Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Blaðsíða 34
LESBÓK Teitur Magnússon & Æðisgengið bjóða upp á laufléttan bræðingsumarslagara; frumsamin lög og þjóðleg, síkadelísk og seiðandi, sem og þjóðleg notalegheit á Gljúfrasteini kl. 16 á sunnudaginn. Æðisgengið á Gljúfrasteini 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.6. 2018 L istahátíð í Reykjavík breiðir ekki aðeins úr sér í fínustu listasöfnum og -sölum í hjarta borgarinnar. Þvert á móti er hún bókstaflega úti um allar trissur, teygir sig upp í efri byggðir og hefur gert sér sérstaklega dælt við Efra-Breiðholtið í ár. Íbúar þess eru til að mynda í hávegum hafðir á ljósmyndasýn- ingu Spessa, 111, í galleríinu Rýmd, sem opn- uð var um liðna helgi í hverfinu. Og enn dregur til tíðinda: Íbúar í Asparfelli 2-12 ætla að bjóða bláókunnugu fólki í partí heima hjá sér! Það er hreinlega eins og húsið kalli: „Komdu, komdu, komdu í partí til mín – svo vitnað sé í gamlan slagara sem Magnús Eiríksson samdi. Asparfell – Blokkarpartý og þér er boðið! Þannig er viðburðurinn kynntur í bæklingi há- tíðarinnar og tekið fram að skráning sé nauð- synleg á www.skraning@artfest.is. Takmörk- uð sæti segir enn fremur, en þar virðist einhver misskilningur vera á ferðinni. Hver þarf enda sæti í almennilegu partíi? Ekki að minnsta kosti í fyrrnefndu danspartíi, sem húsráðendur ætla að slá upp á heimilum sínum kl. 16 laugardaginn 9. maí. Gert er ráð fyrir að fjörinu sloti um sexleytið. Ásrún Magnúsdóttir, dansari og danshöf- undur, og Alexander Roberts, lektor í sviðs- listum við Listaháskóla Íslands, eru listrænir aðstandendur partísins, forsprakkar þess og hugmyndasmiðir. Þótt bæði séu þrautreyndir stjórnendur og jafnframt þátttakendur í alls konar viðburðum, aðallega danssýningum og hátíðum, viðurkenna þau að blokkarpartíið sé vissulega áskorun. „Við héldum einu sinni svona danspartí heima hjá mér og nágrönnum mínum á Njálsgötunni í tengslum við Reykja- vík Dance Festival. Síðan höfum við bæði farið í nokkur svona partí í útlöndum og það hefur alltaf allt gengið eins og í sögu,“ segir Ásrún og lýsir fyrirkomulaginu í Asparfellinu: Mesta „út fyrir þægindaramma“ verkefnið „Gestgjafarnir hafa partíin algjörlega eftir sínu höfði. Þegar þeir hafa opnað íbúðir sínar geta gestir dansað og rápað á milli og tekið þátt í smáum og stórum partíum, sem fyrst og fremst eru þó danspartí. Trúlega verður tón- listin sums staðar í botni en annars staðar á lágstemmdu nótunum. Húsráðendur þurfa að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af að grannarnir kvarti. Við erum bæði með leyfi frá þeim og húsfélaginu fyrir tveggja stunda partíhaldi,“ segja þau Ásrún og Alexander. Þau eru með allt á hreinu og mjög spennt. Samt örlaði á kvíða hjá Ásrúnu í Facebook- færslu hennar í vikunni: „Þetta er eitt mesta „út fyrir þægindarammann“ verkefni sem ég hef gert [. . . ] hjarta mitt slær í Asparfelli 2 - 12“, skrifaði hún. „Undirbúningurinn hefur verið býsna krefj- andi. Fyrst bárum við út bréf í hvern einasta póstkassa, síðan gengum við og bönkuðum upp á meira en 200 íbúðir í sex stigagöngum og báðum fólk, sem við þekktum ekki neitt, að halda svona partí heima hjá sér. Viðtökurnar voru mismunandi, en flestir tóku okkur þó vel, og okkur var oft boðið í kaffi og kleinur. Sumum þótti hugmyndin alveg gal- in. Á endanum urðu heimtur sex íbúðir í jafn- mörgum stigagöngum – sem er alveg fínt. Við hefðum haldið okkar striki þótt aðeins ein fjöl- skylda hefði viljað vera með.“ Þau hefðu vel getað óskað sér að fá fleiri „já“ en vildu ekki ganga á fólk. „Kannski ákveða einhverjir að bætast í hópinn á síðustu stundu,“ segja þau vongóð og búast við dúndr- andi fjöri. Ásrún giskar á að í Asparfelli 2-12 búi rúm- lega eitt þúsund manns, sem sé ósköp svipað og í Stykkishólmi. „Íbúarnir eru á öllum aldri, af mismunandi uppruna og kynjum, fjöl- skyldur, einstaklingar, vinir, pör og dýr. Mest kom okkur á óvart hversu margir tóku vel á móti okkur og voru með opinn huga, þótt þeim hafi ábyggilega þótt erindi okkar frekar skrýt- ið, eða galið, eins og sumir sögðu reyndar. Skemmtilegast í undirbúningsferlinu var að kynnast öllu þessu fólki, sem við ella hefðum kannski aldrei hitt, og spjalla við það um alla heima og geima.“ Og svo byrjar ballið Þeim Ásrúnu og Alexander finnst blokkar- partíið að vonum vera upplagður vettvangur til að nágrannar sameini krafta sína og fagni samfélaginu og hvert öðru. Með partíinu gefst svo gestum Listahátíðar í Reykjavík tækifæri til að dansa með húsráðendum í Asparfelli, heyra sögur þeirra og skyggnast inn í þeirra daglega líf. Eins og sæmir listrænum aðstandendum alls konar gjörninga og skemmtilegheita, stíga þau Ásrún og Alexander í pontu fyrir framan blokk númer 8 áður en sex dyr í jafnmörgum stigagöngum ljúkast upp. „Við ætlum bara að segja stuttlega frá verkefninu svo allir viti um hvað það snýst og hvernig svona blokkarpartí fer fram.“ Að því búnu dansa þau sig inn í partíin sex, eitt af öðru og blanda geði við heimilisfólk og gesti. Á slaginu sex er ballið búið. Asparfell er þó ekki út úr myndinni á hátíð- inni því plötusnúðar sem þar búa þeyta skífum kl. 20 fimmtudaginn 14. júní í Klúbbi Listahá- tíðar í Reykjavík í Hafnarhúsinu. Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Roberts hlakka til blokkar- partísins í Asparfelli. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Komdu í partí til mín“ Sumir íbúanna í Asparfelli 2-12 opna heimili sín og halda alvöru blokkarpartí kl. 16 í dag, laugardag. Listrænir aðstandendur partíhaldanna eru Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Roberts, sem dansa og rápa með gestum milli íbúða. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is ’„Fyrst bárum við út bréf íhvern einasta póstkassa, síð-an gengum við og bönkuðum uppá meira en 200 íbúðir í sex stiga- göngum og báðum fólk, sem við þekktum ekki neitt, að halda svona partí heima hjá sér.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.