Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 37
10.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. SKÝR hugsun Clear Brain töflurnar eru ríkar af næringarefnum fyrir heilann og hafa góð áhrif á andlega getu og vitræna starfsemi eins og minni, eftirtekt og einbeitingu. Inniheldur: L-theanín • Valhnetuþykkni • Granatepli • Furubörkur • Pipar • B-vítamín SJÓNVARP Spéfuglinn Tracey Ullman hefur fengið bágt fyrir atriði í nýjum grínþætti sínum í breska ríkis- sjónvarpinu, BBC, en þar gerir hún grín að Jeremy Cor- byn, formanni Verkamannaflokksins. Grínið snýr að meintu tómlæti Corbyns í garð gyðinga en Ullman fer sjálf með hlutverk formannsins í atriðinu. Stuðnings- menn Corbyns og Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt Ullman fyrir áróður og að gefa í skyn að Corbyn hati ekki aðeins gyðinga heldur hafi hann einnig samúð með málstað hryðjuverkamanna. Ullman hefur líka fengið faglega skömm í hattinn; ekki dugi að verja mörgum klukkustundum í förðunarherberginu og líta út eins og Corbyn þegar hvorki röddin né fasið sé fyrir hendi. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera spéfugl. Ullman með áróður? Tracey Ullman er umdeild. Reuters KVIKMYNDIR Miðillinn Deadline fullyrðir að til standi að hlaða í þriðju Legally Blond- myndina innan tíðar en tvær fyrri myndirnar slógu rækilega í gegn fyrir hálfum öðrum áratug, 2001 og 2003. Eins og áður kemur Reese Witherspoon til með að leika aðal- hlutverkið, lögfræðinginn knáa Elle Woods. Ekki liggur fyrir hver söguþráður nýju myndarinnar verður en Deadline gerir því skóna að „kvennakrafturinn“ sem fylgt hefur metoo-byltingunni hljóti að verða þar í for- grunni. Þess má geta að söngleikur, byggður á myndunum, hefur notið vinsælda undanfar- inn áratug og dregið að nýja kynslóð. Witherspoon ljóskar sig upp á ný Reese Witherspoon nýtur jafnan lýðhylli. AFP Tímarnir breytast og sjón-varpið með. Árið 1988 vorutvær sjónvarpsstöðvar á Ís- landi og ekki er úr vegi að skoða hvað þær höfðu á boðstólum fyrir réttum þrjátíu árum, aðra helgina í júní. Ríkissjónvarpið hóf helgina síð- degis á föstudegi með fótbolta. Og það af dýrari gerðinni. Sýnt var beint frá opnunarhátíð Evr- ópumeistaramótsins í Vestur- Þýskalandi og á eftir fylgdi fyrsti leikur mótsins, viðureign heima- manna og Ítala. Umsjón hafði Ing- ólfur „rembingskoss“ Hannesson en vafalaust hefur Bjarni Felixson lýst leiknum af sinni alkunnu snilld. Um kvöldið voru tveir fram- haldsþættir á dagskrá; Basl er bókaútgáfa, sem á frummálinu kallaðist Executive Stress. Man einhver eftir honum? Og svo var það góðkunningi skjáfíkla, sjálfur Derrick. Fer ekki að koma tími á að endursýna hann? Stöð 2 var með kynningu á hljómsveitinni The Christians sem væntanleg var á Listahátíð í Reykjavík og þá var á dagskrá lokaþáttur Ekkjanna (Widows II). Þar hefur vafalaust gengið á ýmsu. Þá var stöðin í sumarskapi með listamönnum en ekki fer frekari sögum af þeim þætti í dagskrár- kynningu Morgunblaðsins. Sungið fyrir Mandela RÚV var með meiri fótbolta á laugardeginum en burðarliðurinn þann dag var eigi að síður bein út- sending frá 70 ára afmælistón- leikum Nelsons Mandela, sem á þeim tíma sat ennþá í fangelsi. Fram komu Whitney Houston, George Michael, Dire Straits og fleiri eitís-hetjur. Þá var á dagskrá þáttur með manni sem fáir vilja kannast við í dag, Fyrirmyndar- faðir eða The Cosby Show. Heimir Karlsson stjórnaði ít- arlegum íþróttaþætti á Stöð 2 og um kvöldið var röðin komin að hinum eitursvala Hunter og hinni seiðandi samstarfskonu hans Dee Dee MacCall. Einhverjar hand- bremsubeygjur hafa verið teknar í þeim þætti. Að vanda. Þá var þarna gamanþátturinn Dómarinn (Night Court) sem einhverjir muna vafalaust eftir. EM í fótbolta var áfram í for- grunni hjá RÚV á sunnudeginum en um kvöldið var kynning á Listahátíð í Reykjavík, auk þess sem boðið var upp á danskan þátt, Allir elska Debbie. Fjallaði hann um sextán ára stúlku sem átti erf- itt með að ná fótfestu í lífinu, ekki síst vegna erfiðleika heima fyrir. Stöð 2 var menningarleg á sunnudeginum en þá var á dag- skrá „ópera mánaðarins“. Don Giovanni með landsliði sænskra söngvara. Björgúlfur Lúðvíksson var með golfþátt síðdegis. Um kvöldið birtist John Ritter á skján- um í hlutverki lögregluþjónsins Hoopermans. Spjallþáttur Mich- aels Aspels, sem naut vinsælda á þessum tíma, var á síðkvöldi og enginn annar en James Bond lok- aði helginni í eðalmyndinni Octo- pussy. Og fóru sáttir í háttinn. Whitney Houston tróð upp á afmælistónleikum Nelsons Mandela. Reuters HVAÐ VAR Í SJÓNVARPINU FYRIR 30 ÁRUM? EM, fjölskylduvinir og afmælistónleikar Hver getur gleymt Derrick? Kennedy-fjölskyldan í Bandaríkjunum hefur löngum verið vinsælt viðfangsefni hjá kvikmyndagerð- armönnum. Nýjasta myndin sem tengist þessu „kóngafólki“ vestra nefnist Chappaquiddick og er eft- ir John Curran. Þar er, eins og nafnið gefur til kynna, hermt af banaslysinu sem yngsti Kennedy-bróðirinn, Edward öldungadeildarþingmaður, varð valdur að sumarið 1969. Hann keyrði þá fram af lítilli brú á síð- kvöldi með þeim afleiðingum að ung kona sem var með honum í bílnum, Mary Jo Kopechne, drukknaði. Sjálfur flúði Kennedy af vettvangi og til- kynnti ekki um slysið fyrr en morg- uninn eftir en þá höfðu vegfarendur þegar komið auga á bílinn í ánni og lík Kopechne fundist. Mikið fjölmiðlafár varð í framhald- inu og þóttu skýringar þing- mannsins mistrúverðugar. Hann hlaut á endanum skil- orðsbundinn dóm fyrir að flýja af vettvangi og tilkynna ekki strax um slysið. Í myndinni er aðdraganda slyssins lýst en þó einkum eftirmálanum en vösk sveit sérfræðinga var ræst út til að slá skjaldborg um ímynd þingmanns- ins sem stefndi leynt og ljóst að því að verða forseti Bandaríkjanna, eins og bróðir hans sál- ugi, John F. Kennedy. Flestir eru sammála um að þeir draumar hafi drukknað þetta ör- lagaríka kvöld. Einnig er viðkvæmt samband Kennedys við föður sinn málað sterkum litum en hann var orðinn sjúklingur á þessum tíma og lést skömmu síðar. „Þú verður aldrei mikill maður,“ segir Joe Kennedy við son sinn í myndinni. Chappaquiddick hefur fengið býsna góða dóma, ekki síst að- alleikarinn, Ástr- alinn Jason Clarke. Aðalleikararnir í Chappaquiddick: Jason Clarke, Kate Mara og Ed Helms á frumsýningu myndarinnar í vor. AFP MYND UM CHAPPAQUIDDICK-SLYSIÐ Þú verður aldrei mikill maður! Edward Kennedy lifði lengi í skugga Chappa- quiddick-slyssins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.