Morgunblaðið - 12.06.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.06.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018 ✝ VilhjálmurFriðþjófsson fæddist á „Norður- pólnum“ á Akur- eyri 19. ágúst 1947. Hann lést á heimili sínu, Gull- smára 7 í Kópa- vogi, 26. maí 2018. Foreldrar hans voru Friðþjófur Gunnlaugsson skip- stjóri, f. 7.5. 1914, d. 8.5. 2008, og Steinunn Kon- ráðsdóttir húsmóðir, f. 5.10. 1914, d. 21.10. 1988. Systkini Vilhjálms eru Vignir, f. 2.6. 1941, d. 21.4. 1997. Sigurður til sjós og lands, var lengi sölu- maður fyrir Samhjálp og „Fæði fyrir alla“ en lauk síðan námi sem vímuefnaráðgjafi og vann sem umsjónarmaður og ráð- gjafi á Hlaðgerðarkoti og áfangaheimilinu á Miklubraut 20 frá 2004 og til 2011 er hann lét af störfum vegna heilsu- brests. Vilhjálmur var trúaður frá barnæsku, sótti sunnudaga- skóla og var virkur í starfi æskulýðsfélags Akureyrar- kirkju sem unglingur. Í kringum 1982 kynntist hann starfi Hvítasunnusafn- aðarins og tók skírn árið 1984. Árið 2015 fluttust þau hjón í Gullsmára 7 í Kópavogi þar sem Vilhjálmur lést. Útför Vilhjálms fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í dag, 12. júní 2018, og hefst at- höfnin kl. 13. Anton, f. 4.8. 1942, d. 3.6. 1980. Gísli, f. 14.2. 1946, d. í júní sama ár. Stein- unn Erla, f. 28.9. 1950. Hallveig, f. 19.3. 1955. Vilhjálmur kvæntist 10.6. 1995 Herdísi Eyþórs- dóttur, f. 7.8. 1950, en þau hófu sam- búð í Reykjavík 1987. Vilhjálmur ólst upp á Akur- eyri og lauk þar skyldunámi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann vann við ýmis störf bæði Í dag kveðjum við Villa móð- urbróður okkar sem lést af slysförum fyrir stuttu. Villi var vel gefinn og víðlesinn. Hann vissi allt milli himins og jarðar eða svo fannst okkur. Væntingar til hans voru örugglega miklar í æsku en ekki fara alltaf saman gæfa og gjörvuleiki. Ungur að árum villtist hann af beinu brautinni og náði ekki áttum fyrr en mörgum árum seinna. Honum tókst þó að snúa við blaðinu og hans gæfa var að kynnast Sam- hjálp, Hvítasunnusöfnuðinum og ekki síst henni Dísu sinni. Hann sagði að í raun hefði hann endurfæðst um fertugt. Villi og Dísa voru í ham- ingjusömu hjónabandi, það leyndi sér ekki, þau voru mjög samrýnd og miklir vinir. Gátu þau nú alveg strítt hvort öðru en það var alltaf í góðu enda bæði húmoristar. Í sumarfríun- um fóru þau oft akandi um landið og þekkti Villi hvert krummaskuð frá því í söluferð- um fyrir Samhjálp. Alltaf var okkur Akureyringunum boðið uppá hangikjöt og ísblóm 19. ágúst, en þá voru þau iðulega stödd norðan heiða. Til Dan- merkur fóru þau í tvær ógleymanlegar ferðir og alltaf stóð til að fara aftur í utan- landsferð en sjúkdómar settu strik í reikninginn svo ekkert varð úr því. Alltaf var gott að kíkja í heimsókn og ófáum kleinum höfum við systkinin sporðrennt við eldhúsborðið og ófáum Bensunum höfum við klappað. Villi tók öllum vel, fór ekki í manngreinarálit og var ekkert að dæma aðra enda fannst okk- ur við alltaf velkomin. Hann var alltaf að fræða mann um eitthvað tengt sögu eða landa- fræði, verst hvað maður tók illa eftir. Hann átti líka ótrúlegan fjölda bóka sem hægt var að fletta upp í ef á þurfti að halda. Stundum horfðum við saman á leiki í sjónvarpinu, hann var ManUtd maður en samt var hann mest ÞÓRSARI. Akur- eyrarliðið Þór var hans lið og hélt hann með þeim í blíðu og stríðu. Við spjölluðum líka um ættfræði og var Villi stoltur af að bera nafn langafa síns. Hann var ekki eins sáttur við að hafa erft hárvöxtinn hans líka. Hann bætti sér upp hárleysið með því að láta sér vaxa myndarlegt yf- irskegg. Við sögðum að hann minnti helst á þýska klám- myndastjörnu með þetta skegg en Villi hló nú bara að því, snéri uppá skeggið og sagði að sér fyndist það gefa sér heim- spekilegt útlit. Síðustu árin voru honum erf- ið. Heilsunni hrakaði og undir lokin fór hann lítið út úr húsi. Okkur fannst honum stundum líða eins og kálfinum, í laginu sem hann hélt svo mikið uppá, sem fjötraður er á vagni og horfir löngunaraugum eftir svölunni sem flýgur frjáls um loftin blá. En nú er hann Villi okkar floginn á braut, frjáls eins og svalan. Við vitum að honum hefur verið vel fagnað af öllum ástvinunum sem farnir eru og ekki síst þeim ferfættu. Elsku Dísa, missir þinn er mestur. Við vottum þér okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styðja þig og styrkja. Blessuð sé minning þín, elsku Villi. Stella, Daníel og Anton. Ég var að versla í Nettó þeg- ar hún Dísa hringdi í mig til að segja mér að hann Villi væri dáinn. Það var eins og tíminn stöðvaðist smástund. Þurfti tíma til að átta mig á þessu. Það eru margar minningar sem eru tengdar honum Villa. Við hittumst fyrst fyrir tæpum 40 árum þar sem við vorum á sjúkrahúsi að glíma við sameig- inlegan óvin, Bakkus. Nokkru síðar lágu leiðir okk- ar saman hjá Samhjálp, þar sem okkur auðnaðist að fóta okkur í tilverunni eftir margra ára ólgusjó, og þar urðum við nánir vinir og félagar og hélst sú vinátta alla tíð.. Villi var svona klettur, alltaf til taks, traustur og tryggur og eftir að hann og Dísa hófu búskap var ég alltaf velkominn í heimsókn. Var eiginlega heimagangur þar á tímabili. Það er margs að minnast, og ekki rúm til að rifja það allt upp hér. Það væri hægt að fylla heila bók um alla skemmtilegu hlutina,og minna skemmtilegu hlutina sem við gengum saman í gegnum. Við ræddum oft hér áður að skrifa bók sem átti að heita „Fyrr var oft í Koti“, ætl- uðum að gefa hana út árið 2012, en þá var það ártal í órafjar- lægð. Ef til vill er Villi að skrifa þessa bók á himnum, hann var allavega góður penni, bæði á laust og bundið mál. En einhvern veginn vinnur tíminn þannig að allflestar minningar verða skemmtilegar. Árið 1985 fórum við að ferðast um landið og selja bækur, Villi eignaðist bíl sem við skírðum Hannibal, óttaleg drusla, en á þessum far- kosti ferðuðumst við um allt land. Í þessum ferðum gerðist margt skemmtilegt sem við rifjuðum oft upp og skemmtum okkur við minningarnar. Ég komst að því í þessum ferðum að sölumennska er ekki mín fjöl í lífinu, en Villi var sölu- maður í þónokkur ár. Seinna fór hann að starfa aftur í Hlað- gerðarkoti sem umsjónarmað- ur, og seinustu árin á Miklu- braut 20 þar til hann veiktist síðla árs 2011. Ég vil með þessum línum sýna honum Villa þakklætisvott fyrir áratuga vináttu, og votta henni Dísu og öðrum aðstand- endum mína dýpstu samúð. Kveðja, Þórir, Björg og fjölskylda. Vilhjálmur Friðþjófsson, eða Villi eins og ég þekkti hann, var vinur minn. Hann var lítt langskólagenginn, en þó ein mest menntaða manneskja, sem ég hef nokkru sinni hitt. Áhugamál Villa á þessum síð- ustu árum voru sérstaklega saga seinni heimstyrjaldarinn- ar, sem og stjórnmálasaga eft- irstríðsáranna; sömu áhugamál og ég hef lengi haft. Heimsókn- ir til Villa og Dísu voru ógleym- anlegar. Fyrst dásamlegasti ís- lenski maturinn sem fyrirfinnst: Dísa að elda uppá- haldsmatinn minn (saltkjöt með rófum, lamb og brún sósa, salt- fiskur með hamsatólg) og svo komu fleiri klukkutíma sam- ræður – já, og stundum deilur – um viðfangsefni þess dags. Ég lærði mikið af Villa, t.d. að skoða orsakir og afleiðingar stríðsins á Kóreuskaga frá sjónarhóli Kínverja frekar en frá hinum niðurnjörvaða vest- ræna hóli. Virðing Villa fyrir staðreynd- um var einfaldlega aðdáunar- verð. En það var túlkun hans og greining á þessum sömu staðreyndum, sem gerðu Villa svo einstakan. Hann rannsak- aði ekki aðeins báðar hliðar sama peningsins, heldur einnig hliðarröndina. Þessi opna nálg- un á viðfangsefnum leiddi Villa oft til að draga ályktanir, sem voru á skjön við hefðbundnari niðurstöður. Dæmi: fyrir tæp- um tveimur árum, þegar kosn- ingabaráttan í Bandaríkjunum stóð sem hæst, lýsti Villi yfir mér algjörum og skilyrðislaus- um stuðningi við framboð Trumps. Rökfærsla Villa var hrein: „Clinton er órjúfanlegur hluthafi í valdakerfi yfirstétt- arinnar; kerfi þar sem innvígðir gefa hver öðrum stuðning til að dafna og njóta. Með Clinton í fararbroddi eru engar breyt- ingar fyrir óbreytta þegna mögulegar. Með Trump í stjórasætinu fáum við að sjá breytingar. Breytingar eru af hinu góða, því stöðnun er dauðadómur vinnandi manna.“ Ég kallaði Villa stundum „síðasta róttæklinginn í daln- um“. En í raun var Villi fyrst og fremst óþreytandi baráttu- maður fyrir réttlátari skiptingu auðs veraldar; fyrir jafnrétti og bræðralagi fólksins; og gegn valdakerfi yfirstéttanna. Nú er síðasti róttæklingur- inn fluttur úr dalnum. Farðu í ferð þína í friði, vinur minn. Magnús Ólafsson, New York. Það er aldrei auðvelt að kveðja fallinn vin. Aldrei auð- velt að finna rétt orð. Orð. Og það má reyndar spyrja, hvaða orð eru rétt orð? Vinátta er yf- irleitt jákvætt orð. Táknar eitt- hvað gott. Oftast. Spekingar fyrri tíma hafa sett á bækur hugleiðingar sínar um vináttu. Greint hana og flokkað eftir rót hennar og markmiði. Orðræður eru ekki alltaf lífg- andi. Margar þeirra myrkva. Aðrar lífga og græða. Auka von í samfélagi manna og yl og geta verið upphaf vináttu. Sumar orðræður höfða til dýpri hugs- unar. Mannskilnings og breyta fólki. Þegar slík orðræða vitjar fólks, karla og kvenna, þá er hagkvæm tíð. Og margir hefja sitt „Shemoth“ til betra lífs og æja á leiðinni í svala við „sjö vatnslindir og sjötíu pálma“. Til er undursamleg orðræða. Ein þeirra er sú sem rituð er af Jóhannesi Sebedeussyni í Nýja testamentinu. Hún hefur mark- mið og hún gefur svör. Und- ursamleg er hún af því að hún umlykur fólk með mann- elskandi anda. Græðandi anda sem býr í speki og visku ald- anna. „Því að spekin er mann- elskur andi.“ Spekin sem mótuð er með orðum. Og Orðinu. Orð- inu sem kom „og bjó með oss“. Orðræða Jóhannesar fjallar um umbreytingu á sál og anda manna. Þeirra sem taka vilja við henni. Umbreytingunni. Endurfæðingunni. Sú orðræða er háheilög. Hún fjallar um Jesúm Krist sem Orðið tók sér bólfestu í og gekk um og vék skýlunni frá leyndum dómum. Boðaði andlegt yfirfljótandi líf. Vilhjálmur Friðþjófsson var einn af þeim sem tóku við þessu Orði. Hann tileinkaði sér það, þáði af græðandi smyrslum þess og ilmi. Á þeim slóðum hittumst við fyrir ótal mörgum árum síðan. Á vett- vangi Orðsins. Þá var hagkvæm tíð. Við áttum margt saman að sælda á árunum þeim. Ánægju- legt samfélag. Svo kom Herdís Eyþórsdóttir inn í myndina og þau gáfust hvort öðru, Vil- hjálmur og hún, og hafa saman tekist á við sætt og súrt eins og gengur í flestra lífi. En nú er hann fallinn frá. „Silfurþráður- inn slitnaður, moldin horfin til jarðarinnar og andinn til Guðs sem gaf hann.“ Við minnumst margra góðra daga og samverustunda með honum og Herdísi. Vilhjálmur Friðþjófsson lést af slysförum 26. maí síðastlið- inn. Í dag verður hann jarð- sunginn frá Fíladelfíu í Reykja- vík. Við kveðjum hann með þessum fátæklegu orðum sem engin vissa er fyrir að séu réttu orðin. Vottum Herdísi Eyþórsdótt- ur, eiginkonu hans og öðrum aðstandendum einlæga samúð okkar. Óli Ágústsson og Ásta Jónsdóttir. Vilhjálmur Friðþjófsson Nú er hún Ragna amma mín dáin og ég sakna hennar mikið. Það er svo stutt síðan við vorum saman á Flórída. Amma kallaði mig alltaf blóma- rósina sína og þegar ég kom í heimsókn til hennar gaf hún mér kökur og kókómjólk. Ég man þegar amma var að gefa fuglun- um rúsínur þá kallaði hún þá rús- ínubelgina sína. Hún amma mín er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á en gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur og svæfir mig er dimma tekur nótt. Syngur við mig sálmakvæðin fögur, sofna ég þá bæði blítt og hljótt. (Björgvin Jörgensson) Sofðu vært, elsku amma, Þín Eydís Lára. Elsku Ragna systir er farin, allt of fljótt frá okkur öllum sem elskuðum hana. Ragna tengdist mér ekki bara sem stóra systir, hún var líka minn uppalandi, vinnuveitandi og vinkona, og um hana á ég óteljandi góðar og skemmtilegar minningar. Unglingurinn Ragna er mér í fersku minni og þar kemur fyrst í hugann Ragna í skátabúningi á leið á fund eða í útilegu. Svo Ragna í rokkbuxum að tjútta við vinkonu sína heima á Varmá. Líka Ragna að fara í bíó og að safna kvikmyndaprógrömmum. Ragna með vinkonum sínum á leið á skverinn, sem þýddi að hanga úti á kvöldin með öðrum unglingum. Ragna niðursokkin að lesa Eros og Sannar sögur og þá mátti alls ekki trufla hana. Ragna að sýna okkur flottu, árituðu myndina af Harry Belafonte, sem hún hafði fengið senda eftir að hafa sent aðdáandabréf. Hún dýrkaði og dáði þennan söngvara alla tíð og myndin var geymd sem dýrgripur í skjóli frá litlum óvit- um. Ragna var uppalandi minn við hlið mömmu og ömmu eftir að pabbi dó og hún kunni að setja reglur. Ég átti að koma heim í mat á Ragna Rósberg ✝ Ragna RósbergHauksdóttir fæddist 1. desem- ber 1943. Hún lést 28. maí 2018. Útförin fór fram 11. júní 2018. réttum tíma og ég átti að brjóta saman fötin mín. Hún bók- staflega sá í gegn- um veggi og skynj- aði gegnum svefn, ef ég svindlaði eitt- hvað með fötin. Fullorðinsár Rögnu hófust snemma því hún varð móðir að- eins 16 ára, ég varð móðursystir 6 ára og lítill frændi kom á heimilið. Svo flutti Ragna norður í Eyjafjörð með unga bóndanum, sem var að vinna á heilsuhælinu, hún giftist honum og þau bjuggu í Hvassafelli. Þó ég sæi eftir Rögnu og litla frænda, þá átti ég eftir að hrífast af sveitinni hennar og vera barnapía hjá henni í 3 sumur. Hún kenndi mér til verka, treysti mér jafnt fyrir uppvaski og börn- um. Það var alltaf jafn gaman hjá Rögnu og líflegt í kringum hana, hún blandaði geði við alla og við fórum í heimsóknir, bæði á næstu bæi og líka hinum megin við fjörðinn. Hún var opin fyrir nýjungum, eignaðist fljótt sjálfvirka þvotta- vél og pantaði föt úr póstlista Hagkaupa. Svo var Ragna dugleg að koma í heimsóknir suður með Hjalta, Benna og Jóhönnu. Hjá Rögnu var alltaf pláss fyrir fólk, hvort sem það var í Hvassafelli, á Akra- nesi eða í Vesturhópinu og hvort sem það var í gistingu eða mat. Það var ófrávíkjanleg regla að mæta ekki södd, því Ragna og Stefán elskuðu að gefa fólki að borða og á boðstólum var nærri alltaf eitthvað sem þau höfðu sjálf aflað, ræktað eða bakað, lax, silungur, vöfflur og margt fleira. Maður gat nánast gengið að því vísu að geta gist á Akranesi ef á þurfti að halda og áður fyrr fór ég þangað oft um helgar með son minn Helga Val, sem var á svip- uðu reki og Guðný og Sigrún. Ragna systir var falleg, glað- vær, opin, hreinskilin, hugrökk, umhyggjusöm og úrræðagóð. Það kunnu ekki allir að meta hreinskilni hennar, því hún átti það til að tala áður en hún hugs- aði. Með sorg í hjarta er ég inni- lega þakklát fyrir þessa systur mína, fyrir að hafa fengið að eiga hlutdeild í lífi hennar, fyrir að hafa fengið alla þessa ættingja sem afkomendur hennar eru og fyrir alla hennar umhyggjusemi og elsku. Takk fyrir allt og allt. Pálína Sigurjónsdóttir (Pála systir). Ástkær dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA SIGURÐARDÓTTIR, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 15. júní, klukkan 15. Sigurður Jónsson Kristjana Barðadóttir Björn Óli Hauksson Ragnhildur Barðadóttir Sigurður Ringsted Thor Axel Patriksson Healy Stefán Barði, Marisa, Valter, Máni, Gunnhildur, Kristjana Björk og Atli, Arnar Þór, Steinþór, Eyþór, Frosti Elskulegur bróðir okkar, ÞORMÓÐUR SVAFARSSON, lést á Landspítalanum 8. júní. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Svafarsdóttir Guðmundur Svafarsson Ingibjörg Auðunsdóttir Margrét Svafarsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI ÞORMAR SVAVARSSON, Laugarbökkum, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki laugardaginn 9. júní. Útförin verður auglýst síðar. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki njóta þess. Edda Stefáns Þórarinsdóttir og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.