Morgunblaðið - 12.06.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar Sigurður Ægisson Siglufjörður Þessi litfagri fjallafinkukarl sem hér má sjá hóf upp raust sína í blíðviðrinu á Austurlandi á dögunum og söng þar hástöfum, annaðhvort fyrir sína heittelskuðu, sem kann að hafa legið á hreiðri einhvers staðar í skógar- þykkninu í nágrenninu, eða þá, ef sú var ekki raunin, til að heilla til sín einhverja aðra slíka fjaðurdís í von um endurgoldna ást. Fjallafinkan verpir í barrskógum Evrópu og Asíu, er á stærð við steindepil og sést af og til á vorin á Íslandi og oftar þó á haustin. Hún hefur endrum og sinnum orpið í öllum lands- hlutum á undanförnum árum og með aukinni skógrækt gæti hún einn daginn orðið að reglubundnum varpfugli. Annar karlfugl var t.d. í Hallormsstaðaskógi á sama tíma og þessi þandi raddböndin í Miðhúsum við Egilsstaði og eflaust er tegundina enn víðar að finna hér þetta sum- arið. Sungið í blíðviðri austantil Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Starfsmenn þýska fyrirtækisins Oidtmann byrjuðu í gær að taka niður steinda glugga Gerðar Helga- dóttur í Kópavogskirkju. Gluggarn- ir verða sendir til viðgerðar á verk- stæði Oidtmann í Linnich í Norður-Þýskalandi. Listiðnaðar- verkstæðið þýska gerði gluggana á sínum tíma eins og fleiri glugga- listaverk í íslenskum kirkjum. Stef- an Oidtmann rekur nú fyrirtækið sem hefur verið í eigu fjölskyldu hans í rúm 160 ár. „Faðir minn og frændi ráku fyrir- tækið á undan mér og fengu fálka- orðuna fyrir frá forseta Íslands. Núna þegar þeir eru báðir fallnir frá þá rek ég fyrirtækið með Henry frænda mínum. Við erum fimmta kynslóð Oidtmann-fjölskyldunnar sem sér um rekstur fyrirtækisins en fyrirtækið fagnaði 160 ára af- mæli á dögunum,“ segir Stefan Oidtmann sem er staddur hér á landi til að taka niður gluggana. Gerður gisti hjá fjölskyldunni Oidtmann segir fjölskyldu sína hafa þekkt Gerði Helgadóttur vel. „Fyrirtækið okkar gerði marga af gluggunum sem hún hannaði. Við erum enn í góðu sambandi við fjöl- skyldu hennar hér á Íslandi og í gegnum árin höfum við verið í við- haldi og viðgerðum á verkum henn- ar. Hún bjó vanalega í húsi foreldra minna í Þýskalandi þegar hún var þar,“ segir Stefan og bætir við að fólk úr fjölskyldu Gerðar hafi komið við í Kópavogskirkju. „Ég er í góðu sambandi við frænda hennar, Jón Snorrason. Hann hefur komið til Þýskalands og ég hef heimsótt hann nokkrum sinnum hér á Íslandi. Hann kom einmitt hingað í Kópavoginn til að sjá hvað við erum að gera við verk frænku hans,“ segir Stefan og hlær við. Þrír starfsmenn, að Stefan með- töldum, eru hér á landi frá þýska fyrirtækinu að sjá um viðgerðir á Kópavogskirkju. Stefan segir að unnið sé að því að fá betri ramma um gluggana og tryggja að þeir muni endast lengur. Fyrirtækið býr það vel í dag að hafa ýmsa þekk- ingu sem ekki var til staðar þegar gluggarnir voru upphaflega settir í. Hann segir að það skipti máli að þeir sem koma að verkum Gerðar þekki þau og að viðgerðir séu fram- kvæmdar með sama hætti og verkin voru upphaflega gerð, svo þau verði í nákvæmlega sama standi og áður. Morgunblaðið/Hari Gluggaskipti Stefan er hér við vinnu á glugga á suðurhlið Kópavogskirkju. Gluggarnir verða sendir á verkstæði Oidtmann-fjölskyldunnar í Þýskalandi. Gluggar Gerð- ar í viðgerð  Oidtmann í Þýskalandi annast verkið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sent fyrirspurn til forseta Alþingis vegna gjörnings á Listahátíð í Reykjavík, þar sem berbrjósta konur gengu frá Alþingishúsinu að Listasafni Íslands. Einnig voru teknar myndir af kon- unum berbrjósta inni í þinghúsinu. Sigmundur spyr meðal annars hver hafi veitt leyfi fyrir því „að hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýs- ingaskyni og gengi þaðan á sama hátt og forseti Íslands og þingmenn gera við þingsetningu?“ og hvort forseti þingsins telji slíka notkun á þinghúsinu og þinghefðum til þess fallna að auka virðingu Alþingis. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al- þingis, vildi ekki gefa upp hvernig atvikið kom til þegar Morgunblaðið hafði samband í gærkvöldi. „Ég ætla bara að svara fyrirspurninni, ég tek það alvarlega þegar lögð er fram svona fyrirspurn og henni er beint að mér. Maður á að sýna því þá virð- ingu að vinna bara sitt svar og ég ætla ekkert að tjá mig um málið.“ Spurður hvort það náist fyrir þing- lok segir hann að það ætti að vera hægt en annars kemur svarið á vef Alþingis. Morgunblaði/Arnþór Demoncrazy Konurnar gengu berbrjósta frá Alþingishúsinu. Ætlar að svara Sig- mundi á Alþingi Öllum Víðisverslunum hefur verið lokað og engin svör fást frá stjórn- endum fyrirtækisins um ástæður þess og hvort fyrirtækið stefni í gjaldþrot eða sé þegar komið í þrot, eins og sterkur orðrómur hefur verið á kreiki um síðustu daga. Stór birgir verslanakeðjunnar segir eitthvað hafa borið á vanskilum hjá verslun- inni undanfarna mánuði og hefur áhyggjur af því að á annan tug millj- óna bundið í ferskri matvöru liggi undir skemmdum á meðan búðin sé lokuð. Víðisverslanirnar fimm hafa verið lokaðar síðan á fimmtudag og segir í gluggum verslunarinnar að það sé vegna breytinga. Eigendur verslunarinnar hafa ekki svarað ítrekuðum símtölum mbl.is og hafa einhverjir starfsmenn verslunarinn- ar sagt frá því á samfélagsmiðlum að þeir hafi mætt til vinnu og komið að læstum dyrum, og enginn hafi látið þá vita af lokuninni. Í samtali við mbl.is segir Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjara- málasviðs VR, að einhverjir starfs- manna Víðis hafi leitað til stéttar- félagsins og leitað upplýsinga um hvað sé á seyði. VR hafi því sent fyrirspurn til Víðis en engin svör fengið um hvort lokunin sé varanleg eða tímabundin. Ekkert bendir til annars en að starfsmenn hafi fengið greidd laun um síðustu mánaðamót, að sögn Bryndísar, og hún segir rétt starfs- manna alveg skýran upp á að þeir eigi að fá uppsagnarfrest greiddan hjá fyrirtækinu, sé um gjaldþrot að ræða. Allar verslanir Víðis lokaðar  Engin svör fást frá eigendum Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Íslendingum hefur gengið vel á Evrópumótinu í brids í Oostende í Belgíu. Mótinu lýkur á laugardag og er keppni í opnum flokki rúmlega hálfnuð. Íslenska liðið er í fjórða sæti sem stendur og vann allar viðureignir sínar í gær, að undan- skilinni rimmu gegn Norðmönnum þar sem íslenska liðið tapaði 15-5. Liðið hefur verið í efstu fimm sætunum frá því mótið hófst, en átta efstu liðin vinna sér inn þátt- tökurétt á heimsmeistaramóti. Liðið etur kappi við sterkar brids- þjóðir í dag, Ítalíu og Þýskaland. Hollendingar vermdu fyrsta sætið í gærkvöldi, Ungverjar voru í öðru sæti og Ítalir í því þriðja. Alls keppa 34 þjóðir í opna flokkn- um. Í kvennaflokki og öðlingaflokki gekk illa á sunnudag, en í gær unnu liðin allar viðureignir sínar og eru bæði um miðja deild. Fundur Evrópska bridgesam- bandsins (EBL) fór fram á laug- ardag. Nýr forseti, Jan Kamras frá Svíþjóð, var kjörinn á fund- inum og Jafet Ólafsson, forseti Bridgesambands Íslands, var endurkjörinn í stjórn sambands- ins. Íslendingar í toppbaráttu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.