Morgunblaðið - 12.06.2018, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leið-
beinanda kl. 12.30-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-
12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Velkomin, s. 535-2700.
Boðinn Brids og kanasta kl. 13.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14.
Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 14-15.30. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 11.45. Gönguhópur fer
frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45.
Gerðuberg Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa. Kl. 9-12 keramikmálun
(sumarfrí). Kl. 13-16 glervinnustofa (sumarfrí). Kl. 10-10.45 leikfimi
Maríu (sumarfrí). Kl. 10-10.30 leikfimi gönguhóps. Kl. 10.30 göngu-
hópur um hverfið. Kl. 12.20-13.30 qigong (sumarfrí). Kl. 13 tölvu-
fræðsla hjá Helgu.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-14. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl.
12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13 og eftirmið-
dagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-16, brids kl. 13, enskunámskeið
tal kl. 13, bókabíll kl. 14.30, Bónusbíll kl. 14.55, síðdegiskaffi kl. 14.30.
Allir velkomnir óháð aldri, nánari uppl. í síma 411-2790.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi Sundlaug Seltjarnarness kl. 7.15. Pútt á
Eiðistorgi kl. 10.30. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Ganga frá Skóla-
braut kl. 15. Sumargleði félagstarfsins verður haldin hátíðleg mið-
vikudaginn 13. júní kl. 15. Skemmtum okkur saman, grillum pylsur,
syngjum og tröllum. Verð 1000 krónur. Léttvín og bjór selt gegn vægu
verði á staðnum.
Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið
upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og kaffi og meðlæti er selt á vægu
verði kl. 14.30-14.55. Bónusbíll kl. 14.40 og bókabíll kl. 13.15. Allir eru
hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í
síma 568-2586.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Olíuskiljur - fituskiljur
- einagrunnarplast
CE vottaðar vörur. Efni til
fráveitulagna.
Vatnsgeymar 100-50.000 lítra.
Borgarplast.is,
sími 5612211, Mosfellsbæ.
Til sölu
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Opnunar tilboð í Glæsibæ.
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir-
falleg heimili. Handskornar kristals-
ljósakrónur, veggljós, matarstell,
kristalsglös til sölu.
BOHEMIA KRISTALL
Glæsibær
Sími 7730273
Bókhald
NP Þjónusta
Annast bókanir, reikningsfærslur
o.f.l. Upplýsingar í síma 649-6134.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
✝ ÞorvaldurMagnússon
fæddist á Bakka-
velli í Hvolhreppi
12. ágúst 1958.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans við
Hringbraut 5. júní
2018.
Hann var sonur
hjónanna Magn-
úsar Gunnars Sig-
urjónssonar frá Bakkavelli í
Hvolhreppi og Viktoríu Þor-
valdsdóttur úr Reykjavík.
Systkini Þorvaldar: Margrét
Magnúsdóttir, maki Einar B.
Steinmóðsson, búsett á Selfossi,
Sigurjón Magnússon, d. 1975,
Vilhjálmur Magnússon, maki,
Kristín Þ. Sigurðardóttir, bú-
sett á Stokkseyri, Gunnar
Magnússon, maki Guðrún R.
Erlingsdóttir, búsett í Reykja-
vík, Bjarni Magnússon, búsett-
ur á Stokkseyri, Signý Magnús-
dóttir, maki Arnar Þór Diego,
búsett í Danmörku.
Þorvaldur stundaði ýmis
störf, s.s sjó-
mennsku, fisk-
vinnslu, vann við
virkjanir, í smíða-
vinnu, hann var
einnig sem ung-
lingur í sveit ásamt
bræðrum sínum á
Minna-Núpi í
Gnúpverjahreppi.
Hann var í flug-
skóla, lærði undir-
stöðu í grafík og
skiltagerð og stofnaði í fram-
haldinu Nýsýn, merkingar og
skiltagerð og var Bjarni bróðir
hans einnig með honum í því
um tíma. Síðustu ár vann Þor-
valdur hjá Nýþrif, auk þess að
vera í skiltagerðinni og Gróðr-
arstöðinni Heiðarblómi, fyrir-
tæki Magnúsar og Viktoríu,
hann vann einnig við gistiheim-
ili fjölskyldunnar, Kvöldstjörn-
una.
Útför Þorvaldar fer fram frá
ríkissal Votta Jehóva í dag, 12.
júní 2018, klukkan 13. Jarðsett
verður í Stokkseyrarkirkju-
garði.
Þorvaldur bróðir minn er lát-
inn.
Það er þyngra en tárum taki
að kveðja bróður í annað sinn, en
Sigurjón bróðir okkar lést aðeins
tæplega átján ára í skelfilegu
slysi, missir föður míns er mikill.
Við systkinin urðum sjö, öll
nema Signý slitu barnsskónum á
Bakkavelli í Hvolhreppi.
Það var oft líf og fjör í Vall-
arkróknum enda margir krakkar
á hverjum bæ og reyndum við að
hittast við hvert tækifæri.
Í minningunni heyri ég hlátra-
sköllin rjúfa kyrrðina, allir sem
mögulega geta eru úti að leika
sér á kvöldin. Tveir bræður eru
sjaldan langt hvor frá öðrum, það
eru þeir Þorvaldur og Sigurjón,
þeir eru eins ólíkir og hugsast
getur, annar er glókollur en hinn
er dökkur á brún og brá, þeir eru
einnig ólíkir á margan annan
hátt, Þorvaldur sallarólegur en
Sigurjón uppátækjasamur ærsla-
belgur. Foreldrar okkar gáfu
okkur nokkuð frjálsar hendur og
við máttum leika okkur úti að
vild. Ég er elst í systkinahópnum
og það kom oft í minn hlut að
gæta bræðra minna, sérstaklega
eftir að pabbi fór að reka verslun
á Hvolsvelli, þá var mamma oft
að aðstoða hann þar. Árin liðu og
alltaf var hópurinn samheldinn í
Vallarkróknum. Í skólanum á
Hvolsvelli gerðu bræður mínir og
Sigurður á Velli mikinn usla
fyrsta skóladaginn eitt sinn er
þeir ákváðu að elta stelpurnar í
frímínútunum og kyssa þær,
þetta var fyrsti skóladagur Þor-
valdar og fannst honum þetta að
vonum mjög spennandi leikur.
Þegar inn var komið talaði Trú-
mann yfir hausamótum drengj-
anna og sagði þeim að svona
kæmu þeir ekki fram við dömur
og urðu þeir heldur lúpulegir og
ekki var þessi leikur endur-
tekinn.
Þorvaldur bróðir var mikill
hugsuður, öll stærðfræði heillaði
hann, einnig stjörnufræði og var
hann félagi í stjörnuskoðunar-
félagi, hann var afar handlaginn
og góður teiknari og það nýttist
honum vel er hann vann við graf-
íska hönnun í eigin fyrirtæki um
árabil. Hann hafði áhuga á flugi
og var í flugskóla í Keflavík, hann
lagði samt flugið aldrei fyrir sig.
Á unglingsárum hans fluttu for-
eldrar okkar til Reykjavíkur og
síðar á Stokkseyri. Þorvaldur
gekk þá í skóla á Selfossi. Hann
var á sjó um tíma, í frystihúsinu,
og við virkjanir á Tungnársvæð-
inu, í byggingarvinnu ásamt
Gunnari bróður í Reykjavík,
vann við gróðrarstöðina Heiðar-
blóma, rak um árabil fyrirtækið
Nýsýn og á einkarétt á því nafni.
Þorvaldur bróðir var rólegur
og ljúfur að eðlisfari, hann hafði
góðan húmor og mun ég minnast
hlátursins og orðaleikjanna sem
hann var svo snjall í, hann samdi
lög og ljóð og spilaði á gítar og
úkúlele.
Þorvaldur hafði marga öfunds-
verða eiginleika, t.d. þegar allt
var á fullu, allir samankomnir til
garðvinnu og alls kyns verka þá
fannst honum allt of mikill asi á
fólki, hann fór inn og í stuttbux-
urnar því sólin skein glatt, kom
út með einn kaldan, dró sólstól-
inn á rólegan stað og naut sólar-
innar, það var aldrei að vita hve-
nær hún léti sjá sig aftur. Að
leiðarlokum þakka ég mínum
elskulega bróður fyrir samfylgd-
ina. Ég mun sakna þess að koma
inn úr rigningunni og rokinu og
setjast við kaffiborðið þitt í Há-
túni, hlaðið af kræsingum, og
segja:
Hvað, það er bara veisla? og þú
svarar: Hér er alltaf veisla. En nú
er veislunni lokið, elsku bróðir
minn, þú ert horfinn okkur um
sinn. Það einkenndi þig að þú
tókst alltaf fagnandi á móti fólk-
inu í lífi þínu og áttir alltaf til bros
og knús, þess mun ég ávallt
minnast. Sofðu rótt.
Þín systir,
Margrét Magnúsdóttir.
Þorvaldur
Magnússon
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein.
Minningargreinar