Morgunblaðið - 12.06.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2013
- 2017
ota, Hyundai, Nissan,
, og fleiri gerðir bíla
ER BÍLLINN ÞINN
ÖRUGGUR
Í UMFERÐINNI?
Varahlutir í...
12. júní 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 105.61 106.11 105.86
Sterlingspund 141.0 141.68 141.34
Kanadadalur 81.23 81.71 81.47
Dönsk króna 16.691 16.789 16.74
Norsk króna 13.081 13.159 13.12
Sænsk króna 12.117 12.187 12.152
Svissn. franki 106.93 107.53 107.23
Japanskt jen 0.9592 0.9648 0.962
SDR 149.85 150.75 150.3
Evra 124.35 125.05 124.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.5368
Hrávöruverð
Gull 1299.2 ($/únsa)
Ál 2287.0 ($/tonn) LME
Hráolía 77.39 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Úrvalsvísitala
Kauphallar Íslands
lækkaði um 1,25%
í tæplega 2 millj-
arða króna við-
skiptum á fyrsta
viðskiptadegi vik-
unnar.
Mest lækkaði
gengi hlutabréfa í
Högum, um 2,2% í
rúmlega 420 millj-
óna króna viðskiptum. Þá lækkaði gengi
hlutabréfa í Regin um 1,58% í tæplega
100 milljóna króna viðskiptum.
Eimskip var eina félagið í Kauphöll-
inni sem hækkaði í viðskiptum gær-
dagsins. Gengi bréfa í Eimskipi hækkaði
um 0,26% í 68 milljóna króna við-
skiptum.
Mest voru viðskipti með bréf Haga í
gær, en einnig var umtalsverð velta
með bréf Heimavalla, fyrir 401 milljón
króna, og N1, 343 milljónir króna.
Rauður dagur í hluta-
bréfum í Kauphöllinni
Lækkun Gengi
flestra félaga féll.
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Gera má ráð fyrir að þátttaka lífeyr-
issjóða verði takmörkuð í yfirstand-
andi útboði á fjórðungshlut í Arion
banka ef útboðsgengið verður í efri
mörkum þess sem gefið hefur verið
upp. Um nýliðin mánaðamót var gef-
in út skráningarlýsing á bankanum
og því lýst yfir um leið að Kaupskil
og félag sem stýrt er af Attestor
Capital stefndu að því að losa um all-
stóran hluta eignar sinnar í Arion
banka, sem nú nemur 68%, á geng-
inu 0,6-0,7 af bókfærðu eigin fé bank-
ans. Endanlegt sölugengi mun ráð-
ast af eftirspurn í útboðinu en þar
geta fjárfestar lagt inn pantanir fyrir
hlutum í bankanum og tilgreint hvar,
innan fyrrnefnds verðbils, þeir eru
tilbúnir til að ganga að viðskiptum
með hlutafé Arion.
Sjóðirnir enn á ný að borðinu
Á undanförnum vikum hafa
fulltrúar seljenda róið öllum árum að
því að koma hlutafé bankans á fram-
færi, ekki síst við erlenda fjárfesta.
Bankinn verður skráður á markað í
lok vikunnar og verður það gert með
tvöfaldri skráningu í Kauphöllum
Nasdaq OMX, í Reykjavík og í
Stokkhólmi. Hin tvöfalda skráning
var talin forsenda fyrir því að draga
erlenda fjárfesta að borðinu.
En þá hafa einnig væntingar stað-
ið til þess að fá stóra íslenska fjár-
festa að bankanum. Þar hljóta lífeyr-
issjóðirnir að vega þungt en að
minnsta kosti tvær tilraunir hafa
verið gerðar til þess að fá þá að borð-
inu án árangurs. Síðari tilraunin
hleypti illu blóði í samskipti sjóðanna
og forsvarsmanna Kaupskila en
fulltrúar lífeyrissjóðanna töldu að
Kaupskil hefðu leikið tveimur skjöld-
um í þeim viðræðum. Urðu málalykt-
ir þær, í kjölfar þess að í ljós kom að
Kaupskil hefðu haldið viðræðum við
sjóðina áfram nokkru eftir að félagið
hafði skuldbundið sig til að selja eig-
endum sínum hluti í bankanum, að
félagið bauðst til þess að greiða út-
lagðan, tugmilljóna kostnað sjóð-
anna, vegna viðræðnanna sem endað
höfðu í harkalegu strandi.
Liggja enn yfir ákvörðuninni
Heimildir Morgunblaðsins innan
úr lífeyrissjóðakerfinu herma að
fæstir lífeyrissjóðirnir hafi gert end-
anlega upp hug sinn um með hvaða
hætti þátttöku þeirra verði háttað í
útboðinu sem lýkur á fimmtudag en
margar sjóðstjórnir munu sitja fundi
um málið í dag og næstu daga þar
sem þátttakan verður kortlögð og
ákvörðuð.
Lítið spenntir fyrir hæsta verði
Heimildir blaðsins herma hins
vegar að sjóðirnir hyggist ekki skrá
sig fyrir stórum fjárhæðum í útboð-
inu nema við neðri mörk verðbilsins.
Því kunni í ákveðnum tilvikum að
verða lítið úr þátttöku sjóðanna,
verði útboðsgengið nær 0,7 en 0,6 af
bókfærðu eigin fé.
Meðal þess sem sjóðirnir hafa nú
til skoðunar eru þau áhrif sem eign-
arhlutdeild í Arion banka kann að
hafa á áhættudreifingu þeirra. Þar
er verið að kortleggja krosseigna-
tengsl í íslensku efnahagslífi og
hvernig þær eignir sjóðanna, sem
margar hverjar liggja í trygginga-
félögum, skuldabréfum útgefnum af
bönkunum og beinum lánveitingum
til húsnæðiskaupa einstaklinga,
kunna að hafa áhrif á fyrrnefnda
áhættudreifingu. Þannig segja við-
mælendur blaðsins að margt bendi
til þess að eignarhlutur í Arion
banka auki í litlu áhættudreif-
inguna.
Hlutdeild lífeyrissjóðanna
mun ráðast af útboðsgenginu
Morgunblaðið/Eggert
Útboð Arion banki verður skráður á markað í lok vikunnar, fyrstur viðskiptabankanna eftir bankaáfallið 2008.
Frumútboði í Arion banka lýkur á fimmtudag Sjóðirnir meta nú stöðuna
Hagnaður samstæðu Ísfélags Vest-
mannaeyja á síðasta ári var 4,2
milljónir bandaríkjadala, jafngildi
um 446 milljóna króna á núverandi
gengi. Til samanburðar var hagn-
aður félagsins 20,9 milljónir dala
árið 2016.
Rekstrartekjur námu 103,6 millj-
ónum dala og drógust saman um
5,3 milljónir dala á milli ára. Á
sama tíma jukust rekstrargjöld um
4,6 milljónir dala og námu þau 77,8
milljónum dala á síðasta ári.
Hagnaður fyrir afskriftir, fjár-
magnsliði og skatta nam 25,8 millj-
ónum bandaríkjadala. EBITDA-
framlegð var 24,9% á síðasta ári, en
til samanburðar var hún 32,7% á
árinu 2016.
Gengismunur var neikvæður um
tæpar 9 milljónir dala á síðasta ári,
en hann var jákvæður um liðlega 2
milljónir árið á undan. Heildar-
eignir Ísfélags Vestmannaeyja
námu 293 milljónum dala í lok síð-
asta árs. Eigið fé nam 139 millj-
ónum dala, jafngildi um 14,7 millj-
arða króna á núverandi gengi.
Eiginfjárhlutfall var 47,7% um ára-
mótin og var nær óbreytt frá ár-
mótunum þar á undan.
Morgunblaðið/Ófeigur
Ísfélag Vestmannaeyja Um 11 milljóna
dala sveifla var í gengismun á milli ára.
Hagnaður Ísfélagsins dróst saman milli ára
Arion banki gerir
ráð fyrir því að
verðbólga hér á
landi aukist á milli
mánaða og fari úr
2,0% í maí í 2,4% í
júní. Mæling Hag-
stofunnar á vísi-
tölu neysluverðs
fyrir þennan mán-
uð verður birt 27. júní.
Greiningardeild Arion spáir nú
0,4% hækkun neysluvísitölu í júní.
Það er örlítið meiri hækkun en síð-
asta spá bankans gerði ráð fyrir og
birt var í kjölfar vísitölubirtingar
Hagstofunnar í lok maí. Að mati
Arion banka eru helstu áhrifaliðir á
verðbólguna í júní bensínverð og
flugfargjöld. Mæling greiningar-
deildarinnar bendir til 2,7% hækk-
unar bifreiðaeldsneytis, sem hefur
um 0,09% áhrif á vísitöluna til
hækkunar. Mæling á þróun flugfar-
gjalda bendir til um 5,8% hækkunar
fargjaldanna frá því í maí, sem hef-
ur 0,08% áhrif á vísitöluna til hækk-
unar.
Arion banki spáir því að verð-
bólga verði í kringum verðbólgu-
markmið fram á sumar en fari síð-
an í um 3% í haust.
Arion banki spáir meiri verðbólgu í júní
Dæla Bensínverð
hefur hækkað.