Morgunblaðið - 12.06.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á nau
tið
Forsætisráðherra hefur að beiðniformanns Viðreisnar skilað
skýrslu um „aðkomu og hlutdeild
hulduaðila í kosningum til Alþingis“.
Skýrslubeiðnin sýndi að formanni
Viðreisnar sveið eitt-
hvað sem einhver
sagði og formaðurinn
hefði frekar viljað að
látið hefði verið
ósagt. Það var út af
fyrir sig fróðlegt fyr-
ir þá sem misstu af
glæpnum.
Skýrslan sjálf skil-aði hins vegar
litlu eins og við var
að búast um skýrslu
um huldufólk.
Vinsælt er að halda því fram, ogekki aðeins hér á landi, að nafn-
lausir á netinu hafi mikil áhrif á úr-
slit kosninga. Minna hefur verið um
að sýnt hafi verið fram á áhrifin.
Huldufólkið fer auðvitað alls ekkialltaf með ósannindi, en ósann-
indin eru hvimleið hvaðan sem þau
koma. Þau hafa þó væntanlega
minna vægi komi þau frá ótrúverð-
ugum heimildum en öðrum sem alla
jafna þykja trúverðugar.
Og ætli besta meðalið við missönnumasi á netinu sé ekki að efla
áreiðanlega fjölmiðla sem hafa vilja
og getu til að veita réttar upplýs-
ingar.
Væri þá ekki nær að ljúka vinnu,sem lengi hefur staðið yfir til
að bæta stöðu einkarekinna fjöl-
miðla, en að elta huldufólk?
Eða eru vinstri flokkarnir sáttirvið að tefja þá vinnu á meðan
RÚV með sinn skakka málflutning
sækir fram sem aldrei fyrr á kostnað
annarra miðla?
Katrín
Jakobsdóttir
Er huldufólk
helsti vandinn?
STAKSTEINAR
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Veður víða um heim 11.6., kl. 18.00
Reykjavík 8 súld
Bolungarvík 9 léttskýjað
Akureyri 10 alskýjað
Nuuk 8 léttskýjað
Þórshöfn 10 léttskýjað
Ósló 18 léttskýjað
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 19 heiðskírt
Helsinki 24 heiðskírt
Lúxemborg 17 rigning
Brussel 20 rigning
Dublin 17 skýjað
Glasgow 16 skýjað
London 23 heiðskírt
París 20 þoka
Amsterdam 20 léttskýjað
Hamborg 19 léttskýjað
Berlín 24 heiðskírt
Vín 29 heiðskírt
Moskva 19 léttskýjað
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 18 skúrir
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 27 heiðskírt
Aþena 28 léttskýjað
Winnipeg 20 alskýjað
Montreal 19 léttskýjað
New York 19 heiðskírt
Chicago 18 þoka
Orlando 29 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
12. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:00 23:56
ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33
SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16
DJÚPIVOGUR 2:16 23:39
Sólinni hefur verið misskipt á
landinu fyrstu 10 daga júní. Við
Mývatn voru sólskinsstundirnar
orðnar 118 – eða 11,8 á dag að
meðaltali. Í Reykjavík mældust
sólskinsstundir aðeins 23,0 og hafa
aðeins fimm sinnum verið færri
síðan byrjað var að mæla.
Þetta kemur fram í bloggi
Trausta Jónssonar á Moggablogg-
inu.
Meðalhiti fyrstu tíu daga júní-
mánaðar er 8,6 stig í Reykjavík,
+0,1 stigi ofan meðallags sömu
daga áranna 1961-1990, en -1,2
stigum neðan meðallags síðustu tíu
ára. Hitinn er í 15. sæti sömu daga
á öldinni.
Mun hlýrra hefur verið á Norð-
ur- og Austurlandi. Á Akureyri er
meðalhiti fyrstu tíu dagana 12,0
stig. Þetta er fjórða hlýjasta júní-
byrjun þar frá 1936. Á Austurlandi
eru dagarnir tíu einnig meðal
þeirra hlýjustu sem vitað er um.
Miðað við síðustu tíu ár er já-
kvæða vikið mest á hálendinu
norðaustanlands. Við Upptyppinga,
Kárahnjúka og á Eyjabökkum er
hitinn 6,5 stigum ofan meðallags.
Nú virðist talsverð breyting á
veðurlagi vera að eiga sér stað og
líklegt að saxist eitthvað á já-
kvæðu hitavikin norðanlands og
austan næstu tíu dagana, segir
Trausti.
Sigurðir Þór Guðjónsson veður-
sagnfræðingur er einnig á Mogga-
blogginu. Hann bendir á að síðast-
liðinn föstudag hafi hiti einhvers
staðar á landinu farið í 20 stig eða
meira samfellt í 11 daga. Það er
met í dagafjölda svo snemma sum-
ars, a.m.k. frá stofnun Veðurstof-
unnar árið 1920. sisi@mbl.is
Sólskinsstundum er misskipt
Trausti
Jónsson
Sigurður Þór
Guðjónsson
A-listi og N-listi í Húnavatnshreppi
hafa náð saman um myndun meiri-
hluta fyrir komandi kjörtímabil. Var
samningurinn undirritaður á sunnu-
dag fyrir fyrsta fund nýrrar sveitar-
stjórnar. Jón Gíslason, oddviti A-
lista, verður oddviti sveitarstjórnar
og Ragnhildur Haraldsdóttir, odd-
viti N-lista, verður varaoddviti.
Sammæltust listarnir jafnframt um
að endurráða Einar Kristján Jóns-
son sem sveitarstjóra Húnavatns-
hrepps. Málefnasamningur listanna
verður gerður aðgengilegur á
heimasíðu sveitarfélagsins fyrir þá
sem vilja kynna sér helstu áherslur
nýs meirihluta.
Samstarf
A-lista og
N-lista
Nýr meirihluti í
Húnavatnshreppi
Oddvitar Jón Gíslason, oddviti A-lista, og
Ragnhildur Haraldsdóttir, oddviti N-lista.