Morgunblaðið - 12.06.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018
✝ SólveigÓlafsdóttir
fæddist í Stóra-
gerði, Óslands-
hlíð í Skaga-
firði, 7. janúar
1948, en ólst
upp á Siglufirði
frá 1949. Sól-
veig lést á
kvennadeild
Landspítalans
1. júní 2018.
Foreldrar hennar voru Ásta
Jónsdóttir, húsmóðir og síðar
matráðskona í Reykjavík, f.
10.10. 1909, d. 30.6. 1975, og
Ólafur Halldór Jónsson, bóndi og
búnaðarráðunautur, f. 25.12.
1907, d. 21.7. 1949. Fósturfor-
eldrar hennar voru Guðrún Jóns-
dóttir, húsmóðir, f. 9.8. 1900, d.
19.3. 1979, og Ingólfur Krist-
jánsson, yfirtollvörður á Siglu-
firði, f. 12.10. 1902, d. 15.5. 1998.
Sólveig giftist þann 8.5. 1971
Jónatan Þórmundssyni, laga-
prófessor við Háskóla Íslands, f.
19.12. 1937. Sonur þeirra er Þór-
mundur, sagnfræðingur, f. 1972,
unnusta hans er Gyða Valdís
Guðmundsdóttir, barnahjúkr-
unarfræðingur og flugfreyja, f.
1982. Dætur Þórmundar eru:
Sigurveig, f. 1997, sambýlis-
maður Ólafur Bjarni Bergsson, f.
1997, og Sólveig, f. 2006. Móðir
þeirra er Sóley Halldórsdóttir,
1971-1975 og starfsmaður fjár-
málaráðuneytisins 1975-1976.
Hún sat í stjórn Starfsmanna-
félags RÚV og í samninganefnd
BSRB 1971-1975.
Sólveig lauk laganámi við Há-
skóla Íslands 1982. Hún hlaut
Frank Boas-styrk til laganáms í
Harvardháskóla og lauk þar
meistaranámi (LL.M.) 1983. Vet-
urinn 2001-2002 stundaði hún
laganám við Kaupmannahafnar-
háskóla. Sólveig var fulltrúi í
safna- og listadeild menntamála-
ráðuneytis 1983-1984. Hún var
framkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra auglýsingastofa (SÍA)
1984-2001. Hún sat í ýmsum op-
inberum nefndum og samtökum
evrópskra auglýsingastofa sem
tengdust störfum hennar.
Sólveig var í stjórn Kvenrétt-
indafélags Íslands frá 1972 og
formaður 1975-1981. Hún er enn
yngsta konan til að gegna emb-
ætti formanns. Á fyrsta for-
mannsári sínu tók hún virkan
þátt í skipulagningu kvennafrí-
dagsins 24. október 1975. Hún
sat í yfirstjórn 85-nefndarinnar,
sem stýrði viðburðum á lokaári
kvennaáratugar SÞ. Hún var
formaður útgáfunefndar um
Sögu Kvenréttindafélags Íslands
og sat í stjórn Hlaðvarpans um
árabil, síðast sem formaður. Sól-
veig var kjörin heiðursfélagi
KRFÍ á 100 ára afmæli félagsins
2007.
Útför Sólveigar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 12. júní
2018, kl. 15.
hjúkrunarfræðingur, f.
1975. Börn Gyðu Valdís-
ar eru Stefán Gunnar, f.
2005, og Hildur Guð-
laug, f. 2009. Sonur
Jónatans af fyrra hjóna-
bandi er Sigurður
Freyr, trygginga-
stærðfræðingur, f. 1969,
eiginkona hans er Sig-
ríður Hjördís Jörunds-
dóttir, doktorsnemi í
sagnfræði, f. 1968. Börn
þeirra eru Skarphéðinn Ísak, f.
1996, og Helena Rós, f. 2000.
Sólveig var yngst fjögurra
systkina: Anna Sólveig Simha,
búsett í París, f. 1940; Hólm-
fríður Sólveig, búsett í Garði, f.
1941, d. 2001; Jón Leifur, búsett-
ur í Bergen, f. 1943. Fóstur-
systkini hennar eru: Agnar
Kristján Ingólfsson, f. 1927, d.
1962, og Anna Jóna Ingólfs-
dóttir, f. 1931.
Sólveig ólst upp hjá móður-
systur sinni og eiginmanni á
Siglufirði frá eins árs aldri. Sól-
veig varð stúdent frá Verzlunar-
skóla Íslands 1968. Hún bjó hjá
móður sinni á námsárunum en
var á Siglufirði öll sumur og
vann við síldarsöltun og versl-
unarstörf. Eftir stúdentspróf
vann Sólveig á skrifstofu Verzl-
unarskóla Íslands, var flugfreyja
í sumarstarfi, aðstoðarstarfs-
mannastjóri hjá Ríkisútvarpinu
Elsku hjartans mamma var
einstök kona og fyrirmynd mín í
einu og öllu – hjartagóð, ynd-
isleg, réttsýn og baráttuglöð.
Mamma var fædd í Stóra-
gerði í Skagafirði en ólst upp á
Siglufirði hjá móðursystur sinni
og eiginmanni frá eins árs aldri
eftir skyndilegt fráfall föður
síns.
Upp frá því var hún bæði
Siglfirðingur og Skagfirðingur.
Síldarstúlkan fór nýfermd á
mölina til náms og fagnaði í vor
fimmtíu ára stúdentsafmæli frá
Verzlunarskóla Íslands. Á
námsárunum bjó hún hjá Ástu
móður sinni í Eskihlíð á veturna
og hjá Guðrúnu og Ingólfi á
Siglufirði á sumrin. Fljótlega
eftir að foreldrar mínir kynnt-
ust komu þau sér vel fyrir í
Vesturbænum og hafa alla tíð
búið á sama stað, á æskuheimili
mínu á Bræðraborgarstíg.
Mamma stóð fremst meðal
jafningja í námi og starfi og
stóð oft í fararbroddi í fé-
lagsmálum. Kornung var hún
komin á kaf í jafnréttis- og
mannréttindabaráttu og var
formaður Kvenréttindafélags
Íslands í mörg ár, m.a. þegar
kvennafrídagurinn var haldinn í
fyrsta sinn árið 1975.
Ég tók þátt í þessu með
henni sem barn og varði mikl-
um tíma með henni í höfuð-
stöðvum KRFÍ á Hallveigar-
stöðum. Sérstakt áhugamál mitt
var þó að selja tímarit félagsins,
19. júní, hús úr húsi í Vest-
urbænum. Samhliða kvenfrels-
isbaráttunni skellti mamma sér
í laganám í Háskóla Íslands og
lauk síðar framhaldsnámi við
lagadeild hins virta Harvardhá-
skóla. Þar hlotnaðist mér sá
heiður, ellefu ára gamall, að
standa vaktina á barnum í
útskriftarathöfninni. Ömmu-
hlutverkið var henni afar dýr-
mætt og hún var dýrkuð af
dætrum mínum, Sigurveigu og
Sólveigu, sem alltaf gátu leitað
til hennar til að stússast og
spjalla, leika og fíflast en síðast
en ekki síst að fá aðstoð við lær-
dóminn eða stoppa í sokkana.
Fyrir það er ég óendanlega
þakklátur. Mamma var dáð í
stórfjölskyldunni og hrókur alls
fagnaðar í einstaklega nánum
saumaklúbbum og vinahópum.
Til hennar gat fólk alltaf leitað
og hún reyndist mörgum vel
þegar á reyndi í lífinu.
Mamma og pabbi höfðu dá-
læti á ferðalögum um heim allan
og höfðu sérstakt yndi af því að
skipuleggja ferðir sínar í marg-
ar vikur eða mánuði fyrir brott-
för. Ítalía var þeim sem annað
heimaland og þau þekktu þar
hvern krók og kima. Einnig
lögðu þau í margar spennandi
langferðir en ferðir til Ástralíu
og Nýja-Sjálands annars vegar
og ferðir á Íslendingaslóðir í
Vesturheimi voru þeim sérstak-
lega kærar. Sem strákur
flengdist ég með þeim um allar
trissur og lærði að meta áhuga
þeirra á sögu og menningu
þjóða og smekk þeirra á vand-
aðri ítalskri matargerð.
Enn ein Ítalíuferðin var ein-
mitt komin á kortið fyrir ári síð-
an, að fullu skipulögð og bókuð,
þegar mamma greindist með
krabbamein.
En hún lét það ekki stoppa
sig. Við skyldum nú samt fara í
fjölskylduferðina. Hreint yndis-
lega ferð sem reyndist okkur
öllum svo mikils virði og færði
okkur einstakar minningar.
Mamma hefur reynst mér og
mínum ómetanleg á ferðalaginu
um lífið. Dætrum mínum og
okkur Gyðu. Ég þakka þér fyrir
samfylgdina, elsku mamma, og
fyrir að kenna mér að njóta lífs-
ins.
Þórmundur.
Það er óskiljanlegt og afar
sárt að Sólveig skuli hafa þurft
að láta í minni pokann fyrir erf-
iðum veikindum. Í mínum aug-
um var Sólveig nefnilega sú
sem allt gat, fann lausn á öllum
verkefnum og vandamálum og
fylgdi sinni sannfæringu. Ég
kveð þessa mætu konu með
miklum söknuði en á sama tíma
ylja ég mér við hafsjó minninga
um yndislega tengdamóður,
ömmu og vinkonu.
Sólveig og Jónatan hafa bæði
reynst dætrum okkar Þór-
mundar einstaklega vel og fyrir
það er ég ólýsanlega þakklát.
Það var alveg sama hvað þær
systur fengust við hverju sinni,
alltaf voru amma og afi á
Bræðraborgarstígnum boðin og
búin að hjálpa þeim, gefa þeim
góð ráð og eiga með þeim
gæðastundir. Sigurveig horfir
með söknuði á eftir ömmu sinni
sem m.a. las með henni skóla-
bækurnar, hjálpaði henni að
sauma, skutlaði henni á æfingar
og kenndi henni að standa með
sjálfri sér. Sólveig saknar
ömmu stuð, eins og hún oft
kallaði hana, mjög sárt. Þær
nöfnur gátu hlegið endalaust
saman, mallað eitthvað í eld-
húsinu, dansað barnadansana,
spilað og rætt heima og geima,
svo eitthvað sé nefnt. Fyrir
sjálfa mig var Sólveig fyrir-
mynd, víðsýn og klár, hjálpsöm
og góð og sérlega hress og
skemmtileg. Samverustundir
fjölskyldunnar, bæði heima og
á ferðalögum okkar hérlendis
og um Ítalíu eru dýrmætar og
fyrir þær er ég þakklát. Minn-
ingin um Sólveigu mun fylgja
okkur öllum um ókomna tíð.
Takk fyrir samfylgdina,
elsku Sólveig.
Sóley Halldórsdóttir.
Af hafi ertu komin
og af hafi muntu aftur snúa.
Það er vögguljóð öldunnar
fyrir endilanga manneskju í áralaus-
um bát.
Þar sem undirdjúpin eru fyrirheitið
land
og hún fær að fljóta með silfursílum.
(Steinunn Sigurðardóttir)
Stórfjölskylda okkar Sólveig-
ar móðursystur er dreifð um
heiminn og hittist því sjaldnar
en gaman væri. En þegar þau
tækifæri gefast er glatt á hjalla,
hlegið og spjallað eins og við
hefðum síðast hist í gær. Þar
var Sólveig frænka ávallt í ess-
inu sínu og hrókur alls fagn-
aðar. Raunar var hægt að mæla
hlátrasköll systranna Önnu,
Hólmfríðar og Sólveigar á
skjálftamælum. Bróðir þeirra
Jón Leifur tók þátt í gleðinni á
sinn hátt.
Nú er enn höggvið skarð í
hópinn, Sólveig farin á vit hins
ókunna, leiðina sem móðir okk-
ar fór fyrir rúmlega sautján ár-
um. Hvar sem þær eru núna
systurnar erum við vissar um
að þær eru skellihlæjandi.
Hvíl í friði, kæra frænka.
Ásta, Jóhanna, Þóra Björg
og Sólveig Ólöf.
Nú sit ég á krossgötum, ráð-
villt. Eitt af mínum lífsakkerum
er horfið á braut – og kemur
ekki til baka á þetta hnattkorn
okkar. Það er sárara en tárum
taki. Mesta lán lífs míns er að
hafa ratað veginn í Verzlunar-
skóla Íslands hausið 1962 og við
útskrift 1968 verða hluti af al-
gjörlega frábærum hópi kvenna
sem hafa haldið hópinn óslitið
síðan. Hist næstum því einu
sinni í mánuði í tæp 50 ár –
hlýtur að vera mjög sjaldgæft?
Farið saman í ferðalög utan- og
innanlands og m.a. haldið árlegt
jólaball fyrir fjölskyldur og vini,
þar sem fjöldinn hefur stundum
verið á annað hundrað. Stutt
hver aðra á erfiðum stundum og
glaðst saman á gleðistundum.
Þessi hópur er og mun alltaf
verða mitt lífsakkeri. Nú er enn
eitt þeirra horfið á braut.
Vinátta okkar Sólveigar hef-
ur verið óslitin í 56 ár. Við
bjuggum ekki langt hvor frá
annarri. Sólveig í Eskihlíðinni
og ég á Bollagötunni. Má segja,
að tónlistin hafi verið neistinn
að okkar vináttu. Dag einn þeg-
ar við vorum að ganga heim úr
skólanum, þá spyr Sólveig hvað
ég ætli að gera þá um kvöldið
og sagði ég þá svona frekar treg
að ég ætlaði á sinfóníutónleika.
Það voru nefnilega aðrir en þeir
Mozart og félagar sem voru á
stalli hjá skólafélögunum mín-
um, þannig að ég þorði seint og
illa að viðurkenna að ég væri nú
lítið fyrir aðra en þessi gömlu
brýni. En Sólveig stoppaði
snöggt, greip í handlegginn á
mér og sagði: „Má ég ekki koma
með þér?“ Eftir þetta fórum við
mjög oft á alls konar klassíska
tónleika. Ekki er langt síðan ég
fór með þeim hjónum í Hörpuna
enda öll miklir tónlistaraðdá-
endur. Þessi spor á heimleið úr
skóla voru mikil gæfuspor.
Sólveig var afar ráðagóð og
gott að leita til hennar með
vandamál og spurningar. Þar
var ekkert „udenomsnak“ held-
ur tekið á málum með hrein-
skilni, ákveðni og fyrst og
fremst rökfestu. Ég bar mikla
virðingu fyrir skoðunum hennar
og hlustaði alltaf á það sem hún
hafði fram að færa, enda var
Sólveig afburðagreind, ráðagóð
og víðsýn.
Sólveig var ákaflega kær-
komin á heimili foreldra minna
og töluðu þau um hana sem hún
væri ein af fjölskyldunni. Hún
var með í öllu mögulegu –
veisluundirbúningi, uppvaski,
ökuferðum með nesti og heitt á
brúsa, á góðum stundum uppi í
sumó við próflestur m.a. Mér
fannst alltaf afar slæmt þegar
hún fór norður á Siglufjörð
sumarlangt.
Mikið gæfuspor steig Sólveig
þegar hún fann ástina í lífi sínu,
hann Jónatan, elskulegan, og
var yndislegt að fylgjast með
því. Hef ég borið gæfu til að
geta kallað þessi frábæru hjón
mína bestu vini. Þórmundur og
fjölskylda hefur alltaf átt stóran
sess í hjarta mínu. Ef ég hefði
ekki átt þau hjón að stæði ég
ekki í þeim sporum sem ég send
í í dag. Þakklæti mitt er tak-
markalaust.
Nú sit ég eftir á krossgötum
ráðvillt, hnípin og döpur. Ég bið
þann sem allt gefur og allt tek-
ur að umvefja ykkur sem nú
horfið á eftir Sólveigu yfir móð-
una miklu og gefa ykkur styrk.
Ég votta öllum aðstandendum
nær og fjær mína dýpstu sam-
úð.
Brynja Runólfsdóttir.
Höggvið er stórt skarð í
Siglósystrahópinn eins og við
nefnum saumaklúbbinn okkar.
Sólveig vinkona okkar hefur
kvatt allt of fljótt en minning-
arnar um hana munu ylja okkur
um ókomna tíð. Við Siglósystur
erum jafnöldrur og stofnuðum
klúbbinn 9 ára stelpuskottur í
heimabæ okkar Siglufirði og
höfum hist nær samfellt þessi
60 ár sem liðin eru.
Margt hefur gerst öll þessi ár
en alltaf hefur vináttan verið til
staðar. Við hittumst reglulega í
saumaklúbbum og fundum upp
á ýmsu þess á milli, til dæmis
að ferðast saman innanlands og
utan. Margar ferðir koma upp í
hugann: Stelpuferðin til Kaup-
mannahafnar á aðventunni þeg-
ar Sólveig, sem dvaldi þar um
tíma, sá til þess að Jónatan kom
út til að leiðsegja okkur um Ís-
lendingaslóðir og vera þjónn í
saumaklúbbnum fyrsta kvöldið.
Þá ferð skipulagði Sólveig svo
vel að við munum hana sem eina
af okkar skemmtilegustu ferð-
um. Lundúna-stelpuferðin þeg-
ar við framkvæmdum gjörning í
nýja Tatesafninu í veðurverki
Ólafs Elíassonar. Við lögðumst
á gólfið í hring undir „sólinni“
og sungum leikskólalagið okkar,
„Nú erum við á leiðinni heim“.
Fórum á ABBA söngleikinn um
kvöldið, stóðum allar upp í lokin
og sungum hástöfum með. Ma-
dridarferðin með mökum, þar
sem listasöfn voru heimsótt og
Grappaklúbburinn stofnaður
eftir smakk á mörgum tegund-
um og tilheyrandi skoðana-
skipti. Þar var Sólveig í far-
arbroddi eins og svo oft í
ferðum okkar saman.
Innanlandsferðir okkar voru
ekki síðri. Rangá og Fljótshlíðin
þar sem þau hjónin fræddu okk-
ur um kirkjusögu og ættir sem
sum okkar gátu tengt sig við.
Óteljandi sumarbústaðaferðir
með gönguferðum, pútti, grilli
og miklum hlátrasköllum. Að-
ventuhádegin okkar Siglósystra
á Holtinu síðastliðin 25 ár eru
ógleymanleg. Alltaf var byrjað
á Kir Royal og þegar kaffið kom
pantaði Sólveig sína sérstöku
tegund af koníaki, enda var hún
okkar sérfræðingur um mat og
drykk, var sjálf snilldarkokkur.
Svo tók við búðaráp og innkaup
jólagjafa í miðbæ Reykjavíkur
þar sem Sólveig var oft dugleg-
ust að nota tækifærið.
Sólveig var sannkallaður sól-
argeisli og bar því nafn með
rentu. Hún fékk góðar vöggu-
gjafir, var eldklár, skemmtileg,
hreinskiptin, ákveðin en alltaf
sanngjörn og sérlega réttsýn.
Það munaði um að hafa Sól-
veigu með sér í liði. Hún hafði
létta lund og var með eindæm-
um bóngóð og gaf okkur góð
ráð þegar eftir þeim var leitað.
Það var sannarlega ómetanlegt
að eiga vináttu Sólveigar K.
Ólafsdóttur í öll þessi ár og fyr-
ir það erum við fullar þakklætis.
Elsku Jónatan, Þórmundur,
Sigurveig, Sólveig „nafna“ og
fjölskylda, við samhryggjumst
ykkur af öllu hjarta. Við kveðj-
um Sólveigu með söknuði, vænt-
umþykju og virðingu, blessuð sé
minning hennar.
Árdís, Dagný, Edda,
Jóhanna, Júlíana, Krist-
björg, Lilja, Soffía,
Sólveig St. og Þórdís.
Leið okkar allra lá í Versló.
Af ólíkum ástæðum. Við komum
úr ýmsum áttum og þekktumst
flestar lítið þegar við settumst í
fyrsta bekk. Síðan höfum við átt
samleið í 56 ár. Fyrst í sex
ógleymanleg ár í skólanum og
svo áfram í þá hálfu öld sem lið-
in er frá stúdentsprófi. Sauma-
klúbburinn hefur verið fastur
liður en samskiptin hafa verið á
mörgum fleiri sviðum. Leikhús-
ferðir, utanlandsferðir, ömmu-
jólaböll ofl. Oft höfum við orðað
það hvað við ættum gott að eiga
hver aðra að, saumasysturnar.
Núna þegar við kveðjum okkar
elskulegu Sólveigu skynjum við
það enn sterkar og um leið það
skarð sem hún skilur eftir. Sól-
veig kom frá Siglufirði og talaði
norðlensku og enga tæpitungu.
Hún var björt yfirlitum, hlát-
urmild og hress, opin, rökföst
og ákveðin í sínum pólitísku
skoðunum. Á þeim lá hún aldr-
ei. Jafnrétti kynjanna var henn-
ar baráttumál og því var hún
rétt kona á réttum stað þegar
hún kornung tók að sér for-
mennsku í Kvenréttindafélagi
Íslands. Hún lét okkur allar
ganga í félagið. Síðar settist
hún í háskólann og nam lög-
fræði, hér heima og í Bandaríkj-
unum og þar sem hún var eini
lögfræðingurinn í hópnum nut-
um við hinar sannarlega góðs af
hennar faglegu þekkingu hve-
nær sem á þurfti að halda. Rétt
rúmlega tvítug hitti Sólveig
manninn í lífi sínu og allar göt-
ur síðan höfum við upplifað ein-
læga vináttu og gagnkvæma
virðingu ákaflega samhentra
hjóna sem deildu áhugamálum
og starfsvettvangi. Jónatan fór
létt með að smita Sólveigu af
áhuga sínum á öllu sem ítalskt
er enda eru Ítalíuferðirnar
þeirra orðnar margar. Áhrifin
hafa svo teygt sig til okkar í
saumaklúbbnum í gegnum
bragðgóða rétti með Gorgonsol-
andi nöfnum. Þótt nöfnin vilji
brenglast munum við bragðið
og eigum ekki bara minninguna
heldur líka margar uppskriftir.
Sonurinn Þórmundur var svo
sannarlega mikið óskabarn og
sama er um dætur hans, Sig-
urveigu og Sólveigu, sem hafa
skipað algjöran heiðurssess í lífi
Sólveigar ömmu. Þær hafa
misst mikið. Sólveig var amma
af lífi og sál. Reyndar á það við
um allt sem Sólveig tók sér fyr-
ir hendur. Það var almennilega
gert og ekkert vol eða víl. Tíð-
indunum um ólæknandi sjúk-
dóm tók hún af ótrúlegri yf-
irvegun og æðruleysi.
Sjálfsvorkunn var þar víðs-
fjarri. Hún nýtti tímann vel og
naut þess sem hún gerði. Þrátt
fyrir veikindin fórum við
saumasysturnar í aðventuferð
til Kaupmannahafnar fyrir jólin
og síðan héldu þau Jónatan upp
á stórafmælin sín á milli jóla og
nýárs með glæsilegri og
skemmtilegri veislu. Í djúpri
sorg og með sárum söknuði
kveðjum við okkar kæru Sól-
veigu um leið og við þökkum
fyrir ómetanlega vináttu og
samleið í meira en hálfa öld.
Hugurinn er hjá Jónatan og
fjölskyldunni allri. Þeim send-
um við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Saumaklúbburinn Verzló 68,
Brynja, Elín, Erna, Esther,
Guðrún, Inga, Margrét,
María, Sigrún, Þórunn.
Sólveig Ólafsdóttir leiddi
Kvenréttindafélag Íslands á
gróskutímum í baráttunni fyrir
kvenfrelsi. Sólveig tók sæti í
stjórn Kvenréttindafélagsins
1972 og var kjörin formaður fé-
lagsins 1975, aðeins 27 ára að
aldri.
Er hún enn í dag yngsta kon-
an til að gegna embætti for-
manns Kvenréttindafélagsins
og er einnig meðal þeirra
kvenna sem hvað lengst hafa
gegnt formennsku. Árið 2007
var hún kjörin heiðursfélagi í
Kvenréttindafélagi Íslands.
Sólveig tók við formennsku á
Sólveig Ólafsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést föstudaginn 1. júní. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð.
Hörður Eiríksson
Helga Björk Harðardóttir Sigurjón Árnason
Eygló Harðardóttir Ríkharður H. Friðriksson
Sóldís Harðardóttir Þórbjörn Sigurðsson
Sævar Harðarson Laufey Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn