unga og efnilega leikkonu sem er nýkomin heim frá Cannes þar sem myndin Arctic var frumsýnd. Þar leikur María Thelma Smáradóttir annað af tveimur aðal- hlutverkum á móti danska stórleikaranum Mads Mikkelsen. Þau eru reyndar einungis tvö í allri kvikmyndinni, sem var tekin upp hérlendis í snjó, kulda og trekki. En við komum að því síð- ar; á kaffihúsinu á efstu hæðinni er hlýtt því sól- in skín inn um glerkúpulinn og hitar allt upp eins og í gróðurhúsi. María Thelma er mætt; fal- leg dökkhærð íslensk kona með dálítið taílenskt blóð í æðum. Yfir kaffinu ræðum við lífið og til- veruna, leiklistina og upprunann sem hún hefur nýtt sér í leiklistinni. Forvitin um upprunann Þrátt fyrir að vera orðin kvikmyndaleikkona er María Thelma með báða fætur á jörðinni og býr enn í foreldrahúsum. Henni þykir afar gott að vera í hreiðrinu hjá mömmu og pabba, en móðir hennar, Vala Rún Tuankrathok, er taílensk og faðirinn, Smári Þrastar Sigurðsson, Íslend- ingur. Hvernig kynntust foreldrar þínir? „Áhugavert að þú skulir spyrja að þessu því það verður sett upp verk um þetta á næsta ári í Þjóðleikhúsinu. Þetta er einleikur sem fjallar akkúrat um þetta, hvernig mamma og pabbi kynntust og af hverju hún kom til Íslands, en þau kynntust í Taílandi. Hún var að vinna á bar og pabbi kom inn á barinn og þau kynntust þar. Hann var að vinna hjá flugfélagi en hann er flugmaður og flugvirki. Svo varð mamma ólétt að eldri systur minni og þau giftu sig í Taílandi og fluttu svo til Íslands. „And the rest is hi- story“ en ég er fædd hér,“ segir María Thelma og brosir. Upphaflega samdi María Thelma stuttan ein- leik í Listaháskólanum. „Þetta var lokaverkefnið mitt og við máttum í rauninni gera hvað sem er og einu reglurnar voru að verkið þyrfti að vera tuttugu mínútur. Ég ákvað að fjalla um mömmu mína af því ég var forvitin um líf hennar og mínar ættmæður. Hér á Íslandi getur maður farið í Íslendingabók og þjóðskrá og skoðað allt sitt ættartré. En í Asíu, þegar maður fæðist inn í lægstu stétt- irnar, ertu ekkert skráður og það er svolítið eins og þú sért ekki til. Það er svo súrrealískt að hugsa til þess að hinn helmingurinn af mér er þaðan. Þetta eru tveir ólíkir pólar. Ég var ótrúlega forvitin um þetta og fór að grafast fyr- ir um hennar uppruna,“ segir María Thelma og fór þá að spyrja móður sína spjörunum úr. „Henni leið aldrei eins og hún væri heima hjá sér þegar hún var í Taílandi. Þá fór ég líka að velta fyrir mér, hvað er það að vera heima? Mamma segir að um leið og hún lenti á Íslandi, og það var var snjór yfir öllu og friðsælt, hafi hún fundið að hér ætti hún heima. Þetta var ár- ið 1990 og hún hefur verið hér alla tíð síðan,“ segir María. „Ef mamma hefði ekki komið til Íslands væri ég ekki hér. Þannig að þetta sprettur allt af mömmu minni og leit að betra lífi. Þetta er það sem við erum að koma inn á, en ég er ein af fyrstu íslensku leikkonunum af erlendum upp- runa,“ segir hún. Taílenskt uppeldi strangara Taílenska var töluð á heimili Maríu Thelmu til jafns við íslenskuna en móðir hennar talar alltaf sitt móðurmál við hana. Hún segir heimilið vera litað af taílenskri menningu, taílenskri mat- argerð og búddisma og nefnir að uppeldið hafa verið ólíkt því sem venjuleg íslensk börn hljóta. „Uppeldisaðferðirnar eru frekar strangar sem ég skil alveg og eru til góðs. Það er ekki mikil femínistabarátta hjá taílenskum konum og haldið í gamlar hefðir. Það eru alls konar litlir hlutir sem eru öðruvísi,“ segir María Thelma en bendir á að móðir sín sé frjálslegri í hugsun en taílenskar konur í Taílandi. Þegar þú varst lítil, fannst þér þú öðruvísi en hinir krakkarnir? „Já, já, þegar maður er barn er maður mikið að lesa í umhverfið og bera sig saman við aðra. Svo var ég að skipta á milli tungumála eftir því hvort ég var heima eða í skóla. En ég hef ekki upplifað fordóma.“ Á unglingsárunum segist María Thelma hafa haft áhyggjur af því að útlitið myndi Allir draumar eiga séns María Thelma Smáradóttir er nafn sem vert er að leggja á minnið, en aðeins 25 ára státar hún af því að hafa leikið á stóra sviði Þjóðleikshússins, samið einleik, leikið í Föngum, gefið út ljóðabók og síðast en ekki síst leikið í Arctic, stórri kvikmynd með Mads Mikkelsen. María Thelma er hálf-taílensk og hélt lengi vel að asískt útlit myndi hamla henni á leiklistarferlinum en segir það ekki raunina. Hinn stóri heimur bíður hennar og tækifærin liggja víða. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is María Thelma Smáradótt- ir á framtíðina fyrir sér í leiklistinni. Myndin Arctic var frumsýnd nýlega í Cannes og hlaut mikið lof en þar leikur hún annað aðalhlutverkið á móti Mads Mikkelsen. Einnig hefur hún samið einleik fyrir Þjóðleikhúsið sem sýndur verður í Kassanum snemma árs 2019, en þar leikur María Thelma ein- leik um foreldra sína sem kynntust í Taílandi. Morgunblaðið/Ásdís ’Okkur var alltaf kalt og þaðvar alltaf blautt. Alltaf rok.Maður var alltaf með snjó í and-litinu. Þannig að þetta var rosa töff á þennan hátt og ég held að kuldinn geti dregið það versta fram í manni. Þetta voru ekki lúxustökur!  20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.