Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 24
„Ég mun halda uppi stemningunni hérna og mun setja á svið hér alls kyns viðburði þegar traffíkin minnk- ar aðeins,“ segir Franz Gunnarsson, viðburða- og markaðsstjóri Granda Mathallar, en til stendur að hafa þarna bæði tónleika og uppistand. „Við opnuðum um síðustu helgi og við- tökurnar voru gífur- legar. Það komu um 13-15 þúsund manns um helgina; það var mikið flæði. Það er greinilega mikill áhugi,“ segir hann. „Hérna erum við að vinna með „street food“ konsept, eða götubita. Skammtarnir eru öðruvísi og það er hægt að kaupa sér smakk á mörgum stöðum. Hér eru átta staðir og einn pop-up vagn og þar verða veitinga- aðilar mánuð í senn og reynum við að fá frumkvöðla í mat og drykk þar inn,“ segir hann. „Hér er verið að bjóða upp á ýms- ar nýjungar í matargerð og svo er frábært útsýni yfir höfnina,“ segir hann. „Svo er hægt að fylgjast með skipatraffíkinni af skjá hérna, kom- um og brottförum.“ Götubitarnir á Granda Grandi Mathöll er spennandi staður þar sem allt iðar af lífi og fjöri. Þar er hægt að smakka götubita frá öllum heimshornum og fylgjast með skipaferðum í leiðinni. Texti og ljósmyndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Franz Gunnarsson 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.6. 2018 MATUR Blandið saman í blandara hreinu Ísey skyri, frosnum mangóbitum,banana, Royal Gala epli (mínus kjarna), vatni, klaka og smá skvettu af límónusafa. Hollur og góður drykkur á augabragði! Mangóbúst Kjúklingaborgarinn sívinsæli Svartur trukkur hefur fundið sér stæði í Mathöll Granda og ber nafnið The Gastro Truck. Þar ræður ríkjum Gylfi Bergmann Heimisson. „Við bjóðum upp á „spicy crispy“ kjúklingaborgara sem við höfum einnig boðið upp á í matarbílnum okkar,“ segir Gylfi. „Svo erum við einnig með grænmetis- útgáfu af honum. Fleiri réttir eru væntanlegir en þetta er allt í anda „street food“,“ segir hann. „Fyrrverandi kona mín, Linda Björg Björnsdóttir hannaði alla réttina en hún er ástríðu- kokkur frá blautu barnsbeini. Uppskriftin er leyndarmál,“ segir Gylfi og hlær. Lovísa Magnúsdóttir afgreiðir holla og góða skyrdrykki í pop-up vagni Mathall- arinnar en leyfir eigandanum að sitja fyr- ir svörum. „Við erum að vinna með hreint skyr og miklu meira grænmeti en við höfum verið að nota áður í skyrdrykkina,“ segir Kristinn Sigurjónsson, eigandi Ísey Skyr bars. „Okkur bauðst að vera hér í pop-up vagninum og fáum smá tíma til að kynna okkar vöru og það hefur fallið í mjög góðan jarðveg. Það er mikil ánægja að við séum að nota hreint skyr, án við- bætts sykurs.“ Meira græn- meti í skyrið Hangikjöt af forystusauði Hinn alíslenski staður Fjárhúsið heldur uppi heiðri landsins innan um hina framandi staði Mathallar- innar. Eigandinn Herborg Svana Hjelm segir að þau sérhæfi sig í ís- lensku lambakjöti. „Okkar sérréttur sem heitir Hrúsi er tvíreykt hangikjöt frá Þistilfirði af forystusauði, en það er mikið fituminna. Þetta er nýútgáfa af flatköku með hangikjöti, mjög einfalt, ferskt og ótrúlega gott.“ „Vinsælastar á víetnamska veitingastaðnum Go Cuon eru ferskar kínarúllur, djúpsteiktar ör- stutt, og vorrúlla með fersku grænmeti og annaðhvort með kjúklingi eða rækjum. Utan um það er glær pönnukaka en svo dýf- ir maður þessu í sósu,“ segir eig- andinn Karen Lien Thi Nguyen, sem nýtur þess að sýna gestum og gangandi götustemninguna frá heimalandi sínu, en í Víetnam er götumatur mjög vinsæll. Götumatur frá Víetnam

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.