Morgunblaðið - 12.06.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018
Honeywell borðviftur, gólfviftur
og turnviftur – gott úrval.
Hljóðlátar viftur í svefnherbergi.
Viftur sem gefa gust á vinnustaði.
Sími 555 3100 www.donna.is
Erum nú á Facebook:
donna ehf
Gott úrval af gæðaviftum
frá Honeywell. Margar stærðir
og gerðir. Nánari upplýsingar
hjá Donna ehf. vefverslun
www.donna.is
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 5.990
Str. S-XXL
Nanni svartar
ökklabuxur
Ranglega var farið með nafn Guð-
bjarts Guðbjartssonar, eins eigenda
bakarís í Prag, í blaðinu í gær, bæði í
myndatexta og inngangi á bls 12, og
hann óvart sagður Guðbrandur Guð-
brandsson. Hlutaðeigandi eru beðn-
ir velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Guðbjartur í Prag
Hafnasamlag Norðurlands tók á
sunnudag á móti nýjum og öfl-
ugum dráttarbáti, sem smíðaður
var í skipasmíðastöðinni Armon í
norðurhluta Spánar. Guðný
Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitar-
stjóri í Grýtubakkahreppi og
stjórnarmaður í Hafnasamlaginu,
gaf skipinu nafnið Seifur við mót-
tökuathöfnina. Báturinn er með 42
tonna togkraft og því fjórfalt öfl-
ugri en sá sem fyrir er. Kaup-
verðið er um 490 milljónir króna
og er það á pari við kostnaðar-
áætlun, segir á heimasíðu Vega-
gerðarinnar.
Báturinn hefur verið inni á sam-
gönguáætlun og er smíði hans
styrkt um tæp 60% af hafnabóta-
sjóði.
Hann er 22 metra langur og níu
metra breiður. Báturinn er búinn
azimuth-skrúfubúnaði og verður
öflugasti dráttarbátur landsins.
Hann er með tveimur Cummins-
vélum 1193 kW og er m.a. búinn
sprautu til að slökkva eld og 25
tonnmetra þilfarskrana.
Svara kalli nýrra tíma
„Með því að festa kaup á svo
öflugum dráttarbát er svarað kalli
breyttra tíma, skipin stækka og
núverandi dráttarbátar hafa ekki
verið nógur öflugir fyrir Hafna-
samlagið. Með tilkomu nýja báts-
ins eykst öryggið til muna og
þjónustugildið eykst gríðarlega.
Einnig opnast möguleikar á að
þjónusta aðrar hafnir á Norður-
landi eins og t.d. Húsavíkurhöfn
en mikil þörf er á þjónustu
dráttarbáts þar eftir að stóriðjan
á Bakka opnaði,“ segir á heima-
síðu Vegagerðinnar.
Innan vébanda Hafnasamlags
Norðurlands eru hafnirnar á
Akureyri, Hjalteyri, Svalbarðs-
eyri, Grenivík, Hrísey og Grímsey.
Pétur Ólafsson er hafnarstjóri.
aij@mbl.is
Gamli og nýi tíminn Með auknum umsvifum, meðal annars með fjölgun skemmtiferðaskipa, var talin þörf á öflugri
dráttarbát. Myndin er tekin í Fiskihöfninni á Akureyri og sýnir bátakost Hafnasamlags Norðurlands.
Öflugur dráttarbátur
eykur öryggi og þjónustu
Seifur kostar um hálfan milljarð Sá öflugasti á landinu
Þrjú íslensk uppsjávarskip voru í
gær á kolmunnaveiðum, Guðrún
Þorkelsdóttir frá Eskifirði var í
færeyskri lögsögu og Grandaskip-
in Venus og Víkingur við lögsögu-
mörk suðaustur af landinu. Kol-
munnaskipin héldu til veiða eftir
sjómannadagshelgina en árangur-
inn varð lítill og undir lok vik-
unnar komu flest þeirra til hafn-
ar.
Í Neskaupstað lágu í gær Börk-
ur NK, Beitir NK, Margrét EA,
Bjarni Ólafsson AK og græn-
lenska skipið Polar Amaroq. Skip-
in munu hafa leitað í Rósagarð-
inum en afar lítið fundið og því
þótti ráðlegast að gera hlé á veið-
unum, segir á heimasíðu Síld-
arvinnslunnar. Polar Amaroq
landaði slatta af kolmunna í Nes-
kaupstað á laugardag og er verið
að undirbúa skipið til veiða á mak-
ríl og síld í grænlenskri lögsögu.
„Við gerum ráð fyrir að halda
til veiða upp úr 20. júní. Við mun-
um partrolla með Polar Princess
eins og við höfum gert þrjú síð-
ustu sumur. Í fyrra fengum við
tæplega 15.000 tonn af makríl og
síld. Ég geri ráð fyrir að við byrj-
um á að veiða makríl því síldin er
seinna á ferðinni vegna hafíss og
sjávarkulda,“ er haft eftir Geir
Zoëga skipstjóra á heimasíðu Síld-
arvinnslunnar. aij@mbl.is
Tregt undanfarið á kolmunnaveiðum
Opinn kynningarfundur um lands-
mót hestamanna verður haldinn í
Reiðhöllinni í Víðidal, efri hæð, í
dag, þriðjudag, klukkan 17.30 til
18.30.
Landsmót hestamanna verður
haldið í Reykjavík dagana 1. til 8.
júlí næstkomandi. Á fundinum fer
Áskell Heiðar framkvæmdastjóri
mótsins yfir framkvæmd og skipu-
lag, mótssvæðið og þjónustu sem í
boði verður. Á fundinum verður
tekið við skráningum sjálfboðaliða
sem geta unnið sér inn miða með
vinnu á mótinu.
Kynning á
landsmóti
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Grípa þarf til aðgerða til að koma í
veg fyrir óeðlileg áhrif á kosningar
þar sem stjórnmálasamtök, aðilar
tengdir þeim eða aðilar sem draga
taum tiltekinna stjórnmálaafla geta
beitt sér með óprúttnum hætti án
þess að kjósendur geti áttað sig á
hver eigi í hlut eða varað sig á annar-
legum hvötum og hagsmunum sem
kunna að búa að baki.
Þetta kemur fram í niðurstöðu-
kafla nýrrar skýrslu Katrínar
Jakobsdóttur forsætisráðherra um
aðkomu og hlutdeild hulduaðila í
kosningum til Alþingis. Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, formaður Við-
reisnar, auk fleiri alþingismanna,
óskaði eftir skýrslunni.
Í skýrslunni segir að engar vís-
bendingar séu um aðkomu erlendra
aðila að kosningabaráttu hér á landi
eins og gerst hefur í sumum öðrum
ríkjum.
Síður hulduaðila ekki ólöglegar
Fram kemur að umræða um óeðli-
leg afskipti af lýðræðislegum kosn-
ingum hafi verið mikil erlendis
undanfarin ár, ekki síst á sam-
félagsmiðlum. Í Bandaríkjunum
standi t.a.m. yfir
opinber rannsókn
á aðkomu rúss-
neskra aðila að
forsetakosning-
um þar í landi ár-
ið 2016. Þar sé
grunur um að er-
lendir aðilar hafi
reynt að hafa
áhrif á kosningar
með því að dreifa
falsfréttum eða magna upp fréttir.
Um aðkomu hulduaðila að kosn-
ingum hér á landi segir að borið hafi
á nafnlausum auglýsingum á sam-
félagsmiðlum hér á landi sem beinst
hafi gegn tilteknum stjórnmála-
flokkum. Á Facebook hafi verið
áberandi síðurnar Kosningar 2016
og Kosningar 2017 sem beint hafi
spjótum að flokkum á vinstri væng
stjórnmálanna og Kosningavaktin
sem hafi rekið áróður gegn flokkum
á hægri vængnum.
Ekki sé ljóst hver eða hverjir hafi
staðið að baki þessum síðum.
Í skýrslunni segir að ekkert bendi
til þess að umræddar herferðir hafi
verið ólöglegar miðað við núgildandi
lög á Íslandi og að baki rannsóknar-
heimildum lögreglu þyrfti að búa
grunur eða kæra um refsivert brot.
Beinir spjótum
að hulduaðilum
Koma í veg fyrir áhrif á kosningar
Katrín
Jakobsdóttir
Fasteignir
Ljósmynd/Landsmót
Hross Fjölmenni sækir jafnan
landsmót íslenskra hestamanna.