Morgunblaðið - 12.06.2018, Page 17

Morgunblaðið - 12.06.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR Utanríkisráðherrar Þýskalands, Frakklands, Rússlands og Úkraínu hittust í gær í Berlín, höfuðborg Þýskalands, en fundinum var ætlað að vera nýtt upphaf að friðarferli í Úkraínudeilunni, sem nú hefur geisað í um fjögur ár. Meira en 10.000 manns hafa látið lífið í deil- unni og enn eru nær daglega skær- ur á milli úkraínska stjórnarhersins og rússneskumælandi uppreisnar- manna í austurhluta landsins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Petró Porosjenkó, forseti Úkra- ínu, töluðust við í síma á laugardag- inn til þess að undirbúa jarðveginn fyrir fundinn. Ræddu forsetarnir meðal annars möguleikann á að skipst yrði á föngum. Fundurinn í gær markaði nokkur tímamót, þar sem þetta var fyrsti fundur fulltrúa þessara fjögurra ríkja í um 16 mánuði, en saman stóðu Þjóðverjar og Frakkar að hinu svonefnda Minsk-samkomulagi á milli Rússa og Úkraínumanna, sem í orði kveðnu átti að tryggja vopnahlé í deilunni. Samkomulagið hefur hins vegar verið þverbrotið af báðum deiluaðilum og ríkti því lítil bjartsýni fyrir fundinn í gær um ár- angur. Sagði Heiko Maas, utan- ríkisráðherra Þýskalands, að enn væri mjög langt á milli Úkraínu- manna og Rússa, og því mætti gera ráð fyrir erfiðum viðræðum. Jean- Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, tók í sama streng fyrir helgi og sagði að trúverðugleiki Minsk-samkomulagsins væri að veði. Frakkar kynntu í síðustu viku nýja ályktun í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna, þar sem brot á vopnahléinu voru fordæmd. Var ályktunin samþykkt samhljóða, þar á meðal af Rússum. sgs@mbl.is Reynt að endurræsa ferlið  Porosjenkó og Pútín ræddust við í síma um helgina Fundur Bílar ráðherranna skörtuðu flöggum ríkjanna líkt og vera ber. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Leiðtogafundur Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, átti að hefjast í Singapúr klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Morg- unblaðið var þá farið í prentun. Viðræður í aðdraganda fundarins hafa gengið mun hraðar en búist var við, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Hvíta húsinu. Í frétt á vef BBC kemur fram að Trump og Kim muni verða einir á fundinum, og ein- ungis túlkar viðstaddir. Strax að fundi loknum mun Trump yfirgefa Singapúr og halda til Washington. Vivian Balakrishnan, utanríkis- ráðherra Singapúr, segir í samtali við BBC að eftir samtal við Kim og Trump sé ljóst að leiðtogarnir séu af- ar öruggir með sig. Vivian hitti bæði Trump og Kim á sunnudagskvöld, en leiðtogarnir dvelja á sitthvoru hót- elinu í Singapúr. Markmið leiðtoganna fyrir fund- inn eru afar ólík, en talið er að Trump líti á fundinn sem tækifæri til að semja um afvæðingu kjarnorku- vopna Norður-Kóreu og endanlegan frið á Kóreuskaga. Kim telur hins vegar að á fundinum geti honum tek- ist að fá viðskiptaþvingunum gagn- vart Norður-Kóreu aflétt og um leið styrkja stöðu sína sem leiðtogi þar í landi. Ýmsar niðurstöður mögulegar Í frétt á vef ABC fer Andrea Berger, fræðimaður við Middlebury- háskólann í Kaliforníu, yfir nokkrar mögulegar niðurstöður leiðtoga- fundarins. Þar kemur fram að nið- urstaða fundarins geti verið allt frá afvæðingu kjarnorkuvopna í Norð- ur-Kóreu til hugsanlegra stríðsátaka milli landanna. Andrea segir að í fullkomnum heimi Trumps og bandamanna hans muni Norður-Kórea verða við kröf- um um algjöra óafturkallanlega af- vopnun kjarnorkuvopna. Flestir sér- fræðingar eru þó sammála um að ef svo ólíklega vilji til að það takist sé langur vegur þar til Norður-Kórea hefur afvopnast algjörlega. Trump hefur þess utan sagt að nær engar líkur séu á því að endanlegt sam- komulag náist á fundinum, enda hafi það aldrei verið ætlunin. „Þetta er fyrsta skrefið. Við munum ekki hitt- ast og skrifa um leið undir samning á fyrsta fundi enda hefur það aldrei verið stefnan. Ég er hins vegar bjartsýnn á að þetta verði skref í rétta átt,“ sagði Trump við blaða- menn í gær. Andrea segir að það sem geri fundinn áhættusaman séu hugsan- legir fylgifiskar mistaka sem leiðtog- arnir gætu gert á fundinum. Hætta er á því að fundurinn byrji illa og það geti þróast mjög hratt yfir í persónu- legar árásir milli leiðtoganna. Eins og fram kom í fréttum fyrr á árinu hefur Trump m.a. kallað Kim „lítinn og feitan“ og Kim svarað því með því að kalla Trump „elliæran“. Andrea segir að versta mögulega niðurstaða fundarins sé sú að leiðtogarnir gangi frá samningaborðinu ósáttir. Með því gætu samskipti ríkjanna snar- versnað, sem á endanum gæti leitt til stríðsátaka. Flestir sérfræðingar eru þó á því að útkoma fundarins verði talsvert hófsamari en fyrrgreindar niður- stöður. Mestar líkur séu á því að fundinum ljúki með sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna eftir góðar samræður. Þá verði viðræðum emb- ættismanna ríkjanna haldið áfram. Eiga ýmislegt sameiginlegt Þrátt fyrir að Kim Jong-un og Trump geti vart verið ólíkari er ýmislegt sem sameinar leiðtogana. Báðir krefjast leiðtogarnir mikill- ar tryggðar bandamanna sinna og hika ekki við að láta fólk fara sem ekki er hliðhollt þeim. Síðustu mán- uði hefur Trump rekið fjölda starfs- manna Hvíta hússins sem ekki hafa fylgt stefnu hans. Ber þar helst að nefna Rex Tillerson, fyrrv. utanrík- isráðherra, og Hope Hicks, fyrrv. samskiptastjóra Hvíta hússins, auk annarra háttsettra embættismanna. Í Norður-Kóreu hefur svipað ver- ið upp á teningnum, en fjöldi hátt- settra embættismanna hefur verið látinn fara undanfarin misseri. Nú síðast rak Kim þrjá æðstu embætt- ismenn norður-kóreska hersins og setti í þeirra stað menn hliðhollari sér. Þá hafa báðir leiðtogarnir mikla þörf fyrir viðurkenningu á alþjóða sviðinu. Ef fundurinn verður til þess að ríkin færast nær samkomulagi styrkja báðir leiðtogar stöðu sína heima fyrir. Þess utan veitir það leið- togunum eftirsótta viðurkenningu á alþjóðlegum vettvangi. Að því er fram kemur á vef AFP er þó eitt atriði sem sameinar leið- togana fremur en önnur. Fjölskyldu- tryggð leiðtoganna er afar mikil, en báðir setja þeir fjölskyldur sínar framar öllu. Það hefur sýnt sig í ráðningum leiðtoganna í embættis- stöður heima fyrir, en þar hafa þeir báðir sett sína nánustu í háttsettar stöður. Í Norður-Kóreu nýtur Kim liðsinnis systur sinnar, Kim Yo-jong, en Trump hefur ráðið dóttur sína, Ivönku Trump, og tengdason, Jared Kushner, sem ráðgjafa innan Hvíta hússins. Þrátt fyrir að leiðtogana greini á um margt er ljóst að ýmislegt sam- einar þá. Spurningin er hins vegar hvort það geti nýst á leiðtogafund- inum í dag. Margt getur gerst á leiðtogafundi  Mikil spenna vegna fundar Trumps og Kim Jong-un  Ýmsar misgóðar niðurstöður mögulegar AFP Mættur Donald Trump við komuna til Singapúr seint í fyrrakvöld. Í dag fer fram fundur hans og Kim Jong-un.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.