Morgunblaðið - 15.06.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 15.06.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018 Rafvirkjar LED flóðkastarar Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 olafsson.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Ættu að líta í eigin barm  Formaður Fyrir Heimaey segir framgöngu sjálfstæðismanna vandræðalega Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Svona eins og Megas sagði: „Svo skal böl bæta að benda á annað.“ Þetta horfir svolítið svoleiðis fyrir mér.“ Þetta segir Leó Snær Sveinsson, formaður bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey, í samtali við Morgunblaðið um vantraust fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélagsins í Vestmannaeyjum á Pál Magn- ússon og kæru Sjálfstæðisflokksins vegna úrslita nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Eins og greint var frá fyrr í vor klauf hluti sjálf- stæðismanna sig frá flokknum og stofnaði hið nýja afl, Fyrir Heimaey (H-listinn), en þau hlutu 34% atkvæða í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosning- um. Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, er nýr bæjarstjóri í Vestmannaeyjum en Páll, sem er oddviti Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, studdi hvorugt framboð opinberlega. Ásakanir hafa verið á lofti um að hann hafi stutt Írisi og Fyrir Heima- ey. „Bara vandræðalegt“ „Þetta er náttúrlega bara vandræðalegt af hálfu sjálfstæðismanna. Að vera að bendla Pál einhvern veginn við þetta í staðinn fyrir að líta bara í eigin barm,“ segir Leó Snær og bendir á að Páll hafi ekki unnið með H-listanum að neinu marki. „Ég veit ekki hvort það er hægt að flokka það sem stuðning ef hann styður ekki sinn flokk en hann hefur ekki unnið með okkur að neinu marki. Ég myndi segja að þetta sé bara tóm vitleysa,“ segir Leó, aðspurður hvort sannleikur sé í ásök- ununum á hendur Páli. Leó segir flokksfólk H-listans vera spennt fyrir komandi tímum í bæjarstjórn og segir: „Við bíð- um einnig spennt eftir því að sjá hvað kemur út úr þessu kærumáli. Það fer væntanlega að koma eitt- hvað út úr því,“ en Sjálfstæðisflokkurinn í Vest- mannaeyjum kærði úrslit sveitarstjórnarkosning- anna meðal annars vegna nokkurra atkvæða sem úrskurðuð voru ógild af yfirkjörstjórn. Hann segir málið sér og sínum flokkssystkinum alveg óviðkomandi. „Við erum ekkert að blanda okkur í þetta,“ segir Leó en segist hlakka til sam- starfs við E-listann. „Við horfum bara björtum augum fram á veginn,“ segir Leó. „Það er enginn gosórói eins og er,“ sagði Bryn- dís Ýr Gísladótt- ir, náttúruvár- sérfræðingur hjá Veðurstofu Ís- lands, þegar Morgunblaðið náði af henni tali í gærkvöldi. „Það er ekkert nýtt síðan frétta- tilkynning var send út,“ sagði Bryn- dís en um fjögurleytið í gær sendi Veðurstofan frá sér tilkynningu þess efnis að tveir stórir skjálftar hefðu mælst í Bárðarbungu í norðan- verðum Vatnajökli en sá seinni, sem varð klukkan 15:05, mældist 4,9 að stærð. Bryndís sagði að skjálfti hefði mælst um fimmleytið sem var 3 að stærð. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Rúm þrjú ár eru síðan eldgosi lauk við Bárðarbungu en síðast hófst gos þar í september 2014. Gosið olli umtalsverðri loftmengun en litlu öðru tjóni. Skjálftinn sem mældist í gær er sá stærsti frá goslokum ásamt öðrum skjálfta sömu stærðar sem varð 30. janúar nú í ár. Eldstöðvakerfið sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn er eitt það stærsta á landinu en vitað er um tæplega 30 gos innan svæðisins á sögulegum tíma. Enginn gosórói enn Bárðarbunga Ekki er útlit fyrir gos.  Bárðarbunga ger- ir vart við sig á ný Víkingahátíðin í Hafnarfirði hófst í gær og stendur til sautjánda júní. Hún hefur verið hald- in síðustu tuttugu ár. Hér sjást tveir forvitnilegir einstaklingar sem hafa komið sér upp tjaldbúð- um grilla saman fisk á Víðistaðatúni í Hafnar- firði en þar er hátíðin haldin. Sá eldri er eflaust munkur en sá yngri einhvers konar víkingur. Skiltið sem á stendur ,,Hringhorn“ vísar eflaust til skips Baldurs, annars sonar Óðins, sem kallast Hringhorni í Gylfaginningu. Hringhorni er einn- ig áhugamannafélag um lífshætti víkinga til forna. Á hátíðinni verða bardagasýningar, leikjasýningar, sögumenn, bogfimi, handverk, markaður og víkingaskóli barna. Hátíðin stend- ur frá kl. eitt til sjö alla hátíðardagana. Víkingar og munkar sameinast í Hafnarfirði Morgunblaðið/Valli Ýmislegt um að vera á Víkingahátíðinni í Hafnarfirði sem haldin er á Víðistaðatúni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Góð kaup Hillur voru fljótar að tæmast í Víði í Garðabæ í gær eftir að skiptastjóri auglýsti að vörurnar fengjust á hálfvirði Mörg hundruð manns lögðu leið sína í verslun Víðis í Garðabæ síðdegis í gær og hömstruðu þegar spurðist út að skiptastjóri þrotabús verslunar- keðjunnar hefði ákveðið að selja all- ar vörur þar á hálfvirði. Sams konar útsala verður í Víði í Skeifunni eftir hádegi dag. Einn viðskptavinanna sagði að nokkrir bálreiðir birgjar verslunarinnar hefðu mætt og kraf- ist þess að fá vörur sínar í hendur þar sem ekki hefði verið greitt fyrir þær. Sáust þeir m.a. bera út erlent sælgæti og hreinlætisvörur án þess að afgreiðslufólk stöðvaði þá. Hér- aðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í fyrradag að Víðir ehf. skyldi tekinn til gjaldþrotaskipta, og hefur skipað Valtý Sigurðsson hjá Lex lögmanns- stofu skiptastjóra búsins. Vörur seldar á hálfvirði  Örtröð í Víði í Garðabæ  Víðisverslanirnar gjaldþrota Alvarlegt bíl- slys á Reykja- nesbraut Einn er alvarlega slasaður eftir árekstur tveggja fólksbíla og lítils flutningabíls á Reykjanesbraut við Sprengisand laust fyrir klukkan 15 í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom fram að tveir hefðu verið fluttir á slysadeild með sjúkrabíl. Ekki er vitað nánar um líðan þeirra að svo stöddu. Aðrir voru metnir á staðnum og ekki var talin þörf á að flytja þá á slysadeild. Mikill viðbúnaður var vegna slyss- ins en umtalsverðar tafir urðu á Reykjanesbraut. Bústaðavegur var lokaður í á aðra klukkustund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.