Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 31
segir í Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Grein í Wall Street Journal vekur athygli á hversu langt riddarar réttlætisins ganga í málflutningi sínum. Um leið er bent á að loftslagsumræðan er sprungin blaðra. Í 20 ár var loftslagsumræðan mál málanna. Við- kvæðið var að jörðin yrði óbyggileg ef við hættum ekki að nota bensín og dísil. Nú er allt loft úr um- ræðunni. Vandamálin sem umræðan bjó til standa þó eftir. Götur í Reykjavík eru þrengdar til að þvinga fólk að nota aðrar samgöngur en fjölskyldubílinn. Fólk lætur ekki segjast. Göturnar hægja á umferð og bílar í lausagangi auka mengun. Vinstririddurum réttlætisins stendur hjartanlega á sama. Enda hugsa þeir aldrei um afleiðingarnar af stefnumálum sínum. Mannkynsfrelsarar eru dóm- greindarlausir í réttu hlutfalli við ragnarökin sem þeir boða.“ Litlu dæmin heima segja stóra sögu Bréfritari verður að viðurkenna að þessi þáttur Par- ísarsamkomulagsins hafði farið fram hjá honum. Hins vegar sér hann sífellt fleiri dæmi um það hvernig and- stæðingar borgarbúa í borgarstjórn, sem þó eru á launum hjá þeim, halda áfram að þrengja að þeim. Tugum milljóna króna var eytt í fuglahúsabrandara á Hofsvallagötu og tekið var til þess hversu illa móðguð og reið borgaryfirvöld lufsuðust til að hætta ruglinu á þeirri götu. En til þess misbjóða þeim, sem andmæltu þessum mannkynsfrelsurum á sveitarfélagsvísu, þá skildu þeir „lagfæringarnar“ eftir hálfkaraðar. Á nyrsta kafla Hofsvallagötu við Hringbraut standa enn stangir boltaðar í götuna og virðast marka braut fyrir hjólandi fólk. Það getur þó ekki verið, því að slíku fólki væri ýtt út í opinn dauða á Hringbrautinni, enda ekk- ert pláss fyrir hjólandi þar. En þessi hefndaraðgerð gegn mótmælum leiðir til þess að þeir sem vilja beygja til hægri austur Hringbraut, sem eru lang- flestir, neyðast til að fara á akrein þeirra sem ætla að beygja í vestur. En „vesturfarar“ verða að víkja fyrir umferð sem kemur suður yfir Hringbraut og má því þakka fyrir nái einn eða tveir bílar að taka vinstri beygju og stoppa því flesta þá sem þurfa að beygja til hægri austur Hringbraut. Viðurkenna má að borgar- yfirvöldum tekst að auka mengun í borginni töluvert með þessari hegðun sinni. Það eru engin skynsamleg rök á bak við þessa hefndaraðgerð borgarinnar sem nú hefur staðið yfir í mörg ár. Þessar stangir eru slysagildra og furðulegt að lögregluyfirvöld hafi ekki krafist úrbóta. En núver- andi borgaryfirvöld mega eiga það, að þau hafa hvergi leynt því að þau séu almennt frábitin skynsamlegum rökum um allt sem að borgarrekstri snýr. Ekki batnar það Horfið á Birkimel. Þar hefur einhver fengið óáreittur að taka út andstyggð sína á þeim sem eiga leið um þá götu. Þar er verið að setja upp tvær þrengingar. Önn- ur er fáeina tugi metra frá Hringbrautinni. Þeir sem beygja til vinstri af Hringbraut inn á Birkimel lenda í stórhættu vegna umferðar á Hringbraut, þegar um- ferðin stíflast á Birkimelnum. En óvinunum virðist vera meira en sama um það. Páll nefndi mannkyns- frelsara í pistli sínum sem hafa að auki óstjórnlega þörf til þess að auglýsa gæði sín sífellt. Þeir óttast að það viti ekki allir hversu miklu betri þeir séu en annað fólk. Boðskaparkort Núna í síðustu viku var opnuð málverkasýning á Kjar- valsstöðum. Það var gott framtak. En gæðafólkið góða, sem rjúpan kynntist forðum, þótt hún fengi ekki að njóta þess lengi, gat ekki heldur stillt sig þá. Þeir sem fengu boðskort voru áminntir um að nota „al- menningssamgöngur“ til að komast á sýninguna. Það eru um 95 prósent borgarbúa sem nota bílinn sinn að jafnaði, þótt margskattaðir séu fyrir vikið af yfirvöld- um og fyrirlitnir af þeim sem stjórna borginni. Ef eitthvað mætti kalla almenningssamgöngur þá er það fyrirbærið sem 95% almennings nota en ekki 5%. En það var fróðlegt að sjá í aðdraganda opnunar- innar að nær öll borgarelítan sem þarna mætti kom „á bílnum“. Varla hefur nokkur úr þeim hópi þorað að koma á hjóli, því að þótt góð séu verða þau seint kölluð almenningssamgöngur. Ef treyst hefði verið á strætó hefðu margir þurft að ætla sér 2 klukkutíma í að koma sér að og frá Kjarvalsstöðum. Hefðu gestir ákveðið að bíða eftir „borgarlínunni“ þá hefðu þeir þurft að bíða í þrjátíu ár og þá gæti verið búið að loka þessari sýn- ingu. Fær Borgar-Lína Langsokkur prósentur? Enn hefur enginn getað útskýrt um hvað þessi borgarlína snýst, fremur en það að setja nú Miklu- brautina í stokk í stað steina sem enn er verið að setja um hana fyrir tugi milljóna króna! Reyndar sýndu borgarbúar lítið álit sitt á Degi Egg- ertssyni í kosningunum á dögunum, en hvers vegna í ósköpum ætti þetta lið frekar að taka mark á þeim mótmælum en öðrum? Eða eins og Hjálmar Sveins- son, sem geymdur var í stokk undir Miklubrautar- stokknum alla kosningabaráttuna, sagði svo réttilega: „Það þýðir ekki að leggja neinar nýjar akreinar því að þær fyllast jafnharðan af bílum.“ Það þýðir ekki heldur að segja neitt við núverandi meirihluta og því síður viðreistan meirihluta því að all- ar hlustir hans eru yfirfullar af heimagerðri réttlætis- kennd, sem tekur öllu fram sem aðrir hugsa. Og ekki þýðir að fá háls, nef- og eyrnalækni til að spúla skítinn út því að réttlætiskenndin er svo yfirþyrmandi að allt fyllist jafnharðan á ný. Vonandi heldur „RÚV“ áfram að þýða CNN En vonandi mun „RÚV“, sem ráfar um kennd af sama réttlæti og pólitískir sálufélagar hennar í borgar- stjórninni, fylgja eftir málinu um brottför Trumps frá Kanada. Fréttahaukarnir hljóta að spyrja næst hvort ekki væri nær fyrir forsetann að taka þátt í umræðum um að valdefla konur í baráttu um ósonlagið og koltvísýr- inginn fremur en að svífa á Flughersfari númer eitt suður til Singapúr til fundar með Kim Jong-un í þeim tilgangi að bægja frá þeirri kjarnorkuvá sem heitast brennur á mannkyni núna. Meira að segja Harvey Weinstein segist styðja það mál, eins og allir hinir demókratarnir í Hollywood hafa alltaf gert. Harvey gæti hugsanlega talið rétt að eyða drýgri tíma með Kim, sem hitti Trump í skrif- stofu hans um daginn, en með þessum Jong-un í Singapúr. En eins og Harvey segir gjarnan, þetta er allt spurning um smekk. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 10.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.