Morgunblaðið - 12.06.2018, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fáum klukku-
stundum eftir að
þetta blað fór í
prentun stóð til að
fyrsti fundur
þeirra Donalds
Trump forseta og
Kim Jong-un,
erfðavaldhafa kommúnista-
flokks Norður-Kóreu, hæfist.
Þessi fundur kemur ekki til af
góðu.
Þrír síðustu forsetar
Bandaríkjanna settu sér það
markmið og hétu kjósendum
sínum því að koma í veg fyrir
að Norður-Kórea kæmi sér
upp kjarnorkuvopnum. Sú
ætlun ríkisins stangaðist á við
alþjóðlega sáttmála og álykt-
anir Sameinuðu þjóðanna. Það
voru að auki margar ríkulegar
ástæður til þess að komið yrði
í veg fyrir að þessi áform
gengju eftir.
Bandamenn Bandaríkjanna
í þessum heimshluta, svo sem
Suður-Kórea, Japan og Taív-
an, búa ekki yfir kjarnorku-
vopnum og er sú staða undir-
strikuð í stjórnarskrá Japan,
þar sem bannað er að landið
eigi slík vopn í fórum sínum.
Nái Norður-Kórea að koma
sér upp kjarnorkuvopnum og
flaugum til að flytja þau landa
á milli væri hin hernaðarlega
staða á svæðinu gjörbreytt og
orðin óþolandi fyrir framan-
talin ríki. En fyrir aðeins fá-
einum misserum vaknaði ver-
öldin upp við þann vonda
draum að einvaldurinn í
Pyongyang hafði náð því
markmiði sem afi hans Kim Il-
sung og faðir hans Kim Jong-
il höfðu stefnt að og unnið að
með leynd.
Bandaríkin og bandalags-
ríki þeirra höfðu beitt Norð-
ur-Kóreu efnahagsþvingunum
til að koma í veg fyrir að þetta
gæti gerst.
En grunsemdir voru uppi
um það að mörg ríki gerðu sitt
til að gera stjórnvöldum í
Norður-Kóreu auðveldara að
komast í kringum þær aðgerð-
ir. Og stjórnvöld í Bandaríkj-
unum grófu einnig sjálf undan
eigin þvingunum, því í tvígang
eftir að samningalotum lauk
með frómum yfirlýsingum
valdamanna í Pyongyang var
slakað á refsiaðgerðum. Þetta
var gert gegn loforðum yfir-
valda um að þau myndu láta af
öllum áformum um smíði
kjarnorkuvopna og burðar-
flauga. Til viðbótar komu
rausnarlegir gjafagerningar í
vörum, þjónustu og beinhörðu
fé og þess ekki beðið að sann-
reyna mætti loforðin. Banda-
ríkin vöknuðu svo upp við
þann vonda draum að þau
höfðu verið blekkt. Þá
sprengdu Norður-Kóreumenn
ekki aðeins eina smásprengju,
heldur nokkrar sí-
fellt öflugri. Hin
öflugasta þeirra er
talin vera 10 sinn-
um öflugri en
sprengjan sem
varpað var á Hiro-
sima.
Og flaugarnar, sem skotið
var á loft í tilraunskyni, náðu
ekki aðeins til nágrannaríkja í
viðkvæmri stöðu. Nú er ekki
lengur neinn vafi á því, að
þetta fátæka og fámenna ríki
ræður yfir flaugum sem geta
borið sprengjur inn á megin-
land Bandaríkjanna. Enn er
ekki fullljóst hvort fullhann-
aður sé búnaður til að koma
slíkum sprengjum fyrir með
öruggum hætti á langdrægar
flaugar, en ástæðulaust er að
vona að langt sé í að þeirri
hindrun verði rutt úr vegi.
Donald Trump hefur, eftir
að hann varð forseti, haldið
miklu þéttar um þetta mál en
fyrirrennararnir. Hann sendi
þrjú risaflugmóðurskip með
tilheyrandi flota í átt að
ströndum Kóreu og hann
beitti Kína mun ákafari þrýst-
ingi en gert hafði verið áður
um að taka fullan og undan-
bragðalausan þátt í að fylgja
ályktunum Öryggisráðsins
eftir. Trump lét varpa ofur-
sprengju á Afganistan. Þetta
er stærsta sprengja sem
heiminum hefur verið sýnd,
þeirra sem ekki lúta lögmálum
kjarnorkunnar. Vafalítið er
talið að sprengjan, sem ekki
var varpað á eiginleg skot-
mörk, hafi ásamt flugmóður-
skipunum þremur verið
áhrifamikið viðvörunarskot
ætlað Kim Jong-un.
Kóreustríðinu, sem hófst
25. júní 1950, er enn ekki
formlega lokið. Hinn 27. júlí
1953 var gert vopnahlé í því
stríði. Trump var þá 6 ára og
langur vegur í að Kim Jong-un
liti augum afa sinn, hinn dýrð-
lega, elskaða og virta leiðtoga
þessarar þjóðar, sem heldur
betur hefur fengið að svitna í
þágu hans, sonar hans og
sonarsonar.
Fréttaskýrendur vestra
hafa þegar reiknað út að Kim
Jong-un muni reyna að sleppa
billega eins og hinir elskuðu
og virtu dásemdarmenn, faðir
hans og afi. Og takist það, sem
þeir reikna með að sé líkleg-
ast, þá muni staða Trumps
veikjast verulega heima fyrir.
Óvissuþátturinn í þessum út-
reikningum er sennilega eink-
um sá að Trump er sagður
óútreiknanlegur, sem sé
reyndar ófyrirgefanlegur
galli.
En hitt er þó viðurkennt að
það er almennt séð mun erfið-
ara að reikna út óútreiknan-
lega menn en hina.
Nú beinast augu að
Singapúr og hvað
verði úr þegar óút-
reiknanleg ólík-
indatól hittist loks}
Mikið undir
Þ
egar einstaklingur með örorku-
eða ellilífeyri er undir ákveðnu
tekjumarki að teknu tilliti til
greiðslna frá Tryggingastofnun
ríkisins og annarra tekna getur
hann átt rétt á uppbót á lífeyri, sbr. 1. mgr. 9.
gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007.
Með því er komið til móts við þann kostnað
sem viðkomandi einstaklingur ber og fæst
ekki greiddur eða bættur með öðrum hætti.
Það öfugsnúna er þó að þessi svonefnda upp-
bót á lífeyri myndar stofn til tekjuskatts sam-
kvæmt lögum um tekjuskatt nr. 90/2003.
Þannig er það óumdeilt að þessar uppbætur á
lífeyri eru í flestum tilvikum algjör bjarnar-
greiði þeim sem þær þiggja, með tilheyrandi
sköttum og skerðingum á skerðingar ofan.
Það er skemmst frá því að segja að nú hefur Flokkur
fólksins lagt fram þingsályktunartillögu sem felur í sér
að fjármála- og efnahagsráðherra leggi fram frumvarp
til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt sem tryggi
skattleysi uppbóta á lífeyri, enda flestir sammála um
hversu óeðlilegt það sé að einstaklingar séu skattlagðir
vegna greiðslna sem ætlað er að standa undir kostnaði
þeirra vegna örorku, hreyfihömlunar eða sjúkdóma.
Ráðherra er jafnframt falið að hafa samvinnu við félags-
og jafnréttismálaráðherra til þess að tryggja að skatt-
leysið leiði ekki til skerðinga á greiðslum almannatrygg-
inga til þeirra sem eiga rétt á uppbótum á lífeyri.
Ég hef gjarnan kallað eftir samvinnu í þinginu, „tök-
um saman höndum hvar í flokki sem við stöndum“ hef ég
marghrópað úr öflugasta ræðupúlti landsins.
Nú er ljóst að við höfum unnið áfangasigur og
að þverpólitísk samstaða hefur náðst um
þetta réttlætismál Flokks fólksins. Bar-
áttujaxlinn Guðmundur Ingi Kristinsson er
fyrsti flutningsmaður tillögunnar og með
honum er gjörvallur Flokkur fólksins ásamt
flutningsmönnum úr öllum flokkum á Al-
þingi. Ég get varla lýst þeirri gleði og eftir-
væntingu sem hríslaðist um mig þegar
fulltrúar flokkanna stigu í pontu Alþingis
hver á fætur öðrum og óskuðu okkur til ham-
ingju með málið okkar. Öllum bar saman um,
að hér væri á ferðinni réttlætismál sem gleði-
legt væri að fá að styðja og fylgja alla leið.
Nú er boltinn kominn til fjármála- og efna-
hagsráðherra og megum við vænta þess að
hann komi fram með frumvarpið eigi síðar en 1. nóv.
2018.
Ég er þakklát öllum þeim sem lögðust á árar með
Flokki fólksins svo að þetta sanngirnis- og réttlætismál
megi ná fram að ganga.
Þau sýndu öll kærleika og velvild gagnvart þeim sem
þurfa á hjálp okkar að halda. Þessi áfangasigur er því
ómetanlegur og gerir þetta allt þess virði.
Ég trúi, að þetta sé fyrsta skrefið á þeirri vegferð
Flokks fólksins að útrýma fátækt á Íslandi og að við
munum gera það öll saman.
ingasaeland@althingi.is
Inga Sæland
Pistill
Áfangasigur
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Í skólum þar sem stjórnendur
hafa meira svigrúm til að semja um
ábyrgð, vinnuskilyrði og laun kenn-
ara er auðveldara að fá hæfa kenn-
ara í krefjandi bekki. Þar virðist
námsárangur nemenda einnig vera
betri en þar sem minna er um svig-
rúm og ábyrgð skólastjórnenda við
ráðningar og samninga við kennara.
Þetta er meðal niðurstaðna
skýrslu sem OECD birti í gær, en
hún byggist á greiningu og meðal-
tali niðurstaðna alþjóðlegrar
kennarakönnunar PISA sem gerð
var árin 2006 og 2015. Segir stofn-
unin að niðurstöður könnunarinnar
geti nýst til að auka gæði og bæta
innviði menntunar og tryggja öllum
nemendum hágæða kennslu. Skóla-
stjórar hafi í könnuninni gefið í skyn
að skortur á hæfum kennurum sé
stór hindrun í að sigrast á ójöfnum
tækifærum nemenda og bæta náms-
árangur. Flest lönd höndli erfiða
skóla með því að fækka í bekkjum
og/eða auka hlutfall kennara á
hvern nemanda í stað þess að ráða
kennara sem valda starfinu.
Í yfir þriðjungi landanna sem
þátt tóku í könnun PISA voru kenn-
arar í fátækustu skólum þó ekki
minna hæfir eða reyndir en að með-
altali. Meira sé hægt að gera í upp-
hafi þjálfunar kennara, með leið-
beiningum og faglegri þróun til að
gera þá hæfa til að vinna í skólum
hverfa sem standa illa efnahagslega.
Góð kennarastefna eigi þrennt
sameiginlegt: Í fyrsta lagi lengra
skyldunám í praktík áður en starfs-
ferill kennara hefst, í öðru lagi tæki-
færi kennara til faglegrar starfsþró-
unar, eins og t.d. verkleg námskeið,
og í þriðja lagi hvatakerfi með mikla
áherslu á símenntun og starfsþróun
kennara.
„Þetta er mjög áhugaverð
niðurstaða, kennarar hafa sjálfir
verið að kalla eftir meira sjálfstæði í
sínu starfi. Umræðan almennt hefur
verið að ekki megi breyta rekstrar-
formi skóla, þó það auki sjálfstæði
og dragi úr miðstýringu. Rökin eru
m.a. að tryggja verði jöfnuð í skóla-
kerfinu, en starfsumhverfið verður
of ósveigjanlegt,“ segir Sara Dögg
Svanhildardóttir, formaður Sam-
taka sjálfstæðra skóla, í samtali við
Morgunblaðið.
„Sjálfstæðir skólar hafa, þrátt
fyrir að vera háðir framlögum sveit-
arfélaga, miklu meira vald yfir fag-
legri stjórnun og hvernig þeir ráða
til sín kennara en almennt gerist í
opinberum skólum.“ Sara Dögg seg-
ir hafa verið erfitt að hefja umræðu
um að umbuna kennurum sem hafa
getu og vilja til að standa sig vel og
þróa sig í starfi, ennfremur séu
hendur stjórnenda og kennara
bundnar þegar kemur að nýsköpun í
kennslu.
Hún vill hvetja Kennara-
samband Íslands til að eiga frum-
kvæði að samtali um þessi mál, en
kerfið sé letjandi fyrir hæft fólk því
hvatinn til að standa sig vel í erf-
iðum verkefnum sé varla til staðar.
Bákn um starfið
veldur stöðnun
„Sveitarfélögin virðast þramma
í takt við þá samninga sem Sam-
band íslenskra sveitarfélaga gerir
fyrir þeirra hönd, en það er í raun
ekkert sem bannar sveitarfélög-
unum að semja beint við sína
kennara. Möguleikarnir á að
þróast og vaxa í starfinu eru fyrir
hendi en þeir eru of fáir og tak-
markandi og kjarasamningar
hafa ekki tekið nægilegt tillit til
nýsköpunar í kennarastarfinu.
Gríðarlegt bákn utan um kenn-
arastarfið er að valda
stöðnun í kennslu.“
Tækifæri eru til úr-
bóta í skólakerfinu
Morgunblaðið/Hari
Frá kennaraþingi Skýrsla OECD mælir með meira svigrúmi við ráðningar
og í starfsumhverfi kennara til að tryggja öllum nemendum góða kennslu.
Lök frammistaða nemenda með
erfiðan félags- og efnahagslegan
bakgrunn er almennari þar sem
skólar í fátækum hverfum réðu
færri hæfa og reynda kennara en
ef það var gert í ríkari hverfum,
skv. skýrslunni.
„Í flestum löndum er póst-
númer nemanda eða skóla ennþá
ein af bestu vísbendingunum um
velgengni í menntamálum,“
sagði Andreas Schleicher, fram-
kvæmdastjóri menntunar hjá
OECD, er skýrslan var kynnt.
„Niðurstaðan sýnir að
lönd geta jafnað tæki-
færi nemenda í fram-
tíðinni ef þeir ráða
hæfari kennara í stað
fleiri kennara í erfið-
ustu skólana,“ og
bætir við að kennara-
stefna geti haft
úrslitaáhrif fyrir millj-
ónir nemenda upp á
framtíðina.
Jafnari tæki-
færi barna
KENNARASTEFNA GETUR
HAFT ÚRSLITAÁHRIF
Sara Dögg
Svanhildardóttir