Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Qupperneq 20
hamla því að hún fengi góð hlutverk í framtíð- inni. „En nú hugsa ég að ég eigi eftir að fá fleiri tækifæri, einmitt af því ég lít svona út. Þetta á ekki bara við um mig, heldur alla, af því við höf- um öll einhverjar efasemdir um okkur sjálf. Það er algjörlega í okkar höndum hvort við not- um það sem styrkleika eða veikleika,“ segir María Thelma sem á við að fólk er alls konar og bæði í kvikmyndum og á sviði er þörf á alls kyns útliti fólks. Enda endurspeglar leiklistin lífið sjálft. Heppin með leikhópa María Thelma er alin upp í Kópavogi og fór svo í Fjölbraut í Garðabæ á leiklistarbraut. „Þar fékk ég bakteríuna en það var þannig að þegar ég var í tíunda bekk og þurfti að velja mennta- skóla, vissi ég ekkert hvað mig langaði að gera. Ég var feimin og í tilvistarkreppu en þá sá ég þessa leiklistarbraut og ákvað að prófa. Og hef ekki litið um öxl síðan. Þetta er mjög góður undirbúningur undir Listaháskólann,“ segir María Thelma og segist fljótt hafa fundið að hún væri þarna á réttri hillu. Eftir stúdentspróf lá því leiðin beint upp í Listaháskóla og segir hún námið þar hafa verið krefjandi og tíma- frekt. „Maður þarf að vera bæði metnaðarfullur og seigur til þess að komast í gegnum þetta,“ segir María Thelma sem þurfti að sjálfsögðu að þreyta erfitt inntökupróf til þess að komast á leiklistarbraut. Hún segist hafa sótt um til prufu áður en hún kláraði stúdentinn til þess að sjá hvernig ferlið væri, en komst ekki inn enda stúdentsprófs krafist. „Svo sótti ég aftur um árið eftir og komst inn. Það eru tíu teknir inn en hundruð sem sækja um,“ segir hún. Eftir útskrift árið 2016 fékk María Thelma strax hlutverk í sjónvarpsseríunni Föngum, sem Nína Dögg Filippusdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir framleiddu og léku í undir leik- stjórn Ragnars Bragasonar. „Það var æðislegt. Mér finnst ég hafa verið mjög heppin með leikhópa. Það er mjög vel tek- ið á móti mér og allir mæta mér á jafningja- grundvelli. Nína og Unnur eru alveg yndis- legar. Ég lék fangann Írisi og fyrst og fremst var þetta mjög lærdómsríkt. Það eru svo stór- kostlegar leikkonur í þessum þáttum og það að sitja til borðs með þeim var bara: vá! Ég er mjög þakklát. Ég hefði ekki getað verið heppn- ari og þetta var ótrúlega skemmtilegt,“ segir María Thelma. Að því loknu var hún ráðin í verkefni hjá Þjóðleikhúsinu þar sem hún hóf störf í janúar 2017 en þar lék hún í barnaleikritinu Ég get og í Risaeðlunum með tveimur af þekktustu leik- urum okkar, Eddu Björgvins og Pálma Gests. „Þar segi ég það sama, hvað ég var ótrúlega heppin með leikhóp. Þetta var mjög gefandi og það var aldrei dauð stund, Edda er svo fyndin,“ segir hún. Hugsanir ungrar konu Ljóðabókin Skúmaskot er eftir Maríu Thelmu sem lætur sér ekki nægja að vera á sviði. „Ég fæ mikla þörf fyrir að skrifa og skrifa mjög mikið, en gef það ekki endilega út. Eins og með þessa ljóðabók, þetta er samansafn af einhverri útrás sem ég endaði svo á að gefa út. Það er rosalega frelsandi! Ég get ekki ímyndað mér hversu margar ljóðabækur eru bara í skúff- unum hjá fólki. Ég komst yfir þann ótta að sýna þetta öðrum og þá fer manni að vera sama um hvað fólki finnst. Ég skrifaði ekki bókina með það markmið í huga að gefa hana út þannig að þetta er svolítið hrátt og óritskoðað. Það var svo gott að sleppa bara takinu,“ segir hún og segir ljóðin fjalla um ástina, lífið og tilveruna. „Hugsanir ungrar konu,“ segir hún og hlær. Einnig skrifaði hún sem fyrr segir einleikinn um foreldra sína sem sýndur verður í Kass- anum á næsta ári. Þar mun hún standa ein á sviði. Er það ekki upphefð að fá að setja upp eigið leikrit og það í Þjóðleikhúsinu, þú sem ert enn svo ung? „Jú, ég held samt að ég fatti það ekki sjálf. Það var þannig að Ari Matthíasson þjóðleik- hússtjóri kom og sá verkið þegar ég setti það upp í Listaháskólanum,“ segir hún en það opn- aði síðar dyrnar að stærra verki. Hún segir ekki fleiri leikrit á döfinni á næstunni en þó sé ekkert útilokað. „Ég gæti alveg fengið símtal á morgun með boð í að leika í einhverju, maður veit aldrei.“ Mads er með leikarahjarta Nýlega var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni myndin Arctic með Mads Mikkelsen í aðal- hlutverki og Maríu Thelmu. Aðeins þau tvö leika í myndinni, sem er amerísk-íslensk og tekin upp hér á landi. Myndin fékk mikið lof í Cannes og var valin ein af tólf bestu myndum hátíðarinnar. Hvernig vildi það til að þú fékkst hlutverkið? „Það var verið að leita að leikkonu af asískum uppruna og þau leituðu víða; í Englandi, Bandaríkjunum og hér heima. Það var haft samband við mig og ég fékk handritið sent og svo hitti ég leikstjórann. Svo fékk ég hlut- verkið. Þetta var ekki prufa heldur átti ég sam- tal við leikstjóranna. Svo voru tökurnar í apríl og maí 2017. Þetta var ótrúlega krefjandi verk- efni,“ segir hún. „Fyrst og fremst út af veðrinu, við tókum mest upp á Nesjavöllum og það var allt á kafi í snjó. Maður var alltaf í stöðugu kapphlaupi við veðrið og náttúruna,“ segir hún en myndin er um lífsbaráttu á norðurskautssvæðinu. Hvernig er myndin? „Ég var að sjá hana í fyrsta skipti um daginn í Cannes og fannst hún mjög góð. Maður nær „Þrautseigjan er mikilvæg. Það getur enginn vegið og metið vinnuna þína nema þú sjálfur. Maður á ekki að taka minna pláss en maður þarf; taktu bara meira pláss. Stattu með þér,“ segir leik- konan María Thelma. Morgunblaðið/Ásdís VIÐTAL 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.6. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.